Erlent

Náði mynd af andliti í Norðurljósunum

Sérð þú andlit mótað í Norðurljósunum? Hægt er að smella á myndinni til að sjá hana stærri.
Sérð þú andlit mótað í Norðurljósunum? Hægt er að smella á myndinni til að sjá hana stærri.
Hinn tuttugu og fimm ára gamli ljósmyndari, Jonathan Tucker, náði ótrúlegri mynd af Norðurljósunum á dögunum. Tucker var staddur í Kanada þegar hann tók myndina en þegar hann kom heim tók hann eftir því að andlit sést mótað í ljósunum. Myndin var tekin í Yukon en á henni sést mótað fyrir nefi, kinnum og munni í grænu ljósunum.

„Þegar þú skoðar myndina sérðu greinilega sterka andlitsdrætti, eins og nef, augu og kinnar. Andlitið virðist einnig vera með hár en fyrir mér er eins og það sé brosandi. Ég var í sjokki þegar ég skoðaði þetta," sagði Tucker við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×