Fleiri fréttir Hótel mamma vaxandi vandamál í Evrópu Margir foreldrar eiga erfitt með að sjá á eftir börnum sínum út í lífið þegar þau flytja af heiman. Það er þó ekki raunin alls staðar því víða í Evrópu er það vandamál hvað afkvæmin eru þaulsetin í heimahögunum. 28.4.2011 08:34 Brúðkaupsæði í Japan eftir jarðskjálftann Sérkennilegar afleiðingar í Japan eftir jarðskjálftann í mars síðastliðnum, er brúðskaupsæði sem virðist hafa gripið þjóðina samkvæmt CNN sjónvarpsstöðinni. 28.4.2011 08:29 Deilt um yfirlýsingu vegna ofbeldis í Sýrlandi Óeining er innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð vegna árása öryggissveita í Sýrlandi á mótmælendur. Hundruð manna hafa fallið í árásum öryggissveitanna undanfarnar vikur. Rússar eru sagðir standa í vegi fyrir aðgerðum að hálfu Sameinuðu þjóðanna. 28.4.2011 08:23 Fatah og Hamas semja um bráðabirgðastjórn Skriður er kominn á samningaumleitanir milli Fatah hreyfingar Abbasar forseta Palestínu á Vesturbakkanum og Hamas hreyfingarinnar á Gaza, að sögn Sveins Rúnars Haukassonar formanns samtakanna Ísland-Palestína. 28.4.2011 08:18 David Petraeus verður yfirmaður CIA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hershöfðinginn David Petraeus yrði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 28.4.2011 08:10 Treysta á eftirlitsmyndavélar Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavélum komi þeim á sporið. 28.4.2011 05:30 Tekur við af Dalaí Lama Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntaður í Harvard, verður forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbeta. 28.4.2011 03:00 Obama stokkar upp í yfirstjórn hermála Talið er að miklar mannabreytingar verði í yfirstjórn Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA í sumar í tengslum við varnarmálaráðherraskipti, sem fyrirhuguð eru þegar Robert Gates hættir. 28.4.2011 01:30 Tortímandinn snýr aftur - orðinn 63 ára Arnold Schwarzenegger fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, hefur samþykkt að snúa aftur í hlutverki vélmennisins í Terminator í fimmta skiptið. Þetta er í það minnsta fullyrt á heimasíðunni deadline.com. Þar segir að leikstjórinn verði Justin Lin, sem gerði Fast&Furious 5. Arnold, sem margoft hefur sagst ætla að snúa aftur, er orðinn 63 ára gamall og verður forvitnilegt að sjá hann skella sér í leðurdressið enn einu sinni. 27.4.2011 23:47 Trúarleiðtogi jarðsettur í glerkistu - jarðarförin í beinni Indverski trúarleiðtoginn Sathya Sai Baba var jarðaður í dag, eftir að lík hans hafði verið til sýnis við trúarhof hans í þrjá daga. Sai Baba var 84 ára gamall en hann lést á sunnudag eftir langvinn veikindi. Samkvæmt siðum hindúa eru þeir yfirleitt brenndir eftir andlátið. Heilagir menn, hins vegar, eru jarðsettir. Fréttastofan Sky News greinir frá því að þúsundir hafi vottað Sai Baba virðingu sína við jarðarförina, þar á meðal trúarleiðtogar annarra trúarbragða, svo sem kristni og íslam, sem héldu þar tölu. Athöfnin hófst hins vegar á því að 21 hermaður skaut af byssu, Sai Baba til heiðurs. Henni var sjónvarpað í beinni útsendingu Sai Baba var jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Puttaparthi sem er um 200 kílómetra norður af Bangalore. Hann var einhleypur og barnlaus þegar hann lést. 27.4.2011 15:24 Birtu fæðingarvottorð Obama Hvíta húsið gaf í dag út afrit af fæðingarvottorði Baracks Obama. Með þessu vilja forsvarsmenn Hvíta hússins reyna að stöðva kjaftasögur þess efnis að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum. 27.4.2011 15:14 Eldingu laust niður í fótboltavöll - níu slasaðir Að minnsta kosti níu einstaklingar eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að eldingu laust niður í fótboltavöll í bænum Portage í Michigan í Bandaríkjunum. 27.4.2011 11:14 Húðflúraði 305 þjóðfána á líkama sinn Indverjinn Har Prakash komst í Heimsmetabók Guinnes á dögunum fyrir að vera með flesta þjóðfána húðflúraða á líkama sinn. 27.4.2011 10:40 Pólitískur arftaki Dalai Lama kjörinn Lobsang Sangay var kjörinn forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbets, en landið er á valdi Kína. 27.4.2011 09:00 Sá sem fann upp lesvélina er látinn Bandaríski verkfræðingurinn Hubert Schlafly er látinn, 91 árs að aldri, en hann fann upp Teleprompterinn eða lesvélina. 27.4.2011 08:34 187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum. 27.4.2011 08:28 Termítar átu milljónir á Indlandi Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið. 27.4.2011 08:18 Fann 500 ára gamla bók á háaloftinu Bandarískur maður fann fimm hundruð ára gamla þýska bók á háaloftinu heima hjá sér. Í ljós kom að bókin hafði verið á háaloftinu í tugi ára. 27.4.2011 08:08 Sonur lögreglumanns ákærður fyrir að kveikja í lögregluskóla Fjórir danskir menn á aldrinum 20 til 23 ára voru í gær ákærðir fyrir að reyna að kveikja í lögregluskóla í Kaupmannahöfn. 27.4.2011 08:03 SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot. 27.4.2011 07:54 Gasleiðslur sprengdar í loft upp Gasleiðslur í Sínaí héraðinu í Egyptalandi voru sprengdar í loft upp af vopnuðu gengi í dag. 27.4.2011 07:06 Hætt að prófa úr bók leiðtoga Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar. 27.4.2011 03:45 Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. 27.4.2011 01:00 Þrír farþegar í sömu vél unnu bíl í skafmiðaleik Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hafið rannsókn á því hvernig það gat gerst að þrír farþegar um borð í sömu vélinni á leið til Madríd unnu stærsta vinninginn í skafmiðahappdrætti félagsins. 26.4.2011 22:30 Gengur betur án ríkisstjórnar Belgar náðu í dag áfanga sem þeir fagna raunar ekkert sérstaklega. Áfanginn er sá að engin ríkisstjórn hefur verið í landinu í heilt ár. 26.4.2011 16:56 Tony Blair er ekki boðið Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin. 26.4.2011 16:23 Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu. 26.4.2011 13:57 Önnur skipalest til Gaza strandarinnar Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela. 26.4.2011 13:39 Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten. 26.4.2011 10:32 Troy Davis bíður enn aftöku Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis. Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki. Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn. Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna. http://www.amnesty.is/undirskriftir 26.4.2011 10:05 Hárþjófa leitað Lögreglan í Chicago leitar þjófa sem brutust inn í vöruskemmu í eigu snyrtifyrirtækis og stálu miklu magni af hári. 26.4.2011 08:45 Safna fyrir skýli í Úkraínu Forseti Úkraínu hefur beðið um fjárhagslega aðstoð til þess að byggja skýli í kringum kjarnaofnana í Tsjernóbýl. 26.4.2011 08:41 Jarðskjálfti í Indónesíu Talsverð skelfing greip um sig í nótt þegar jarðskjálfti skók jörðu í Indónesíu. Samkvæmt bandarískum vísindamönnum mældist jarðskjálftinn um 5,4 á richter. Upptök hans voru neðansjávar, um 140 kílómetra frá borginni Cirebon. 26.4.2011 08:40 Gengið til kosninga í Nígeríu í skugga ofbeldis Íbúar Nígeríu ganga til kosninga í dag en þegar hafa forsetakosningar farið fram. Þær sigraði Goodluck Jonathan, sem er kristinn, en andstæðingur hans var múslimi. 26.4.2011 08:39 Vara bandaríska ríkisborgara í Sýrlandi við Bandarísk stjórnvöld hvetja bandarískra þegna í Sýrlandi að yfirgefa landið hið allra fyrsta. Mikil átök eru á milli mótmælenda og stjórnvalda í Sýrlandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að sefa mótmælendur meðal annars með því að aflétta herlögum sem voru í gildi í áratugi. 26.4.2011 08:12 20 börn í Guantanamó Meðal þeirra hundrað og fimmtíu manna sem sátu saklausir í hinu alræmda Guantanamó fangelsi á Kúbu voru 20 börn samkvæmt leyniskjölum Wikileaks. 26.4.2011 08:09 Dingó-hundar meiddu barn í Ástralíu Stjórnvöld í Queensland í Ástralíu ætla að lóga tveimur Dingó-hundum sem réðust á þriggja ára stúlkubarn á strönd á Fraser eyju í gær. 26.4.2011 08:03 Jimmy Carter kominn til Norður-Kóreu Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Norður-Kóreu í dag ásamt föruneyti til þess að hefja samningaviðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un. 26.4.2011 08:00 Japanskir bændur mótmæla vegna geislamengunar Rúmlega 200 bændur sem búa í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima, komu saman með hjörð af nautgripum í Tokýó í dag, og kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti þeim skaða af geislamengun frá kjarnorkuverinu. 26.4.2011 07:58 Ítalir taka þátt í hernaði gegn Líbíu Ítalir hafa samþykkt að taka þátt í hernaðinum í Líbíu. Það var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta þetta í gær. 26.4.2011 07:57 Stjórnvöld Sri Lanka sökuð um stríðsglæpi Í skýrslu sem gerð var fyrir Sameinuðu þjóðirnar koma fram ásakanir um að stjórnvöld á Sri Lanka hafi framið stríðsglæpi árið 2009. Þá eru Tamíl tígrar sakaðir um að nota almenning sem mennska skildi. 26.4.2011 07:44 Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. 26.4.2011 03:15 Krókódíll inni á klósetti Kona í Flórída fékk vægt sjokk þegar hún kom heim til sín og fann stærðarinnar krókódíl inni á klósetti. Kvikindið hafði troðið sér inn um litla hurð sem ætluð er heimilisköttunum og hafði komið sér vel fyrir inni á klósetti. Konan rauk út úr íbúðinni og hringdi á lögregluna en hún óttaðist um kettina sína tvo. Krókódíllinn hafði þó fúlsað við kisunum sem voru heilar á húfi en þó nokkuð skelkaðar. Króksi var síðan handsamaður og fluttur út í fenin sem umlykja bæinn. 25.4.2011 23:00 Ofurhugi lést þegar fallbyssuskot fór úrskeiðis Breskur ofurhugi lét lífið í dag þegar hann lét skjóta sér út úr fallbyssu í skemmtigarði í Kent sýslu á Englandi. Öryggisnet sem átti að taka fallið af manninum brást með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á spítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Atriðið var hluti af ofurhugasýningu sem haldið hefur verið úti frá árinu 1991. Öllum sýningum hópsins hefur nú verið frestað uns rannsókn fer fram á slysinu. 25.4.2011 22:30 Lífvörður hraunaði yfir Kate Middleton á Facebook Hinn átján ára gamli Cameron Reilly, sem er í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar, verður ekki á meðal lífvarða þeirra Vilhjálms krónprins og Kate Middleton þegar þau ganga í það heilaga eins og stóð til. Ástæðan er sú að hann fór miður fögrum orðum yfir krónprinsessuna tilvonandi á Facebook síðu sinni. Hann var ekki ánægður með stúlkuna sem honum fannst sína sér litla virðingu á dögunum: „Hún og Vilhjálmur keyrðu fram hjá mér á föstudaginn var og eina sem ég fékk var smá vink á meðan hún horfði í hina áttina. Heimska snobbaða belja, ég er greinilega ekki nógu góður fyrir hana!“ 25.4.2011 17:18 Sjá næstu 50 fréttir
Hótel mamma vaxandi vandamál í Evrópu Margir foreldrar eiga erfitt með að sjá á eftir börnum sínum út í lífið þegar þau flytja af heiman. Það er þó ekki raunin alls staðar því víða í Evrópu er það vandamál hvað afkvæmin eru þaulsetin í heimahögunum. 28.4.2011 08:34
Brúðkaupsæði í Japan eftir jarðskjálftann Sérkennilegar afleiðingar í Japan eftir jarðskjálftann í mars síðastliðnum, er brúðskaupsæði sem virðist hafa gripið þjóðina samkvæmt CNN sjónvarpsstöðinni. 28.4.2011 08:29
Deilt um yfirlýsingu vegna ofbeldis í Sýrlandi Óeining er innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð vegna árása öryggissveita í Sýrlandi á mótmælendur. Hundruð manna hafa fallið í árásum öryggissveitanna undanfarnar vikur. Rússar eru sagðir standa í vegi fyrir aðgerðum að hálfu Sameinuðu þjóðanna. 28.4.2011 08:23
Fatah og Hamas semja um bráðabirgðastjórn Skriður er kominn á samningaumleitanir milli Fatah hreyfingar Abbasar forseta Palestínu á Vesturbakkanum og Hamas hreyfingarinnar á Gaza, að sögn Sveins Rúnars Haukassonar formanns samtakanna Ísland-Palestína. 28.4.2011 08:18
David Petraeus verður yfirmaður CIA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hershöfðinginn David Petraeus yrði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 28.4.2011 08:10
Treysta á eftirlitsmyndavélar Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavélum komi þeim á sporið. 28.4.2011 05:30
Tekur við af Dalaí Lama Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntaður í Harvard, verður forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbeta. 28.4.2011 03:00
Obama stokkar upp í yfirstjórn hermála Talið er að miklar mannabreytingar verði í yfirstjórn Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA í sumar í tengslum við varnarmálaráðherraskipti, sem fyrirhuguð eru þegar Robert Gates hættir. 28.4.2011 01:30
Tortímandinn snýr aftur - orðinn 63 ára Arnold Schwarzenegger fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, hefur samþykkt að snúa aftur í hlutverki vélmennisins í Terminator í fimmta skiptið. Þetta er í það minnsta fullyrt á heimasíðunni deadline.com. Þar segir að leikstjórinn verði Justin Lin, sem gerði Fast&Furious 5. Arnold, sem margoft hefur sagst ætla að snúa aftur, er orðinn 63 ára gamall og verður forvitnilegt að sjá hann skella sér í leðurdressið enn einu sinni. 27.4.2011 23:47
Trúarleiðtogi jarðsettur í glerkistu - jarðarförin í beinni Indverski trúarleiðtoginn Sathya Sai Baba var jarðaður í dag, eftir að lík hans hafði verið til sýnis við trúarhof hans í þrjá daga. Sai Baba var 84 ára gamall en hann lést á sunnudag eftir langvinn veikindi. Samkvæmt siðum hindúa eru þeir yfirleitt brenndir eftir andlátið. Heilagir menn, hins vegar, eru jarðsettir. Fréttastofan Sky News greinir frá því að þúsundir hafi vottað Sai Baba virðingu sína við jarðarförina, þar á meðal trúarleiðtogar annarra trúarbragða, svo sem kristni og íslam, sem héldu þar tölu. Athöfnin hófst hins vegar á því að 21 hermaður skaut af byssu, Sai Baba til heiðurs. Henni var sjónvarpað í beinni útsendingu Sai Baba var jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Puttaparthi sem er um 200 kílómetra norður af Bangalore. Hann var einhleypur og barnlaus þegar hann lést. 27.4.2011 15:24
Birtu fæðingarvottorð Obama Hvíta húsið gaf í dag út afrit af fæðingarvottorði Baracks Obama. Með þessu vilja forsvarsmenn Hvíta hússins reyna að stöðva kjaftasögur þess efnis að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum. 27.4.2011 15:14
Eldingu laust niður í fótboltavöll - níu slasaðir Að minnsta kosti níu einstaklingar eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að eldingu laust niður í fótboltavöll í bænum Portage í Michigan í Bandaríkjunum. 27.4.2011 11:14
Húðflúraði 305 þjóðfána á líkama sinn Indverjinn Har Prakash komst í Heimsmetabók Guinnes á dögunum fyrir að vera með flesta þjóðfána húðflúraða á líkama sinn. 27.4.2011 10:40
Pólitískur arftaki Dalai Lama kjörinn Lobsang Sangay var kjörinn forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbets, en landið er á valdi Kína. 27.4.2011 09:00
Sá sem fann upp lesvélina er látinn Bandaríski verkfræðingurinn Hubert Schlafly er látinn, 91 árs að aldri, en hann fann upp Teleprompterinn eða lesvélina. 27.4.2011 08:34
187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum. 27.4.2011 08:28
Termítar átu milljónir á Indlandi Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið. 27.4.2011 08:18
Fann 500 ára gamla bók á háaloftinu Bandarískur maður fann fimm hundruð ára gamla þýska bók á háaloftinu heima hjá sér. Í ljós kom að bókin hafði verið á háaloftinu í tugi ára. 27.4.2011 08:08
Sonur lögreglumanns ákærður fyrir að kveikja í lögregluskóla Fjórir danskir menn á aldrinum 20 til 23 ára voru í gær ákærðir fyrir að reyna að kveikja í lögregluskóla í Kaupmannahöfn. 27.4.2011 08:03
SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot. 27.4.2011 07:54
Gasleiðslur sprengdar í loft upp Gasleiðslur í Sínaí héraðinu í Egyptalandi voru sprengdar í loft upp af vopnuðu gengi í dag. 27.4.2011 07:06
Hætt að prófa úr bók leiðtoga Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar. 27.4.2011 03:45
Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. 27.4.2011 01:00
Þrír farþegar í sömu vél unnu bíl í skafmiðaleik Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hafið rannsókn á því hvernig það gat gerst að þrír farþegar um borð í sömu vélinni á leið til Madríd unnu stærsta vinninginn í skafmiðahappdrætti félagsins. 26.4.2011 22:30
Gengur betur án ríkisstjórnar Belgar náðu í dag áfanga sem þeir fagna raunar ekkert sérstaklega. Áfanginn er sá að engin ríkisstjórn hefur verið í landinu í heilt ár. 26.4.2011 16:56
Tony Blair er ekki boðið Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin. 26.4.2011 16:23
Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu. 26.4.2011 13:57
Önnur skipalest til Gaza strandarinnar Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela. 26.4.2011 13:39
Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten. 26.4.2011 10:32
Troy Davis bíður enn aftöku Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis. Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki. Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn. Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna. http://www.amnesty.is/undirskriftir 26.4.2011 10:05
Hárþjófa leitað Lögreglan í Chicago leitar þjófa sem brutust inn í vöruskemmu í eigu snyrtifyrirtækis og stálu miklu magni af hári. 26.4.2011 08:45
Safna fyrir skýli í Úkraínu Forseti Úkraínu hefur beðið um fjárhagslega aðstoð til þess að byggja skýli í kringum kjarnaofnana í Tsjernóbýl. 26.4.2011 08:41
Jarðskjálfti í Indónesíu Talsverð skelfing greip um sig í nótt þegar jarðskjálfti skók jörðu í Indónesíu. Samkvæmt bandarískum vísindamönnum mældist jarðskjálftinn um 5,4 á richter. Upptök hans voru neðansjávar, um 140 kílómetra frá borginni Cirebon. 26.4.2011 08:40
Gengið til kosninga í Nígeríu í skugga ofbeldis Íbúar Nígeríu ganga til kosninga í dag en þegar hafa forsetakosningar farið fram. Þær sigraði Goodluck Jonathan, sem er kristinn, en andstæðingur hans var múslimi. 26.4.2011 08:39
Vara bandaríska ríkisborgara í Sýrlandi við Bandarísk stjórnvöld hvetja bandarískra þegna í Sýrlandi að yfirgefa landið hið allra fyrsta. Mikil átök eru á milli mótmælenda og stjórnvalda í Sýrlandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að sefa mótmælendur meðal annars með því að aflétta herlögum sem voru í gildi í áratugi. 26.4.2011 08:12
20 börn í Guantanamó Meðal þeirra hundrað og fimmtíu manna sem sátu saklausir í hinu alræmda Guantanamó fangelsi á Kúbu voru 20 börn samkvæmt leyniskjölum Wikileaks. 26.4.2011 08:09
Dingó-hundar meiddu barn í Ástralíu Stjórnvöld í Queensland í Ástralíu ætla að lóga tveimur Dingó-hundum sem réðust á þriggja ára stúlkubarn á strönd á Fraser eyju í gær. 26.4.2011 08:03
Jimmy Carter kominn til Norður-Kóreu Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Norður-Kóreu í dag ásamt föruneyti til þess að hefja samningaviðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un. 26.4.2011 08:00
Japanskir bændur mótmæla vegna geislamengunar Rúmlega 200 bændur sem búa í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima, komu saman með hjörð af nautgripum í Tokýó í dag, og kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti þeim skaða af geislamengun frá kjarnorkuverinu. 26.4.2011 07:58
Ítalir taka þátt í hernaði gegn Líbíu Ítalir hafa samþykkt að taka þátt í hernaðinum í Líbíu. Það var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta þetta í gær. 26.4.2011 07:57
Stjórnvöld Sri Lanka sökuð um stríðsglæpi Í skýrslu sem gerð var fyrir Sameinuðu þjóðirnar koma fram ásakanir um að stjórnvöld á Sri Lanka hafi framið stríðsglæpi árið 2009. Þá eru Tamíl tígrar sakaðir um að nota almenning sem mennska skildi. 26.4.2011 07:44
Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. 26.4.2011 03:15
Krókódíll inni á klósetti Kona í Flórída fékk vægt sjokk þegar hún kom heim til sín og fann stærðarinnar krókódíl inni á klósetti. Kvikindið hafði troðið sér inn um litla hurð sem ætluð er heimilisköttunum og hafði komið sér vel fyrir inni á klósetti. Konan rauk út úr íbúðinni og hringdi á lögregluna en hún óttaðist um kettina sína tvo. Krókódíllinn hafði þó fúlsað við kisunum sem voru heilar á húfi en þó nokkuð skelkaðar. Króksi var síðan handsamaður og fluttur út í fenin sem umlykja bæinn. 25.4.2011 23:00
Ofurhugi lést þegar fallbyssuskot fór úrskeiðis Breskur ofurhugi lét lífið í dag þegar hann lét skjóta sér út úr fallbyssu í skemmtigarði í Kent sýslu á Englandi. Öryggisnet sem átti að taka fallið af manninum brást með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á spítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Atriðið var hluti af ofurhugasýningu sem haldið hefur verið úti frá árinu 1991. Öllum sýningum hópsins hefur nú verið frestað uns rannsókn fer fram á slysinu. 25.4.2011 22:30
Lífvörður hraunaði yfir Kate Middleton á Facebook Hinn átján ára gamli Cameron Reilly, sem er í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar, verður ekki á meðal lífvarða þeirra Vilhjálms krónprins og Kate Middleton þegar þau ganga í það heilaga eins og stóð til. Ástæðan er sú að hann fór miður fögrum orðum yfir krónprinsessuna tilvonandi á Facebook síðu sinni. Hann var ekki ánægður með stúlkuna sem honum fannst sína sér litla virðingu á dögunum: „Hún og Vilhjálmur keyrðu fram hjá mér á föstudaginn var og eina sem ég fékk var smá vink á meðan hún horfði í hina áttina. Heimska snobbaða belja, ég er greinilega ekki nógu góður fyrir hana!“ 25.4.2011 17:18