Fleiri fréttir

Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert

Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu

Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni.

Breyta örvæntingu í von

Rúmum einum mánuði eftir að fellibylurinn Idai fór hamförum yfir Mósambík og nágrannaríki hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitt einni milljón íbúa mataraðstoð.

Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi

Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik og þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.

Þjóðir í neyð finna mest fyrir samdrætti í framlögum

Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum drógust saman um tæplega þrjú prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan. Til neyðar- og mannúðaraðstoðar lækkuðu framlögin um átta prósent og til Afríkuríkja um fjögur prósent.

Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum

Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi.

Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa.

„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“

Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir.

Sjá næstu 50 fréttir