Erlent

Fundu höfuð af manni undir Hollywood skiltinu

Afhoggið höfuð fannst á göngustíg sem liggur upp að hinu heimsfræga Hollywood skilti í hlíðunum fyrir ofan Los Angeles. Lögreglan í borginni reynir nú að finna út af hverjum höfuðið er en um mann á fimmtugsaldri er að ræða. Konur sem voru að viðra hundana sína gengu fram á höfuðið í gær.

Höfuðið fannst nærri þeim stað þar sem illa útleikið líkið af smástirninu Elizabeth Short fannst árið 1947.

Það mál leystist aldrei og hefur ávallt verið kennt við „Svörtu Dalíuna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×