Erlent

Stúlka þóttist vera piltur - reyndi að sænga hjá vinkonum sínum

Gemma hefur ákærð fyrir kynferðisárás og svik en mál hennar verður tekið fyrir á næstu vikum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Gemma hefur ákærð fyrir kynferðisárás og svik en mál hennar verður tekið fyrir á næstu vikum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AFP
Nítján ára gömul stúlka í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að hafa platað vinkonur sínar til að stunda kynlíf með sér. Stúlkan lifði tvöföldu lífi og þóttist vera piltur þegar atvikin áttu sér stað.

Á tímapunkti notaðist Gemma Barker frá Staines við þrjú hliðarsjálf. Gervin þóttu svo sannfærandi að henni tókst að eiga náin kynni við tvær vinkonur sínar.

Gemma var í hlutverki Aaron Lampard þegar hún var handtekin vegna gruns um kynferðisárás. Lögreglumenn í Staines komust síðan að hinu sanna þegar Gemma var látin hafa fataskipti í fangelsinu.

Saksóknari greindi frá því að Gemma hafi stofnað Facebook-síður fyrir hliðarsjálf sín. Hún þróaði einnig mismunandi fatastíla fyrir gervin.

Gemma hefur ákærð fyrir kynferðisárás og svik en mál hennar verður tekið fyrir á næstu vikum.

Í vitnisburði fórnarlambanna kemur fram að Gemma hafi verið með ólíkindum sannfærandi - hún hafi talað og gengið eins og piltur. Ein frásögnin hefur þó vakið sérstaka athygli.

Eitt fórnarlambanna lýsti því þegar hún fjarlægði hatt af höfði Gemmu er hún svaf. Hún sagðist hafa áttað sig á pilturinn væri í raun kærasti vinkonu sinnar. Gemma hafði einnig táldregið hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×