Fleiri fréttir

Obama í fyrstu opinberu heimsóknina til Bretlands

Forsetahjónin Barack Obama og eiginkona hans, Michelle, munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bretlands síðan árið 2003. Það var Elísabet drottning sem bauð hjónunum til landsins.

Japanir hætta hvalveiðum vegna aðgerðasinna

Japanir hafa gert hlé á hvalveiðum vegna aðgerða bandarískra hvalafriðunarsinna samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Samtökin Sea Shephard, sem Íslendingar þekkja ágætlega til, fagna þessari ákvörðun, en þeir hafa mótmælt hvalveiðunum kröfuglega undanfarna daga.

Egypski herinn stofnar Facebook-síðu

Herinn í Egyptalandi opnaði Facebook-síðu í gær til þess ná betur til yngri kynslóðarinnar. Síðan er í nafni hersins og er tileinkuð æsku Egyptalands en hún er sögð hafa verið stofnuð af yfirmanni herráðsins í þeim tilgangi að ná til ungs fólks í landinu.

Smábær breytir nafninu í Hraði drepur

Smábær í Ástralíu hefur ákveðið að breyta nafninu sínu í "hraði drepur" í átaki sínu til þess að vekja athygli á umferðarslysum á sveitavegum. Bærinn heitir Hraði, eða "speed" á ensku.

Mannskæð átök í kjölfar mótmæla

Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundruð mótmælenda út á götur í fjórum borgum landsins í gær og á miðvikudag.

20 létust í spengingum í Tansaníu

Að minnsta kosti 20 manns létust í sprengingum á herstöð í Dar es Salaam í Tansaníu í dag. Sprengingarnar virðast hafa orðið í vopnabúrum stöðvarinnar og heyrðust þær vel um borgina. Alþjóðaflugvelli í nágrenninu hefur verið lokað og þúsundir íbúa sem búa við herstöðina hafa flúið svæðið.

Fjórir látnir í mótmælum í Bahrain

Að minnsta kosti fjórir hafa látist í átökum mótmælenda og lögreglu í Bahrain. Fólkið lést í höfuðborginni Manama þegar lögreglan lagði til atlögu við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á torgi í miðborginni.

Mætti drukkinn í bílprófið

42 ára gamall Rúmeni mætti drukkinn í bílprófið sitt eftir að hafa verið sviptur ökuleyfi tveimur árum fyrr vegna ölvunarakstus þar í landi.

Obama hughreysti Löru Logan

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hringdi í gær í fréttakonuna Löru Logan og talaði í hana kjarki samkvæmt bandarískum fjölmiðlum, en hún lenti í kynferðislegri árás á Frelsistorginu í Egyptalandi, þar sem hún var að taka upp fréttir fyrir ABC fréttastöðina í mótmælunum í síðustu viku.

Norður-Kórea heldur upp á afmæli Kim Jong-il

Mikil hátíðarhöld eru við það að hefjast í Norður-Kóreu en tilefnið er 69 ára afmæli einræðisherrans, Kim Jong-il. Meðal viðburða sem verða í höfuðborg landins, Pyongyang, eru tónlistarviðburðir, ísskautasýning og fimleikar.

Braust inn og drap þrjá gullfiska

Innbrotsþjófur á unglingsaldri upplýsti lögreglu um að hann hefði drepið þrjá gullfiska í einu innbrotinu því hann „vildi ekki skilja eftir nein vitni.“

Staðgöngumóðir fæddi barnabarnið sitt

Þegar dóttir Kristine Casey frá Bandaríkjunum gat ekki eignast börn ákvað hún að taka málin í eigin hendur. Hún bauðst til þess að verða staðgöngumóðir fyrir dóttur sína. Athygli vekur að Kristína er ekkert unglamb lengur, en hún er 61 árs gömul.

Senda vina-vélmenni út í geiminn

Japanskir vísindamenn vinna nú að því að senda vélmenni í Alþjóðlegu geimstöðina til þess að veita einmanna geimförum smá félagsskap í myrkrinu.

Svisslendingar fundu leynireikning Mubaraks

Svisslendingar segjast hafa fundð sjóð í eigu Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptlands, þar í landi, en forsetinn er talinn hafa komið gríðarlegum fjármunum úr landi áður en hann sjálfur hrökklaðist frá völdum.

12 drukknuðu í Víetnam

12 ferðamenn drukknuðu í Víetnam á þriðjudaginn samkvæmt yfirvöldum þar í landi en 20 ferðamenn voru um borð í skipinu sem virðist hafa sokkið í blíðviðri.

Óeirðir í Líbýu - Dagur reiðinnar boðaður

Hundruð mótmælenda krefjast afsagnar forsætisráðherra Lýbíu. Óeirðir brutust þar út í nótt, þar sem mótmælendur kveiktu í bílum og köstuðu grjóti í lögregluna. Dagur reiðinnar er boðaður í dag.

Bróðursonur Dalai Lama ferst í bílslysi

Bróðursonur Dalai Lama, Jigme Norbu, lést eftir að ekið var á hann í Flórída í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Norbu var þekktur fyrir frelsisbaráttu í nafni Tíbet.

Segist stoltur af lygunum

„Ég varð að gera eitthvað fyrir landið mitt, svo ég gerði þetta og ég er ánægður með það, því nú er enginn einræðisherra lengur í Írak,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið The Guardian.

Löghlýðinn leigubílstjóri skilaði tólf milljónum

Leigubílstjóri í New York fann á dögunum skartgripi og peninga að verðmæti 100 þúsund dollara, eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna, í bíl sínum sem einn farþeginn hafði gleymt. Maður að nafni John James hafði gleymt fjársjóðnum í bílnum og þegar hann áttaði sig á því var hann viss um að hann fengi hann aldrei til baka.

Eftirlýstur Ástrali vann á spítala í 15 ár

Ástralar klóra sér nú í hausnum yfir því hvernig dæmdur og eftirlýstur morðingi fór að því að stunda vinnu á spítala í Queensland í fimmtán ár áður en upp um hann komst. Luke Andrew Hunter var á sínum tíma dæmdur í 21 árs fangelsi eftir að hann myrti eiginmann ástkonu sinnar.

Konur rétta yfir Berlusconi

Silvio Berlusconi, umdeildur forsætisráðherra Ítala, kveðst engar áhyggjur hafa af réttahöldunum sem bíða hans í apríl. Athygli vekur að dómararnir í máli Berlusconis eru allir kvenkyns.

Japanir fresta hvalveiðiferð

Japanir hafa frestað árlegri hvalveiðiferð sinni á Suðurskautslandinu vegna mótmælaaðgerða Sea Shepard samtakanna.

Byltingarandinn smitast til Líbíu

Átök brutust út í hafnarborginni Benghazi í Líbíu í nótt í kjölfar þess að þekktur umbótasinni var handtekinn. Þar lenti saman stuðningsmönnum og andstæðingum stjórnar Muammar Gaddafis.

Forseti Írans segir mótmælendur óvini ríkisins

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að mótmæli undanfarinna daga í landinu hafi ekkert að segja og hann hefur heitið því að refsa skipuleggjendum þeirra. Forsetinn kom fram í ríkissjónvarpinu þar í landi og sagði að þeir sem stæðu í mótmælunum væru óvinir ríkisins sem væru að reyna að setja blett á hina annars skínandi írönsku þjóð. Tveir féllu og margir særðust í mótmælum í höfuðborginni Teheran í gær og Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt hörku stjórnvalda harðlega.

Bandarískur landamæravörður myrtur í Mexíkó

Bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í gær og annar særður þegar glæpaklíka gerði árás á bíl þeirra í Mexíkó í gær. Mennirnir höfðu verið sendir til landsins til þess að aðstoða þarlend yfirvöld í baráttunni við eiturlyfjagengin sem öllu stjórna í Mexíkó.

Konungur lofar bót og betrun

Þúsundir mótmælenda flykktust inn á aðaltorgið í höfuðborg Barein í gær, á þriðja degi mótmæla sem kostað höfðu tvo menn lífið. Lögreglan hafði tekið harkalega á mótmælendum en í gær brá svo við að Hamid bin Isa al Khalifa, konungur landsins, ávarpaði þjóðina í sjónvarpi, lofaði því að dauðsföllin tvö yrðu rannsökuð og hét því að hraða umbótum í landinu, meðal annars að losa um hömlur á notkun internets og fjölmiðla.

Tveggja barna móðir fannst stungin til bana í garðinum

Lík breskrar konu sem hafði verið týnd frá því um jólin fannst í gær. Konan var þrítug og átti tvö börn undir fimm ára aldri með eiginmanni sínum. Líkið fannst við heimili fjölskyldunnar í bænum Holmfirth sem er norðaustur af Manchester.

Górillutvíburar komu í heiminn í Rúanda

Górillumamman Kabatwa eignaðist á dögunum tvíbura en slíkt mun vera afar sjaldgæft. Tvíburarnir litlu fæddust þriðja febrúar síðastliðinn á verndarsvæði Górilla í Rúanda. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem tvíburagórillur fæðast í landinu frá því menn fóru að fylgjast með þessum mögnuðu skepnum en síðast gerðist það árið 2004. Górillumæður eignast eitt afkvæmi á fjögurra ára fresti að meðaltali. Górillum á svæðinu hefur fjölgað töluvert á síðustu þrjátíu árum en á tímabili voru dýrin í útrýmingarhættu.

200 myrtir í Suður Súdan

Yfirvöld í Súdan segja að um 200 hafi verið myrtir í suðurhluta landsins í síðustu viku. Flestir hinna myrtu voru óbreyttir borgarar og voru börn þar á meðal. Sumir voru reknir út í ár af uppreisnarmönnum á svæðinu þar sem þeir drukknuðu.

Berlusconi stendur keikur þrátt fyrir mótmæli

Silvio Berslusconi forsætisráðherra Ítalíu lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir gríðarleg mótmæli gegn honum síðustu daga. Hann er hvattur til að segja af sér en hann hefur verið sakaður um að hafa átt samræði við vændiskonu undir lögaldri.

Segjast hafa afhjúpað leyndarmál Coca-Cola

Aðstandendur vefsíðunnar Thisamericanlife.org fullyrða að þeir hafi komist yfir uppskriftina af Coca-Cola. Leyndarmálið að baki uppskriftinni hefur verið vel varðveitt frá því að Coke var fyrst sett á markað árið 1886. Fullyrt hefur verið að eina skriflega eintakið af uppskriftinni sé geymt í bankahólfi í

Kínverjar setja reglur um reykingar í bíómyndum

Kínverjar hafa fyrirskipað framleiðendum kvikmynda og sjónvarpsþátta að draga úr reykingum á skjánum. Fyrirskipunin er líður í því að draga úr reykingum almennings en engin þjóð á jörðinni reykir eins mikið og sú kínverska. 300 milljón manns reykja reglulega og á hverju ári látast milljón manns úr sjúkdómum tengdum reykingum.

Átján létust í átökum í Mexíkó

Að minnsta kosti átján létust í gærkvöldi og í nótt í borginni Padilla í Mexíkó þegar tvö eiturlyfjagengi háðu blóðuga bardaga víðsvegar um borgina. Ellefu létust í úthverfum borgarinnar, þar á meðal fimm íbúar, fimm farþegar í bílum sem áttu leið hjá og farþegi í almenningsvagni.

Sakfelldir fyrir að dæla eitri í Amazon

Dómstólar í Ekvador hafa dæmt bandaríska olíurisann Chevron til greiðslu gríðarlegra skaðabóta fyrir að menga stóran hluta Amazon-skóganna í landinu. Olíufélagið unir ekki niðurstöðunni og ætlar að áfrýja dómnum en dómsmálið hefur veltst um í dómskerfinu í nær tvo áratugi. Ljúki málinu á þeim nótum sem dómur féll í gær þarf Chevron að greiða átta milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þúsund milljarða íslenskra króna.

Herinn ósáttur við mótmæli

Egypski herinn krafðist þess í gær að verkföllum og mótmælasamkomum linnti, nú þegar Hosni Mubarak væri farinn frá og herinn hefði tekið að sér stjórn landsins.

Ringulreið í Teheran

Íranskir lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborg Teheran í dag en þar höfðu þúsundir manna komið saman þrátt fyrir bann yfirvalda. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins var meðal þeirra sem urðu yfir táragasinu. Hann segir ringulreið einkenna ástandið í miðborginni þessa stundina.

Stuttar pásur auka athyglina

Stuttar pásur geta bætt athyglisgáfu fólks verulega þegar það sinnir löngum verkefnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á starfsemi heilans. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cognition.

Mesti snjór í heila öld í Suður-Kóreu

Mesta snjókoma í heila öld skall á austurströnd Suður Kóreu um helgina. Hundruðir húsa hafa fallið saman undan snjóþunganum og tólf þúsund hermenn hafa verið gerðir út af örkinni til að aðstoð fólk. Veðurfræðingar spá enn meiri snjókomu á næstu klukkustundunum. Miklar vetrarhörkur hafa verið á svæðinu í vetur og var janúarmánuður sá kaldasti frá árinu 1960. Á einum var 80 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu í nótt sem er það mesta frá upphafi mælinga.

Lögregla barði á mótmælendum í Bahrain

Átök brutust út á meðal lögreglu og mótmælenda í arabaríkinu Bahrain í morgun en þar hafði verið boðað til mótmæla í dag eins og víðar á svæðinu. Sjónarvottar segja að lögregla hafi notað táragas og gúmmíkúlur til þess að dreifa mannfjöldanum sem safnast hafði saman í bænum Newidrat. Shía múslímar eru í meirihluta í landinu en því er hinsvegar stjórnað af Súnní múslimum og í kjölfar mótmælanna í Egyptalandi hafa þær raddir, sem vilja aukinn veg Shía, gerst háværari.

Morðóði hnífamaðurinn leiddur fyrir dómara

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í New York um helgina kom fyrir rétt í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaðu í gæsluvarðhald. Talið er að maðurinn sem er 23 ára gamall, hafi stungið fósturföður sinn, fyrrverandi kærustu og móðir hennar til bana á sólarhrings tímabili.

Kóngurinn stamandi rúllaði upp BAFTA

Kvikmyndin The King's Speech var sigursæl á BAFTA verðlaununum sem fram fóru í gærkvöld. BAFTA verðlaunin eru eru einskonar óskarsverðlaunahátíð Breta. The Kings Speech fékk 14 tilnefningar og vann á endanum í sjö flokkum, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikara í aðalhlutverki, Colin Firth.

Sjá næstu 50 fréttir