Fleiri fréttir

Kínverjar slaka á innflutningstollum

Kínverjar ætla að slaka á innflutningstollum sínum og opna efnahagslíf sitt enn meira en þeir hafa lengi verið gagnrýndir fyrir viðskiptahætti sína gagnvart öðrum þjóðum.

Herða á þvingunum gagnvart Íran

Bandaríkjamenn hafa sett enn harðari viðskiptaþvinganir á Íran eftir mikil mótmæli í landinu um helgina sem beindust gegn Bandaríkjunum.

Kusu gegn sjálfstæði frá Frökkum

Íbúar Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa í Kyrrahafinu, kusu í dag gegn því að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Lokaniðurstöður kosninganna voru á þá leið að 56,4 prósent kjósenda voru á móti sjálfstæði, en 43,6 fylgjandi.

Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans

Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári.

Alec Baldwin ákærður fyrir líkamsárás

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa kýlt mann vegna deilu um bílastæði í Greenwich Village hverfinu í New York-borg.

Skar af sér höndina til að fá hlutverk

Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi

„Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz.

Góðar fréttir fyrir Repúblikana

Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær.

Ísland meðsekt kjarnorkuveldunum

Fréttablaðið ræðir við Beatrice Fihn, stjórnanda nóbelsverðlaunasamtakanna ICAN, um baráttuna gegn kjarnorkuvopnum, afstöðu Íslands í málinu og framtíðarhorfur kjarnorkumála í heiminum.

Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast.

Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“

Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður.

Norska ríkisstjórnin heldur velli

Formaður Kristilega þjóðarflokksins ætlar að segja af sér eftir að landsfundarfulltrúar vildu ekki fylgja honum út úr bláu blokkinni svonefndu.

Telja að tvífari Ross sé í London

Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél.

Nýr ráðherra er afar umdeildur

Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn.

Merz líklegur arftaki Merkel

Angela Merkel, kanslari og núverandi formaður, hefur tilkynnt um að hún sækist hvorki eftir endurkjöri til formanns né kanslara.

Fyrsta aftakan með rafmagnsstól í fimm ár

Fangi, sem hafði varið dæmdur til dauða fyrir tvö morð, var tekinn af lífi með rafmagnsstól í Tennessee í gær, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafði synjað beiðni um frestun.

Nærri 60 þúsund farist á flótta

Associated Press rannsakaði fjölda látinna flóttamanna og náði að nærri tvöfalda tölfræðina sem Sameinuðu þjóðirnar hafa birt. Flestir hafa farist á Miðjarðarhafi eða í Evrópu. Alls um 30 þúsund. 

Ekkert gengur hjá Macron

Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið.

Meðferð við legslímuflakki í augsýn

Rannsókn vísindamannanna, sem birt var í vísindaritinu Stem Cell Report í gær, sýnir fram á að hægt er að hagnýta fjölhæfar stofnfrumur til að koma í stað frumna í legi kvenna sem valda sjúkdóminum.

Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið

Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló.

Sjá næstu 50 fréttir