Sport

Louis Saha meiddur

Það á greinilega ekki af framherjum Manchester United að ganga þessi misserin. Louis Saha meiddist í landsleik með Frökkum gegn Færeyingum í vikunni og haltraði af velli eftir aðeins 9 mínútna leik og virtist sárkvalinn. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Saha eru. Fyrir hjá United eru þeir Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney meiddir, Rooney kom reyndar meiddur til félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×