Sport

Djurgarden vill Kára

Sænska úrvalsdeildarliðið, Djurgarden, hefur gert Víkingum tilboð í hinn efnilega Kára Árnason, sem nýverið var valinn í 22 manna landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Ítalíu. Reyndar komst hann síðan ekki í lokahópinn. Hvernig svo sem fer þá er ljóst að Kári mun leika með Víkingum út Íslandsmótið. Fari Kári til Djurgarden mun hann hitta fyrir fyrrum félaga sinn hjá Víking, Sölva Geir Ottesen, sem gekk í raðir sænska félagsins fyrr í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×