Fleiri fréttir

Skjótt skipast veður í lofti

Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. 

„Slapp vel til“

Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. 

Appel­sínu­gul við­vörun og Vega­gerðin í við­bragðs­stöðu

Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. 

Snjó­koma austan­til og hríðar­veður

Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

Frost að fjórtán stigum

Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag og á morgun, Þorláksmessu. Reikna má með dálitlum éljum norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Þó eru um að él gætu slæðst inn á Suðurland annað kvöld.

Enn hvasst sunnan­til framan af degi

Norðaustanhvassviðri undanfarinna daga er nú að mestu gengið niður, þó að enn verði allhvasst eða hvasst sums staðar sunnantil á landinu framan af degi.

Gul við­vörun um allt land á morgun

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag

Mjög kalt og frostið gæti farið niður fyrir tuttugu stig

Mjög kalt verður á landinu í dag þar sem algengar frosttölur verða á bilinu sjö til fjórtán stig. Frostið gæti þó orðið undir tuttugu stigum á stöku stað og sé líklegast að það gerist í innsveitum norðaustanlands.

Hæg norð­læg átt og frost að tíu stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Víða verður léttskýjað, en á Austurlandi verða lítilsháttar él.

Allt að tíu stiga frost

Frost verður frá núll til tíu stigum í dag en sums staðar verður frostlaust við ströndina. Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað, en lítilsháttar él á Austurlandi. Víða verður léttskýjað í dag. 

Frost að fimm stigum og bætir í vind á morgun

Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt í dag þar sem og vindur verður yfirleitt fremur hægur. Það mun þó blása með austurströndinni þar sem vindhraði gæti gægst yfir 10 metra á sekúndu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.