Fleiri fréttir Loka öllum skólum í Kolding og senda alla eldri en tólf ára í skimun Ríkisstjórn Danmerkur hefur fyrirskipað að loka skuli öllum skólum og stofnunum í bænum Kolding á Jótlandi eftir að mikill fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna síðustu daga. 19.2.2021 14:56 Staðráðin í að snúa ekki aftur til konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin Harry og Meghan létu af öllum konunglegum embættisskyldum í byrjun árs í fyrra og hafa því ekki verið fulltrúar drottningarinnar í rúmt ár. 19.2.2021 14:43 Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. 19.2.2021 14:43 Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. 19.2.2021 13:41 Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19.2.2021 13:38 Listhaug sækist eftir að leiða Framfaraflokkinn Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust. 19.2.2021 11:56 Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19.2.2021 11:30 „Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. 19.2.2021 11:06 Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19.2.2021 10:19 Enn víða rafmagnslaust í snævi þaktri Aþenu Þúsundir heimila í grísku höfuðborginni Aþenu búa enn við rafmagnsleysi eftir snjóveður vikunnar. Sífellt fleiri gagnrýna nú ríkisstjórn landsins vegna málsins. 19.2.2021 10:17 Dæmdur til dauða fyrir morð á frönskum fjallgöngumanni Dómstóll í Alsír hefur dæmt mann til dauða vegna mannráns og morðs á frönskum fjallgöngumanni í landinu 2014. 19.2.2021 08:32 Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19.2.2021 07:33 Franskur fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin. 19.2.2021 07:32 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19.2.2021 07:24 Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. 19.2.2021 00:00 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18.2.2021 21:20 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18.2.2021 20:18 Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18.2.2021 20:01 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18.2.2021 17:00 Jensen stígur til hliðar Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu. 18.2.2021 16:18 Dæmdur fyrir að hósta á lögreglu og hrópa „kóróna“ Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð. 18.2.2021 14:54 Ætla að lenda á Mars í kvöld Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. 18.2.2021 14:01 John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18.2.2021 12:48 Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. 18.2.2021 08:09 Kórónuveirusmitum á Englandi fækkað mikið á einum mánuði Á einum mánuði hefur kórónuveirusmitum á Englandi fækkað um tvo þriðju. Sérfræðingar vara þó við því að skólar verði opnaðir í bráð, því veiran sé nú að dreifa sér hraðast á meðal barna á skólaaldri og yngra fólks. 18.2.2021 07:48 Margfaldur Ólympíufari tekur við embættinu af Mori Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið. 18.2.2021 07:35 Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18.2.2021 07:04 Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. 17.2.2021 20:51 Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17.2.2021 19:31 Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. 17.2.2021 17:53 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17.2.2021 17:01 Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17.2.2021 15:39 Hyggjast smita allt að 90 heilbrigða einstaklinga í rannsóknarskyni Á næstu vikum verður nýju rannsóknarverkefni hrint úr vör þar sem heilbrigðir einstaklingar verða smitaðir af SARS-CoV-2. Tilgangurinn er að kanna betur ónæmisviðbrögð líkamans og hvernig veiran berst á milli einstaklinga. 17.2.2021 15:05 Spilavíti Trumps jafnað við jörðu Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri. 17.2.2021 15:05 Filippus prins lagður inn á spítala Filippus prins, hertogi af Edinborg, var í gærkvöldi lagður inn á spítala í Lundúnum vegna ótilgreindra veikinda. 17.2.2021 14:28 Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni. 17.2.2021 13:59 „Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð. 17.2.2021 13:04 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17.2.2021 11:52 Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17.2.2021 10:30 Friðarviðræður í hættu og útlit fyrir umfangsmikla sókn Talibana Ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana í landinu. Vígamenn Talibana hafa komið sér fyrir nærri mörgum borgum landsins og hertekið mikilvægar umferðaræðir. 17.2.2021 10:01 Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17.2.2021 08:13 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17.2.2021 07:55 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17.2.2021 06:55 Þurftu að koma vél Landhelgisgæslunnar í skjól þegar eldfjall fór að gjósa Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að hafa hraðann á síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna byrjaði skyndilega að gjósa. 16.2.2021 21:54 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16.2.2021 18:33 Sjá næstu 50 fréttir
Loka öllum skólum í Kolding og senda alla eldri en tólf ára í skimun Ríkisstjórn Danmerkur hefur fyrirskipað að loka skuli öllum skólum og stofnunum í bænum Kolding á Jótlandi eftir að mikill fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna síðustu daga. 19.2.2021 14:56
Staðráðin í að snúa ekki aftur til konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin Harry og Meghan létu af öllum konunglegum embættisskyldum í byrjun árs í fyrra og hafa því ekki verið fulltrúar drottningarinnar í rúmt ár. 19.2.2021 14:43
Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. 19.2.2021 14:43
Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. 19.2.2021 13:41
Bandaríkin nú formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu á ný Bandaríkin urðu í dag formlegir aðilar að Parísarsamkomulaginu svokallaða á ný, en það miðar að því að draga úr losun ríkja á gróðurhúsalofttegunum til að stemma stigu við loftslagsbreytingar. 107 dagar eru frá því að Bandaríkin gengu formlega úr samstarfinu. 19.2.2021 13:38
Listhaug sækist eftir að leiða Framfaraflokkinn Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust. 19.2.2021 11:56
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19.2.2021 11:30
„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. 19.2.2021 11:06
Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19.2.2021 10:19
Enn víða rafmagnslaust í snævi þaktri Aþenu Þúsundir heimila í grísku höfuðborginni Aþenu búa enn við rafmagnsleysi eftir snjóveður vikunnar. Sífellt fleiri gagnrýna nú ríkisstjórn landsins vegna málsins. 19.2.2021 10:17
Dæmdur til dauða fyrir morð á frönskum fjallgöngumanni Dómstóll í Alsír hefur dæmt mann til dauða vegna mannráns og morðs á frönskum fjallgöngumanni í landinu 2014. 19.2.2021 08:32
Skorar á Evrópu og Bandaríkin að senda bóluefni til fátækari hluta heimsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skorað á Evrópuríkin og Bandaríkin að þau sendi hið fyrsta fimm prósent af öllu bóluefni sem til sé í löndunum til fátækari hluta heimsins. 19.2.2021 07:33
Franskur fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt Georges Tron, fyrrverandi ráðherra, í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, þar af þrjú óskilorðsbundin og tvö skilorðsbundin. 19.2.2021 07:32
Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19.2.2021 07:24
Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. 19.2.2021 00:00
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18.2.2021 21:20
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18.2.2021 20:18
Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18.2.2021 20:01
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18.2.2021 17:00
Jensen stígur til hliðar Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu. 18.2.2021 16:18
Dæmdur fyrir að hósta á lögreglu og hrópa „kóróna“ Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð. 18.2.2021 14:54
Ætla að lenda á Mars í kvöld Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. 18.2.2021 14:01
John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18.2.2021 12:48
Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. 18.2.2021 08:09
Kórónuveirusmitum á Englandi fækkað mikið á einum mánuði Á einum mánuði hefur kórónuveirusmitum á Englandi fækkað um tvo þriðju. Sérfræðingar vara þó við því að skólar verði opnaðir í bráð, því veiran sé nú að dreifa sér hraðast á meðal barna á skólaaldri og yngra fólks. 18.2.2021 07:48
Margfaldur Ólympíufari tekur við embættinu af Mori Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið. 18.2.2021 07:35
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18.2.2021 07:04
Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum. 17.2.2021 20:51
Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17.2.2021 19:31
Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. 17.2.2021 17:53
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17.2.2021 17:01
Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17.2.2021 15:39
Hyggjast smita allt að 90 heilbrigða einstaklinga í rannsóknarskyni Á næstu vikum verður nýju rannsóknarverkefni hrint úr vör þar sem heilbrigðir einstaklingar verða smitaðir af SARS-CoV-2. Tilgangurinn er að kanna betur ónæmisviðbrögð líkamans og hvernig veiran berst á milli einstaklinga. 17.2.2021 15:05
Spilavíti Trumps jafnað við jörðu Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri. 17.2.2021 15:05
Filippus prins lagður inn á spítala Filippus prins, hertogi af Edinborg, var í gærkvöldi lagður inn á spítala í Lundúnum vegna ótilgreindra veikinda. 17.2.2021 14:28
Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni. 17.2.2021 13:59
„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð. 17.2.2021 13:04
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17.2.2021 11:52
Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17.2.2021 10:30
Friðarviðræður í hættu og útlit fyrir umfangsmikla sókn Talibana Ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana í landinu. Vígamenn Talibana hafa komið sér fyrir nærri mörgum borgum landsins og hertekið mikilvægar umferðaræðir. 17.2.2021 10:01
Hafa boðað til kosninga á Grænlandi Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta. 17.2.2021 08:13
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17.2.2021 07:55
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17.2.2021 06:55
Þurftu að koma vél Landhelgisgæslunnar í skjól þegar eldfjall fór að gjósa Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að hafa hraðann á síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna byrjaði skyndilega að gjósa. 16.2.2021 21:54
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16.2.2021 18:33