Fleiri fréttir

Mótmælendur mæta hörku í Alsír og Jemen

Yfirvöld í Alsír og Jemen virðast staðráðinn í að halda mótmælendum í skefjum. Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögerglumenn fylltu götur Algeirsborgar í gær og handtóku hátt í 400 mótmælendur.

Muabarak kom auðinum undan

Hosni Mubarak er talinn hafa nýtt síðustu átján daga valdatíðar sinnar til þess að koma gríðarlegum auðæfum sem hann hefur safnað í forsetastóli, í öruggt skjól. Hann var hrakinn frá völdum í lok vikunnar og svo virðist sem hann hafi lært af mistökum kollega síns í Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, en svissnesk yfirvöld frystu eigur hans þar í landi áður en hann flúði land.

Morðóður hnífamaður handtekinn í New York

Æði virðist hafa runnið á 23 ára gamlan mann af úkraínskum uppruna í New York á föstudag þegar hann myrti fjóra með hníf á innan við tuttugu og átta klukkustundum í borginni.

Kærastan beit eyrað af - hundurinn át það svo

Breski matreiðslumaðurinn Trevor Wainman átti sennilega versta dag lífs síns rétt fyrir jól 2009. Samkvæmt frétt á vefnum The Daily Mail var hann að fagna 44 ára afmælinu sínu þegar barþerna gaf honum bjór í tilefni dagsins.

Enn fjöldi manns á Frelsistorginu í Kairó

Ró hefur færst yfir Kairó höfuðborg Egyptalands eftir sigur mótmælenda í gær þegar Hosni Mubarak sagði af sér embætti forseta. Þó nokkur fjöldi fólks er þó enn á Frelsistorginu en fólk er yfirvegað og talar um væntingar sínar fyrir lýðræðislegu Egyptalandi í framtíðinni.

Samstaða sýnd á Lækjartorgi

Fólk um allan heim efnir í dag til samstöðufunda með íbúum Egyptalands og annarra ríkja Mið-Austurlanda. Hér á landi efnir Íslandsdeild Amnesty International til samstöðu­fundar á Lækjartorgi klukkan 14. Fólk er beðið um að klæðast svörtu, hvítu eða rauðu, sem eru litir egypska fánans.

Margir skutu af byssum upp í loftið

Sannkölluð þjóð­hátíðarstemning var á Tahrir-torgi í Kaíró og víðar í Egyptalandi í gær, þar sem mannfjöldinn fagnaði því að Hosni Mubarak forseti skyldi hafa látið undan þrýstingi fjöldans og sagt af sér eftir nærri þrjátíu ára valdatíð.

Skilnaðurinn reynist Christinu Aguileru dýr

Poppdívan Christina Aguilera og dansarinn Jordan Bratman hafa komist að samkomulagi varðandi skilnað þeirra. Staðið hefur styrr um hvað Jordan fengi í sinn hlut en nú liggur fyrir að muni fá helming af eignum söngkonunnar. Þau gerðu ekki með sér kaupmála þegar þau gengu í hjónaband fyrir fimm árum.

Obama: Dagur egypsku þjóðarinnar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir afsögn Hosni Mubaraks ekki vera endapunkt heldur upphafið af miklum breytingum í Egyptalandi. Umróti undanfarna daga fylgi umtalsverð tækifæri. Obama segir daginn í dag tilheyra egypsku þjóðinni. „Egyptaland verður aldrei samt aftur.“

MILF í samningaviðræðum

Moro Islamic Liberation Front eða MILF standa nú í samningaviðræðum við filippeysk stjórnvöld en átök milli þeirra hafa nú staðið yfir í tæplega 40 ár. MILF berjast fyrir sjálfstæðu múslimsku ríki innan Filippseyja og hafa um 120.000 manns látið lífið í átökunum frá upphafi.

Schwarzenegger snýr aftur - eins og hann lofaði

Arnold Schwarzenegger hefur tilkynnt að hann hyggist snúa aftur til fyrri starfa. Vöðvatröllið var á árum áður ein skærasta kvikmyndastjarnan í Hollywood en eftir að hann náði kjöri sem ríkisstjóri Kalíforníu hefur hann að mestu látið kvikmyndaferilinn sitja á hakanum.

ElBaradei: Besti dagur lífs míns

„Ekki trúði ég að ég myndi lifa þann dag þegar egypska þjóðinn myndi losna undan áratuga kúgun," sagði Mohamed ElBaradei, handhafi friðarverðlauna Nóbels, eftir að ljóst var að Hosni Mubarak hefði ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands. „Þetta er besti dagur lífs míns," sagði ElBaradei ennfremur. Hann er einn af leiðtogum mótmælenda sem undanfarna 18 daga hafa krafist afsagnar Mubaraks. ElBaradei er fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.

Mubarak hættir

Hosni Mubarak hefur ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands, að því er fram kemur á CNN. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þegar hann tilkynnti ákvörðun sína.

Mubarak flúinn með fjölskylduna

Óstaðfestar fréttir herma að Hosni Mubarak forseti Egyptalands og fjölskylda hans hafi yfirgefið höfuðborgina Kairó. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir í dag, fyrstur vestrænna leiðtoga, að forsetinn ætti að segja af sér nú þegar.

Herinn lofar umbótum

Egypski herinn hefur heitið því að aflétta herlögum sem hafa gilt í Egyptalandi í 30 ár ,,þegar núverandi ástandi lýkur" eins og herforingjaráðið orðar það.

Sjálfsvíg hafa áhrif á fasteignaverð

Hæsta tíðni sjálfsvíga í heiminum er í Japan en þar eru um hundrað sjálfsmorð framin á degi hverjum. Ekki einungis hafa sjálfsvígin augljós tilfinningaleg áhrif á þá sem standa þeim næst heldur fylgja þeim jafnframt oft á tíðum veruleg fjárútlát fyrir fjölskyldur þeirra. Fáir vilja búa í íbúðum þar sem sjálfsvíg hafa verið framin og því telja leigusalar sig eiga kröfur á eftirlifandi aðstandendur vegna þess tekjumissis.

Kaíró: Herinn styður valdaframsal Mubaraks

Egypski herinn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann styðji þá ákvörðun Mubaraks forseta að sitja áfram en framselja völd sín til Suleimans varaforseta. Búist er við milljónum mótmælenda í Kairó síðar í dag en allt er á suðupunkti í landinu eftir að Hosni Mubarak forseti tilkynnti í sjónvarpsræðu að hann ætlaði ekki að segja af sér fyrr en kosið verður í september.

Morales forðaði sér frá mótmælendum

Foseti Bólivíu, Evo Morales, þurfti að flýja æsta mótmælendur í gær. Morales ætlaði að halda ræðu á minningarathöfn um byltingu sem gerð var í námubænum Ororo á nýlendutímanum en mætti miklum fjölda mótmælenda sem vildu koma óánægju sinni um hækkandi matarverð í landinu til skila. Matarverð hefur hækkað mikið í Bólivíu og hafa mótmæli brotist út víða um landið síðustu daga.

Skutu bankaræningja til bana

Bandarískur unglingur sem tók gísla þegar bankarán sem hann hugðist fremja fór út úm þúfur var skotinn til bana af sérsveit lögreglunnar í nótt. Lögreglan í Cary í Norður Karólínu segir að hvorki gíslar né lögreglumenn hafi slasast í aðgerðinni, sem sýnd var í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Drengurinn var 19 ára gamall og hafði tekið sjö manns í gíslingu.

Lestarræningi á milli heims og helju

Einn frægasti ræningi síðari tíma, Ronnie Biggs, sem tók þátt í lestarráninu mikla á Englandi árið 1963 var fluttur á sjúkrahús í nótt eftir að hafa fengið slag. Óljóst er um líðan hans en hann er sagður á gjörgæslu. Sjúkraliðar voru kallaðir að elliheimilinu þar sem Biggs dvelur nú um stundir en hann snéri aftur til Bretlands árið 2001 eftir að hafa verið á flótta í fjörutíu ár. Lengst af lifði hann í vellystingum í Brasilíu.

Assange gefi sig sjálfur fram

Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, hvetur Julian Assange, stofnanda Wiki­leaks, til þess að gefa sig sjálfur fram og mæta til yfirheyrslu í Svíþjóð.

Hosni Mubarak situr sem fastast

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti ætlar að sitja á forsetastóli fram að forsetakosning­unum í september. Þetta staðfesti hann í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Gekk yfirlýsing hans þvert á staðhæfingar fjölmiðla um að hann ætlaði að stíga niður.

Bretar vilja breytingar

„Það er ekki okkar að ákveða hver leiðir Egyptaland heldur egypsku þjóðarinnar,“ segir William Hague, utanríkisráðherra Breta. Hann telur þó brýnt að Egyptar ráðist í umfangsmiklar breytingar. Þær þurfi að ná fram með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti. Þetta kom fram í máli ráðherrans eftir að ljóst var að Hosni Mubarak mun sitja áfram sem forseti Egyptalands, en fjölmargir bjuggust við því að hann myndi segja af sér í kvöld.

Hosni Mubarak situr áfram sem forseti

Hosni Mubarak ætlar ekki að segja af sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína.

NATO reisir glæsibyggingar í Brussel

„Það var búið að ákveða þetta fyrir mörgum árum, löngu áður en kreppan skall á," sagði Oana Lungescu, talskona Atlantshafsbandalagsins, um nýju höfuðstöðvarnar sem reistar verða í Brussel.

Súdan: Nýtt ríki verður stofnað í júlí

Súdan verður formlega skipt í tvö ríki, Norður- og Suður-Súdan, 9. júlí næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Suður-Súdans, um 98,8 prósent, greiddi aðskilnaðinum atkvæði sitt í þjóðar­atkvæðagreiðslu.

Mubarak segir hugsanlega af sér í kvöld

Erlendir fjölmiðlar segja mögulegt að Hosni Mubarak, forseti Egyptlands, muni segja af sér í dag. Þetta kom fram í máli Hossan Badrawi, framkvæmdastjóri NPD flokksins í ríkissjónvarpi Egyptalands.

Sex fórust í flugslysi

Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði nálægt Cork á Írlandi í dag. Vélin var að koma frá Belfast þegar hún lenti í mikilli þoku. Flugmaðurinn gerði tvær tilraunir til að koma inn til lendingar en hætti við sökum þokunnar.

Segir ásakanir viðbjóðslegar

„Þetta er skammarlegt og viðbjóðslegt,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, um málatilbúnað saksóknara gegn sér.

Sáust síðast á ferju til Korsíku

Leitin að sex ára tvíburasystrum frá Sviss barst í gær til Korsíku og sunnanverðrar Ítalíu, eftir að staðfesting fékkst á því að þær hefðu verið um borð í ferju til Korsíku fjórum dögum áður en faðir þeirra svipti sig lífi á Ítalíu.

Gabrielle Giffords farin að tala - bað um ristað brauð

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í gegnum höfuðið fyrir einum mánuði í Arizona, er byrjuð að tala á ný.Fjölskylda hennar segir að um daginn hafi hún beðið um ristað brauð. Giffords virðist því vera að ná ótrúlegum bata á skömmum tíma en hún var skotin af stuttu færi í árás þar sem sex létust og 13 slösuðust.

Drengur í skólabúningi sprengdi sig í loft upp

Tuttugu og sjö létust og margir slösuðuðust þegar ungur sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í Pakistan í morgun. Vitni segja að drengurinn hafi verið klæddur í skólabúning þegar hann gekk upp að herstöð í bænum Mardan og sprengdi sig.

Kokkur Al Kaída að losna frá Guantanamo

Bandaríski herinn hefur stytt fangelsisdóm yfir Súdananum Ibrahim al-Qosi um tvö ár, en hann hefur verið í haldi frá árinu 2001 lengst af í Guantanamo búðunum á Kúbu. Al-Qosi var á sínum tíma dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn en hann var kokkur í þjálfunarbúðum Al Kaída í Afganistan. Nú fær hann að snúa aftur til síns heima í Súdan og foreldrar hans segja að hann muni koma til með að taka við fjölskyldufyrirtækinu, sem er lítil matvörubúð.

Mínus hjá þeim sem standa utan ESB

Methalli var á viðskiptum Breta við helstu viðskiptalönd sín í desember og nam við áramót 9,25 milljörðum punda. Þetta er tæplega átta hundruð milljóna punda verri afkoma en í nóvember, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær.

Sjá næstu 50 fréttir