Fleiri fréttir

Russel Crowe dregur ummæli um umskurði til baka

Ástralski stórleikarinn Russell Crowe hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Twitter-síðu sinni um umskurði sem hann sagði bæði heimskulega og villimannslega. Síðar sagði hann rangt að halda því fram að umskurðir stuðli að hreinlæti. Ummælin vöktu talsverð viðbrögð og það var þá sem leikarinn baðst afsökunar og sagðist ekki hafa ætlað með yfirlýsingum sínum að særa eða móðga fólk.

Baráttumaður myrtur í Brasilíu

Enn einn baráttumaðurinn gegn ólögmætu skógarhöggi í Amazon skóginum fannst myrtur í gær. Um er að ræða 31 árs gamlan karlmann sem var skotinn í höfuðið, en síðast sást til mannsins eiga í útistöðum við nokkra skógarhöggsmenn.

Idol-keppandi handtekin fyrir að kýla eiginmann sinn í andlitið

Idol keppandinn sem brjálaðist eftir að hafa ekki komist í 24 manna úrslit í síðustu þáttaröð var handtekin í gærkvöldi eftir að lögreglumaður sá hana kýla eiginmann sinn nokkrum sinnum í andlitið á almannafæri í bænum Maine í Portland.

Spelling reyndi að flýja en ók á vegg

Bandaríska leikkonan Tori Spelling lenti í umferðaróhappi í gær þegar hún reyndi að stinga paparazzi ljósmyndara af, en hún var þá á leið með syni sína tvo í leikskóla. Það tókst ekki betur en svo að hún ók bíl sínum á skólabygginguna. Engin slasaðist við áreksturinn.

Harðskeyttir hakkarar

Tölvuþrjótar hafa verið athafnasamir undanfarna daga og ráðist á tölvukerfi og heimasíður fjölmargra fyrirtækja og opinbera stofnana.

Frambjóðendur repúblikana gagnrýndu Obama

Kosningabarátta Rebúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2012 hófst í gær þegar fram fóru sjónvarpskappræður þar sem núverandi forseti var harðlega gagnrýndur.

Tracy Morgan biðst afsökunar á ummælum um homma og lesbíur

30 Rock stjarnan Tracy Morgan hefur beðist afsökunar Á ummælum sem hann viðhafði nýverið um samkynhneigða. Ummælin féllu þegar hann hélt uppistand í Nashville en þá sagði sjónvarpsstjarnan samkynheigð vera val og að hommar og lesbíur ættu að hætta að vera svona miklir aumingjar.

Heilsu danskra karlmanna hrakar

Heilsu danskra karlmanna hrakar samanborið við kynbræður þeirra í öðrum Evrópulöndum. Þeir hafa þyngst að meðaltali meira en aðrir á undanförnum árum og þá hefur tíðni sykursýki 2, sem einnig er kölluð fullorðinssykursýki, aukist meðal danskra karlmanna.

Aska truflar flugumferð í Afríku

Aska frá eldfjalli í Eritreu truflar nú flugumferð í norðausturhluta Afríku og er þýska flugfélagið Lufthansa meðal þeirra flugfélaga sem hafa þurft að fella niður flug. Elfjallið byrjaði að gjósa í gær en um 150 ár eru frá seinasta gosi.

Réttað yfir fyrrverandi forseta Túnis

Réttarhöld yfir Zine Ben Ali, fyrrverandi forseta Túnis, hefjast í næstu viku. Bráðabirgðar forsætisráðherra landsins segir að Ben Ali verðI ekki viðstaddur réttarhöldin en hann flúði ásamt fjölskyldu sinni til Saudi-Arabíu í janúar eftir umfangsmikil mótmæli í Túnis. Forsetinn fyrrverandi er ásakaður er um að hafa staðið fyrir morðum á mótmælendum og stolið háum fjármuni úr opinberum sjóðum. Allt lítur út fyrir að Sádar ætli ekki að framselja Ben Ali til Túnis.

Nær helmingur atvinnulaus á Gaza

Atvinnuleysi á Gaza-ströndinni mældist 45,2% um áramótin, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er eitt hæsta hlutfall atvinnulausra í heiminum.

Norðmenn varaðir við aurskriðum

Íbúar í Guðbrandsdal í Noregi eru beðnir um að hafa varan á því hætta er á aurskriðum nú þegar flóðin sem þar hafa geisað eru í rénum. Milljarðatjón hefur orðið í hamförunum.

Berlusconi beið pólitískan ósigur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, beið mikinn pólitískan ósigur í gær þegar Ítalar felldu úr gildi lög ríkisstjórnar hans um kjarnorku, einkavæðingu og friðhelgi ráðherra.

Erdogan er maðurinn

Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, náði hreinum meirihluta í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og 326 þingsæti af 550. Réttlætis- og þróunarflokkurinn hefur verið við völd í Tyrklandi frá árinu 2003 eða í tvö kjörtímabil. Flokkurinn vill breyta stjórnarskrá landsins til að auka lýðræði en stjórnarskráin sem nú er í gildi var skrifuð eftir að herinn tók völdin árið 1980.

Mikil skelfing í Christchurch

Að minnsta kosti 50 slösuðust í tveimur jarðskjálftum við borgina Christchurch á Nýja Sjálandi í morgun. Fyrri skjálfinn mældist 5,2 stig og sá seinni 6 stig.

Þjóðverjar styðja uppreisnarmenn

Ríkisstjórn Þýskalands lýsti í dag yfir stuðningi við Líbíska þjóðarráðið, bandalag uppreisnarmanna. Enn geisa hörð átök í Líbíu og er ekkert fararsnið á Moammar Gaddafi.

Aðstoðaði Ísbarónessuna sem reyndist vera eftirlýstur morðingi

Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan.

Stjórnarherinn segist hafa hrundið árás uppreisnarmanna

Stjórnvöld í Líbíu segjast hafa hrundið árás uppreisnarmanna á bæinn Zawiya í vesturhluta landsins. Harðir bardagar hafa geysað um bæinn undanfarnar vikur en bærinn er um 30 kílómetra fyrir vestan Trípolí, höfuðborg landsins. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa látið lífið í átökunum en fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að mannfall í röðum uppreisnarmanna sé töluvert.

Flug fellur niður vegna gosösku

Nánast allt flug liggur niðri í Ástralíu og á Nýja Sjálandi vegna gosösku. Búist er við áframhaldandi röskun á flugi í Eyjaálfu næstu daga. Askan úr sílenska eldfjallinu Puyehue-Cordon Caulle raskar nú flugi í Eyjaálfu annan daginn í röð.

Handtekinn með sprengiefni

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 27 ára karlmann eftir að hálft kíló af sprengiefni fannst í bíl mannsins. Við nánari leit fundust einnig þrír rifflar og þrjár haglabyssur í bílnum. Maðurinn var stöðvaður við reglubundið umferðareftirlit en stór sprunga var í framrúðu bílsins.

Flokkur forsætisráðherrans sigraði

Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, vann stórsigur í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og hreinan meirihluta á þingi. Flokkurinn fékk 325 þingsæti af 550 sem dugar þó ekki til að hann geti gert einhliða breytingar á stjórnarskrá landsins.

Ekkert salt á veitingastöðum

Heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, vinna þessa dagana að því að sporna við háum blóðþrýstingi borgarbúa og hyggjast í þeim tilgangi gripa til þess ráðs að láta fjarlægja alla saltstauka af borðum veitingahúsa í borginni.

Keppir við gróna háskóla

Hópur fræðimanna í Bretlandi hefur stofnað nýjan háskóla í London, The New College of the Humanities, sem á að keppa við háskólana Oxford og Cambridge.

Skotárás í Svíþjóð

Einn maður lést og annar berst nú fyrir lífi sínu eftir skotárás í bænum Åkersberga í Svíþjóða en bærinn er rétt fyrir utan Stokkhólm.

Minnsti maður í heimi 18 ára

Hinn filipeyski Junrey Balawing ætlar að fagna í dag með því að drekka bjór úr glasi sem er næstum jafn stórt honum sjálfum. Tilefnið er átján ára afmæli piltsins sem nú má formlega fá sér bjórsopa.

Les Paul gítarinn áfram á Google

Margir netnotendur brostu út að eyrum síðastliðinn fimmtudag þegar þeir sáu hverju Google hafði tekið upp á í tilefni af 96 ára afmæli tónlistar- og uppfinningamannsins Lester William Polsfuss, betur þekktur undir nafninu Les Paul.

5000 druslur í London

Skipuleggjendur "druslugöngunnar" í London segja að hátt í 5.000 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag en þar mátti sjá konur arka um strætin í netasokkabuxum og brjóstarhöldurum, undir slagorðum á borð við "Brjóstaskora er ekki samþykki".

Sökudólgurinn í E. coli faraldrinum fundinn

"Það eru baunaspírurnar". Þetta segir Reinard Burger, yfirmaður þýsku smitsjúkdómamiðstöðvarinnar en E. coli faraldurinn í Norður-Þýskalandi hefur verið rakinn til baunaspírubúgarðs nærri Hamburg.

Flóttamenn streyma til Tyrklands

Að minnsta kosti 4.300 manns hafa nú flúið ofbeldið í Sýrlandi og leitað skjóls í Tyrklandi en 32 týndu lífinu í átökum þar í landi síðastliðinn föstudag. Rauntala flóttamanna er þó talin mun hærri en opinberar tölur segja til um þar sem margir hafi komist óséðir yfir landamærin.

Öskuskýið frá Chile stöðvar flug í Nýja Sjálandi

Puyehue-eldfjallið sem nú gýs í Chile hefur valdið töluverðum truflunum á flugi í Argentínu, Úrúgvæ og hluta Brasilíu undanfarna daga, en nú lítur út fyrir að öskuskýið úr fjallinu sé farið að teygja sig vestur til Nýja Sjálands.

Siðlausar og ólöglegar aðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi

Fjöldi fólks hefur flúið frá Sýrlandi til Tyrklands frá því á miðvikudagskvöld. Óttast er að árás á borgina Jisr al-Shughour sé yfirvofandi. Stjórnvöld segja að þar hafi vopnaðir hópar uppreisnarmanna drepið yfir 120 öryggissveitarmenn.

Játaði morð eftir 65 ár

Níutíu og sex ára gömul hollensk kona hefur játað á sig morð sem hún framdi árið 1946. Það var fyrsta heila friðarárið eftir síðari heimsstyrjöldina og uppgjör við föðurlandssvikara og stríðsglæpamenn í fullum gangi.

Brown stýrði samsæri gegn Blair

Aðeins nokkrum vikum eftir þingkosningarnar árið 2005 hóf Gordon Brown, sem þá var fjármálaráðherra, herferð gegn Tony Blair forsætisráðherra ásamt nánum samstarfsmönnum sínum.

Með ferðamenn niður að Titanic

Ferðaskrifstofan Bluefish ætlar að hefja köfunarferðir með ferðamenn niður að flakinu af risaskipinu Titanic sem sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912. Skipið liggur á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi og farið verður niður að því í sérsmíðuðum dvergkafbáti.

NATO sendir ekki hermenn inn í Líbíu

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) telja að góður árangur hafi náðst með loftárásum á herafla Líbíu á síðustu tveimur mánuðum. NATO mun halda áfram loftárásum sínum eins lengi og þurfa þykir, sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins, á fundi með fjölmiðlafólki í höfuðstöðvum NATO í Brussel.

Ætlar að skrifa áfram í blaðið

Bill Keller, aðalritstjóri bandaríska stórblaðsins The New York Times, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu nú í september. Keller, sem verður 62 ára í ár, mun áfram skrifa í blaðið.

Danir orðnir uppiskroppa með sprengjur í Líbýu

Danski flugherinn hefur verið áberandi í loftárásum NATO á skotmörk í Líbýu. Nú er svo komið að Danirnir eru orðnir uppiskroppa með sprengjur þær sem þeir nota í herþotum sínum til árásanna.

Sjá næstu 50 fréttir