Fleiri fréttir

Fyrsti ósigur Bandaríkjamanna

Ósigur bandaríska körfuboltaliðsins fyrir Púertó Ríkó á Olympíuleikunum í gær hefur vakið mikla athygli. Þetta var fyrsti ósigur Bandaríkjamanna á Olympíuleikunum eftir 24 sigurleiki frá því að heimilt var að tefla fram atvinnumönnum. Púertó Ríkó vann 92-73 en næsti leikur Bandaríkjamanna verður á morgun, þá mæta þeir heimamönnum Grikkjum.

Langt frá Íslandsmeti sínu

Lára Hrund Bjargardóttir var langt frá Íslandsmeti sínu í 200 metra fjórsundi í undanrásum á Olympíuleikunum í morgun. Lára Hrund varð í 27. sæti af 30 keppendum, synti á 2 mínútum og 22 sekúndum.

Singh sigraði á PGA í golfi

Fidji-maðurinn, Vijay Singh, sigraði á 86. PGA meistaramótinu í golfi sem lauk í Wisconsin í gærkvöldi. Þegar kylfingarnir höfðu lokið við að spila 72 holur stóðu þrír jafnir á 8 höggum undir pari; Singh, og Bandaríkjamennirnir; Chris DiMarco og Justin Leonard.

Samfélag stjarnanna

Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð.

Hrun hjá íslenska liðinu í lokin

Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Spánverja í gær á Ólympíuleikunum í Aþenu. Algjört hrun á lokakaflanum orsakaði átta marka tap eftir jafnræði lengstum þar sem Spánverjar höfðu reyndar ávallt nokkuð frumkvæði.

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Megum ekki detta í þunglyndi

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ekki upplitsdjarfur rétt eftir leik en eftir að hafa melt leikinn í nokkrar mínútur náðum við tali af honum.

Leikur okkar hrundi í lokin

Guðmundur Hrafnkelsson markvörður fann sig engann veginn í fyrsta leiknum á móti Króötum en hann var heldur betur vaknaður í gær. Varði eins og berserkur og hélt íslenska liðinu inni í leiknum á köflum. Alls varði Guðmundur 21 skot, 20 fleiri skot en hann varði í fyrsta leiknum. Því miður dugði þessi stórleikur Guðmundar ekki til sigurs.

Nenni ekki að lemja mig í hausinn

Lára Hrund Bjargardóttir var tiltölulega sátt þótt hún hefði verið nokkuð frá sínu besta í lauginni í Aþenu í gær. Lára Hrund tók þátt í 200 metra fjórsundi og kom í mark á tímanum 2:22,00 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:20,35 mínútur.

Einum sigri frá titlinum

Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga.

Aþena draumur hryðjuverkamannsins

Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Mirror segir Ólympíuleikana í Aþenu vera „draum hryðjuverkamannsins“ eftir að hafa stundað smá tilraunamennsku í þeim efnum undanfarið.

Íris Edda komst ekki áfram

Íris Edda Heimisdóttir hafnaði í 40. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun. Íris Edda kom í mark á 1.15.23 sekúndum og var langt frá sínu besta.

Heimsmet í 400 m fjórsundi

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann gullverðlaun og setti heimsmet í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær á 4 mínútum, 8,26 sekúndum. Ástralinn Ian Thorpe vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi. Hann kom í mark á 3 mínútum, 43,10 sekúndum. Þá sigraði sveit Ástralíu og setti heimsmet í 4x100 metra skriðsundi.

Singh með forystu

Vijay Singh frá Fídjieyjum hefur forystu á PGA-meistaramótinu í golfi en hann lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum og er á tólf höggum undir pari.

Fjórir leikir í dag

Það eru fjórir leikir á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag. Klukkan 17 eigast við í Vestmannaeyjum ÍBV og FH, topplið deildarinnar, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Klukkan 18 tekur Fylkir á móti Fram, ÍA mætir KR á Akrensi og Grindavík fær KA í heimsókn.

Keilir og GK leika til úrslita

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar leika til úrslita í dag í sveitakeppninni í golfi. GK vann GR í undanúrslitum, 4-1, í gær og GKG lagði GKJ, einnig 4-1.

Helgi skoraði eitt

Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt mark þegar AGF lagði Randers, 3-0, í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Í Belgíu sigraði Íslendingaliðið Lokeren FC Brussel með einu marki gegn engu. Þá gerði Genk markalaust jafntefli gegn Moskronen. </font />

Ísland lenti í 4. sæti

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hafnaði í fjórða sæti á Norðurlandamótinu í Svíþjóð en liðið beið lægri hlut fyrir Finnum í gær, 77-60. Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta sigraði Englendinga, 65-53 , í B-deild Evrópumótsins á Englandi í gærkvöld. Englendingar höfðu forystu í hálflkeik, 31-23.</font />

Valur vann og jafntefli á Akureyri

Það voru tveir leikir á dagskrá í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Valur sigraði Völsung, 2-0, og Þór og Haukar gerðu markalaust jafntefli á Akureyri.

Romario ekki hættur enn

Brasilíski knattspyrnumaðurinn góðkunni, Romario, segist oft hafa íhugað að leggja skóna á hilluna síðastliðin 10 ár en kappinn er orðinn 38 ára gamall.

Maradona slæm fyrirmynd

Þjóðverjinn Otto Rehhagel, þjálfari grísku Evrópumeistaranna í knattspyrnu, er ekki hrifinn af Diego Armando Maradona. Á blaðamannafundi kallaði hann Maradona fallna stjörnu.

Annar kani til Njarðvíkur

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfubolta, hefur bætt við sig öðrum kana fyrir næsta keppnistímabil. Sá heitir Matt Sayman og spilar sem bakvörður. 

Diouf lánaður til Bolton

Sóknarmaðurinn senegalski, El Hadji Diouf, hefur verið lánaður til Bolton og mun leika með liðinu út þessa leiktíð.

Owen númer 11

Michael Owen hefur fengið úthlutað númeri hjá sínu nýja félagi, Real Madrid. 11 skal það vera.

Djurgarden vill Kára

Sænska úrvalsdeildarliðið, Djurgarden, hefur gert Víkingum tilboð í hinn efnilega Kára Árnason, sem nýverið var valinn í 22 manna landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Ítalíu.

Þórdís ekki með í vetur

Kvennalið FH í handbolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins, mun Þórdís Brynjólfsdóttir, leikstjórnandi liðsins, ekki spila með á næstu leiktíð af persónulegum ástæðum.

Neitaði að keppa vegna stríðs

Íranskur júdókappi neitaði að keppa við ísraelskan andstæðing sinn á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag sökum stríðsins á milli Ísraela og Palestínumanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Íraninn, Arash Miresmaelii að nafni, sagði - eftir að dregið hafði verið um hverjir ættu að mætast í fyrstu umferð og í ljós kom hver andstæðingur hans væri - að hann myndi ekki keppa við Ísraelsmanninn vegna samúðar sinnar og stuðnings við Palestínumenn.

Eiður skoraði sigurmarkið

Chelsea vann Manchester United, 1-0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, í dag. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sigurmarkið á 15. mínútu af miklu harðfylgi eftir góða skallasendingu frá Didier Drogba.

Frábært hjá 16 ára liðinu

Íslenska 16 ára landsliðið í körfubolta kórónaði einstakt sumar með því að tryggja sér sigur í sínum riðli í B-deild Evrópukeppninnar og gera Ísland að A-þjóð þangað sem komast bara 16 af bestu körfuboltaþjóðum álfunnar.

Eiður Smári með eina markið

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eina markið í heimasigri á Manchester United í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn portúgalska stjórans Jose Mourinho.

Schumacher vann í Ungverjalandi

Michael Schumacher setti enn eitt met með því að vinna tólfta sigur sinn á tímabilinu í formúlu eitt kappakstrinum þegar hann vann ungverska kappaksturinn í gærdag.

Blóðtaka FH-stúlkna

Kvennalið FH í handbolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins mun Þórdís Brynjólfsdóttir, leikstjórnandi liðsins, ekki spila með á næstu leiktíð af persónulegum ástæðum.

Njarðvíkingar fá annan Kana

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfubolta hefur bætt við sig öðrum Kana fyrir næsta keppnistímabil. Sá heitir Matt Sayman og spilar sem bakvörður. 

Rehhagel ekki hrifinn af Maradona

Þjóðverjinn Otto Rehhagel, þjálfari grísku Evrópumeistaranna í knattspyrnu, er ekki hrifinn af Diego Armando Maradona. Á blaðamannafundi kallaði hann Maradona fallna stjörnu.

Brasilíska deildin ferlega léleg

Brasilíski knattspyrnumaðurinn góðkunni Romario segist oft hafa íhugað að leggja skóna á hilluna síðastliðin 10 ár en kappinn er orðinn 38 ára gamall.

Keppt um Ólympíuleikana 2012

Á meðan heimsbyggðin fylgist með afrekum íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Aþenu bíða íbúar nokkurra stærstu borga heims eftir úrslitum í annarri keppni, sem þó tengist leikunum. New York, París, Lundúnir, Moskva og Madríd keppast nefnilega um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2012.

Grindavík úr fallsæti

Grindvíkingar sigruðu arfaslaka KA-menn á Grindavíkurvelli í gærkvöld, 2-0, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þetta var sannkallaður fallbaráttuslagur og knattspyrnan sem boðið var upp á var ekki af betri gerðinni.

FH að klára Íslandsmótið

FH-ingar tóku stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 3-1 sigri á ÍBV á Hásteinsvelli í Eyjum í gær. FH-ingar hafa ekki tapað í Landsbankadeildinni síðan í  22. maí og hafa nú gott forskot á toppi deildarinnar. Einar Þór Daníelsson, leikmaður ÍBV, telur titilinn vera í höndum FH-inga.

Loksins sigur hjá Fylki

Fylkismenn unnu sinn fyrsta deildarsigur síðan í júní þegar þeir unnu 1–0 sigur á Fram. Fylkismenn höfðu leikið sex leiki í röð án þess að sigra en Björgólfur Takefusa tryggði Fylkismönnum þrjú stig og annað sætið í deildinni. Tap Framara þýðir hinsvegar að þeir eru komnir aftur niður í fallsæti í deildinni.

Opnunarhátíðin tókst vel

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir voru settir í Aþenu í gærkvöldi. Opnunarhátíðin þótti takast sérstaklega vel en Björk Guðmundsdóttir fór með stórt hlutverk. Skuggi lyfjahneykslis hvílir yfir grísku þjóðinni en tvær helstu vonarstjörnur Grikkja í frjálsum íþróttum liggja undir grun um að misnota ólögleg efni.

Setti Íslandsmet í undanrásum

Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun þegar hann vann sigur í sínum riðli í undanrásum á 1.02.97 sekúndum. Jakob Jóhann bætti eigið met um 14/100 úr sekúndu og hafnaði í 23. sæti af sextíu keppendum og komst ekki áfram.

Ísland - Króatía í dag

Í dag klukkan hálf fimm mætir íslenska landsliðið í handknattleik Króötum en handknattleikskeppni leikanna hófst í morgun. Spánverjar unnu nauman sigur á Suður-Kóreu , 31-30, en Spánverjar höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. 

Kína fékk fyrsta gullið

Kíverjar unnu í morgun fyrstu gullverðlaun Ólympíuleikanna í Aþenu þegar Li Du sigraði í skotfimi kvenna með loftriffli af 10 metra færi. Lioubov Galkina frá Rússlandi varð önnur og hin tékkneska Katerina Kurkova hirti bronsið. 

Djurgarden býður í Kára

Djurgarden frá Svíþjóð hefur gert Víkingum tilboð í Kára Árnason sem nýlega var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Víkingar eru að skoða tilboðið en gert er ráð fyrir að Kári klári tímabilið með Víkingum í Landsbankadeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir