Erlent

Versti bylur í manna minnum skellur á Seattle

Íbúar við norðvestanverða Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir versta byl sem skollið hefur á svæðinu í heila kynslóð.

Reiknað er með að snjókoman á þessu svæði í dag jafngildi yfir 60 sentimetrum af jafnföllnum snjó. Ástandið verður einna verst í kringum borgina Seattle en ráðamenn þar óttast að bylurinn muni loka flugvelli borgarinnar.

Yfirvöld í Kanda fylgjast einnig með framvindu mála en hugsanlegt er að bylurinn nái einnig inn til Bresku Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×