Fleiri fréttir

Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum.

Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna
Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag.

Nánasti ráðgjafi Johnson hverfur strax á braut
Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins.

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni
Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir árásina í Kuopio
Dómstóll í Finnlandi dæmdi í dag hinn 26 ára Joel Marin í lífstíðarfangelsi fyrir morð á einum og tuttugu tilraunir til morðs í starfsmenntamiðstöð í borginni Kuopio í október á síðasta ári.

Cummings hyggst hætta fyrir árslok
Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok.

Felldu alræmdan vígamann í Malí
Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí.

Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan
Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína.

Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps
Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.

Segja Biden hafa unnið í Arizona
Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.

Alræmdur breskur raðmorðingi látinn af völdum Covid-19
Breski raðmorðinginn Peter Sutcliffe, sem í breskum fjölmiðlum var kallaður Yorkshire Ripper, er látinn. Hann drap þrettán konur hið minnsta á áttunda áratugnum.

Mun áfram stýra landinu næstu fimm árin
Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag.

Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin
Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni.

Amnesty segja fjöldamorð hafa verið framin í Tigray
Tugir og sennilega hundruð óbreyttra liggja í valnum í Tigray héraði í Eþíópíu eftir átök síðustu daga að sögn Amnesty International.

Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni
Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“.

Kennarinn sem flytur senn í Hvíta húsið
Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini.

Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.

Vísuðu dönskum öfgamönnum sem ætluðu að brenna Kóraninn úr landi
Belgísk yfirvöld vísuðu fimm dönskum hægriöfgamönnum úr landi í dag. Þeir eru taldir hafa ætlað að brenna Kóran, helgirit múslima, í hverfi höfuðborgarinnar Brussel þar sem meirihluti íbúa er múslimar. Mennirnir eru sagðir hafa valdið alvarlegri ógn við allsherjarreglu.

Brúin brast í beinni útsendingu
Litlu mátti muna að illa færi þegar brú sem sjónvarpskona og tökumaður stóðu á fór skyndilega í sundur í beinni útsendingu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Miklir vatnavextir hafa fylgt hitabeltisstorminum Eta þar.

Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“.

Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands
Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku.

Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum.

Eitt prósent Ítala með Covid-19
Heilbrigðisstarfsmenn á Ítalíu eiga erfitt með að standast það álag sem er á þeim um þessar mundir vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Fyrrverandi forseti Gana er látinn
Jerry John Rawlings, fyrrverandi forseti Gana, er látinn, 73 ára að aldri.

Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands.

Sjö fórust í þyrluslysi í Egyptalandi
Sjö eru látnir eftir að þyrla alþjóðlegs friðargæsluliðs hrapaði á Sínaí-skaga í Egyptalandi í dag.

Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins
Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað.

Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu
Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni.

Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan.

Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi
Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir.

Einn nánasti samstarfsmaður Johnsons hættir
Lee Cain, samskiptastjóri og einn nánasti samstarfsmaður breska forsætisráðherrans Boris Johnson, mun láta af störfum í næsta mánuði.

Úkraínuforseti fluttur á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits
Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti hefur verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 fyrr í vikunni.

Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju
Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari
Mikil ólga er nú í Armeníu en margir eru afar ósáttir við nýgert vopnahlé í átökunum við Asera vegna Nagorno-Karabakh héraðs. Mótmælendur hafa kallað forsætisráðherrann Nikol Pashinyan svikara sem eigi að segja tafarlaust af sér.

Ron Klain verður starfsmannastjóri Hvíta hússins
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu.

Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi
Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður.

Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum.

Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar
Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær.

Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer.

Danskir minkabændur ósáttir
Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis.

SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða.

Ætla að telja öll atkvæði Georgíu aftur
Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla.

Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni.

Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna.

Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum
Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði.