Fleiri fréttir Sýklalyf geta leitt til asma Börn sem fá sýklalyf áður en þau verða sex ára gömul eru helmingi líklegri til þess að fá asma samkvæmt norska blaðinu Verdens Gange. Rannsókn var framkvæmd í Þrándheimi í Noregi en fjórtán hundruð börnum og mæðrum var fylgt frá óléttu til sex ára aldurs. 24.1.2011 08:25 Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla Aðgerðarsinnar af kvenkyni ætla að mótmæla fyrir utan Scotland Yard í Bretlandi í dag og krefjast þess að fá nöfn allra lögreglumannanna sem fóru sem flugumenn inn í samtök þeirra. 24.1.2011 08:23 Breskar konur þurfa að hætta að sukka Konur í Bretlandi eru líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein meðal annars vegna mikillar áfengisdrykkju. Þetta kemur fram í rannsóknum sem greint var frá í Bretlandi í gær. Alls fá 46 þúsund konur árlega brjóstakrabbamein í Bretlandi. 24.1.2011 08:18 Óttast mafíuhefndir Bandaríska alríkislögreglan óttast blóðbað í New York eftir að 127 mafíósar voru handteknir í borginni. Sérfræðingar telja mafíuna hyggja á hefndir þar sem innvígðir flugumenn hljóðrituðu samtöl þeirra. 24.1.2011 08:16 Söfnuðu braki af bændum og stálu hönnuninni Sérfræðingum í bandaríska hernum brá heldur betur í brún á dögunum þegar kínverski herinn frumsýndi nýja stealth herþotu sem er nær ógjörningur að sjá á flugi. Svo virðist sem hönnun vélarinnar sé stolin. 24.1.2011 08:08 Aldrei fleiri sjórán en 2010 Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum. Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræningjum sem hafa haldið hafsvæðinu í herkví um árabil. 24.1.2011 12:00 Ríkisstjórn Írlands sprungin Ríkisstjórn Írlands er sprungin, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Græningjar ákváðu í dag að draga sig út úr ríkisstjórninni. Því er búist við því að kosið verði í Írlandi í næsta mánuði en áður hafði verið gert ráð fyrir að kosningar færu fram þann 11. mars næstkomandi. 23.1.2011 17:00 Græningjar ákveða hvort þeir halda áfram Græningjar á Írlandi ákveða í dag hvort þeir ætli að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn landsins. Ef flokkurinn dregur sig í hlé í ríkisstjórnarsamstarfinu munu kosningar verða haldnar í næsta mánuði, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þær yrðu þann 11. mars. 23.1.2011 14:16 Enn meiri flóðum spáð Enn meiri flóðum er spáð í Ástralíu á næstunni og segja veðurfræðingar að stórt flóð allt að 90 kílómetra að lengd fari yfir norðurhluta Victoríu fylkis þar í landi innan tíu daga. 23.1.2011 09:45 Staðgöngumóðir heldur barninu Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með barnið fyrir parið en snerist svo hugur og vildi ekki láta það af hendi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum barnsins, sem er 22.1.2011 13:07 Birna hafnaði litlum húni Danskir dýravinir eru í sárum eftir að það mistókst að koma ísbjarnarunga sem birna ól í Skandinavisk Dyrerpark þar í landi. Húnninn var veikburða vegna þess að birnan neitaði að sinna honum eftir að hann kom í heiminn. 22.1.2011 09:59 Cameron stefnir að fleiri vinnufundum Leiðtogafundur Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem haldinn var í London á fimmtudag, verður einungis sá fyrsti, verði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að ósk sinni. 22.1.2011 06:00 Efast ekki um Íraksstríðið Heilu ári áður en Bretar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, orðinn sannfærður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli. 22.1.2011 00:00 Britney Spears enn gríðarlega vinsæl Bandaríska söngkonan Britney Spears nýtur enn mikilla vinsælda. Von er á plötu með vorinu en fyrir rúmri viku setti hún smáskífu í sölu með laginu Hold It Against Me. Smáskífan hefur slegið í gegn er í efsta sæti á hinum þekkta vinsældarlista Billboards. 21.1.2011 23:22 Þingkonan flutt á endurhæfingarstöð Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, var síðdegis flutt á endurhæfingarstöð í Houston í Texas. Tæpar tvær vikur eru frá því að hún var skotin í höfuðið af stuttu færi. 21.1.2011 21:44 Fær að fara á netið Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar, hefur loksins fengið aðgang að internetinu en tveir mánuðir eru frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi. Herforingjastjórnin gaf nýverið leyfi fyrir því að hún fengi þráðlausa tengingu við internetið. Tæknimenn gengu frá tæknihliðinni í dag. 21.1.2011 20:20 Svipt hjúkrunarleyfinu eftir kynmök við sjúkling Hjúkrunarkona í Oklahómafylki Bandaríkjanna hefur verið svipt leyfinu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur næstu tuttugu árin eftir að hún hafði kynmök við deyjandi sjúkling sinn á heimili hans. 21.1.2011 14:41 Yoko Ono lét handtaka kóreskan ferðamann Listakonan og bítlaekkjan Yoko Ono lét handtaka kóreska ferðakonu sem var að heimsækja New York í fyrsta skipti í síðustu viku. Yoko Ono mætti kóresku konunni í lyftu í fjölbýlishúsi sem ekkjan býr í og fannst hún koma undarlega fyrir. 21.1.2011 11:07 Hvalreki á Nýja Sjálandi - 24 dýr drápust 24 höfrungar drápust eftir að hópurinn synti upp í fjöru í Wellington á Nýja Sjálandi í vikunni. 21.1.2011 11:04 Ævisaga Julian Assange kvikmynduð Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa keypt kvikmyndaréttinn á ævisögu stofanda WikiLeaks, Julian Assange. Ævisaga Ástralans er ekki komin út en til stendur að gefa bókina út í næsta eða þar næsta mánuði. 21.1.2011 08:53 Kristilegur demókrati vill Ísland í ESB Þjóðverjinnn Michael Gahler, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir hönd Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir að innganga Íslendinga í Evrópusambandið sé sambandinu mikilvæg af ýmsum ástæðum. 21.1.2011 08:19 Giffords getur staðið upp tveimur vikum eftir skotárásina Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, getur nú staðið upp tæplega tveimur vikum eftir að hafa verið skotin í höfuðið í bænum Tucson í Arizona. 20.1.2011 23:41 Nýjar vísbendingar í hvarfi Madeleine Verið er að rannsaka nýjar vísbendingar í máli Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem var rænt í Portúgal árið 2007. 20.1.2011 22:36 Unglingar fundust stungnir í Lundúnum Einn unglingur fannst látinn eftir að hafa verið stunginn í Tottenham-hverfi í Lundúnum í dag. Tveir unglingar í viðbót fundust skammt frá. 20.1.2011 23:26 Ók bíl fullum af sprengjuefni inn á eftirlitsstöð Að minnsta kosti 50 pílagrímar féllu og yfir 150 særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni í Írak í dag. Sprengjurnar sprungu nálægt eftirlitsstöð lögreglunnar í bænum. 20.1.2011 22:45 Eiginkona forseta Ísraels látin Sonja Peres, eiginkona Símons Peres, forseta Ísraels, lést í morgun á heimili sínu í Tel Aviv 87 ára að aldri. Forsetinn var á heimleið frá Jerúsalem í morgun þegar hann fékk fregnir af andláti hennar. 20.1.2011 22:30 Leysti sitt eigið mannrán 23 árum seinna Caralina White leysti sitt eigið mannrán, 23 árum eftir að það átti sér stað. Þannig er mál með vexti að Caralinu var rænt af spítala í Harlem í ágúst 1987, þá aðeins 19 daga gömul. 20.1.2011 21:20 Hundrað mafíósar handteknir í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í morgun hundrað manns sem allir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York borg. Mennirnir voru handteknir í New York, New Jersey og á Nýja Englandi og eru mennirnir sakaðir um morð, fjárkúgun og eiturlyfjasölu. 20.1.2011 15:31 Arnold fer aftur á hvíta tjaldið Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri í Kalíforníu, mun líklegast snúa sér að kvikmyndaleik á nýjan leik. Hann lét af embætti ríkisstjóra í byrjun ársins. 20.1.2011 10:18 Ætlaði bara að vekja hræðslu Muhammed Geele, 29 ára gamall maður frá Sómalíu, segist ekki hafa ætlað að drepa danska skopmyndateiknarann Knut Westergaard þegar hann réðst inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf á nýársdag 2010. 20.1.2011 10:00 Cameron vill sameinuð Norðurlönd Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hvatti Norðurlöndin til þess að mynda hagsmunabandalag á leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. 20.1.2011 09:04 Ætti að forðast skærlituð föt Hákarlar virðast vera litblindir samkvæmt rannsókn ástralskra vísindamanna. Þeir vonast til þess að upplýsingarnar nýtist til að verjast árásum hákarla á sundfólk og til að forða hákörlum frá því að festast í netum. Hákarlarnir skynja birtu en ekki liti, og þess vegna sjá þeir betur það sem er í skærum litum. „Kannski væri best að forðast flúorgular sundbuxur þegar fólk fær sér sundsprett," segir Dr. Nathan Scott Hart, forsvarsmaður rannsóknarinnar. 20.1.2011 09:00 Leynilögga giftist umhverfisverndarsinna Bresku lögreglumaður giftist og eignaðist börn með aðgerðarsinna sem hann átti að njósna um. Maðurinn starfaði á laun hjá lögreglunni innan hóps umhverfisverndarsinna. Maðurinn er fjórði lögreglumaðurinn sem upplýst hefur verið um í breskum fjölmiðlum sem starfaði á laun innan aðgerðarsinna. 20.1.2011 08:24 Fjölskylda Ben Ali handtekin Fjölskylda fyrrverandi forseta Túnis var handtekin þegar hún reyndi að fara úr landi í gærkvöldi samkvæmt fréttavef BBC. Alls voru 33 meðlimir fjölskyldunnar handteknir en forsetinn hefur þegar flúið land eftir óeirðir þar í landi. 20.1.2011 08:19 Reyna að styrkja sambandið Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaðamannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurningu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær. 20.1.2011 06:00 Virðist engan stuðning hafa Jean-Claude Duvalier, fyrrverandi einræðisherra á Haítí, virðist ekki njóta mikillar hylli meðal íbúa landsins. Fundir til stuðnings honum hafa verið fámennir. 20.1.2011 02:00 Giffords á batavegi - fer í endurhæfingarmiðstöð Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið fyrir skemmstu er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá eiginmanni hennar. Á föstudag fer hún á endurhæfingarheimili en vinnan við að ná fullum bata verður erfið. 19.1.2011 23:18 Hákarlar hugsanlega litblindir Hákarlar eru að öllum líkindum litblindir, samkvæmt ástralskri rannsókn. Vísindamenn sem rannsökuðu sautján mismunandi hákarla komust að því þeir hafa einungis eina frumu í augunum sem skynjar liti. Mennirnir hafa þrjár mismunandi frumur sem greina bláan, grænan eða rauðan lit, sem gerir flestum kleift að greina alla liti. 19.1.2011 22:15 Flestir hinna látnu eru konur og börn Sprengja sem komið var fyrir í vegkanti varð að þrettán óbreyttum borgurum að bana í bænum Khoshamand í Afganistan í dag. Flestir sem fórust eru konur og börn. 19.1.2011 21:15 Neitar að hafa ætlað að myrða skopmyndateiknarann Maðurinn sem braust inn til skopmyndateiknarans, Kurt Westergaard, fyrir ári síðan neitaði fyrir rétti í Árósum í dag að hafa ætlað að myrða teiknarann. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann játaði þó að hafa brotist inn til hans með exi. 19.1.2011 17:55 Notuðu sjúkrabíl í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti tólf eru látnir og rúmlega 60 slasaðir eftir bílsprengjuárás í miðhluta Íraks í dag. Ódæðismennirnir notuðu sjúkrabíl sem þeir höfðu fyllt sprengiefni og óku honum á lögreglustöð þar sem hann sprakk í loft upp. 19.1.2011 13:40 Gjöfunum rigndi yfir Obama og frú Listi yfir þær gjafir sem bandarísku forsetahjónin þáðu árið 2009 frá öðrum þjóðarleiðtogum hefur verið gerður opinber. Strangar reglur gilda um allt það sem bandaríski forsetinn fær að gjöf og eru þær allar geymdar á Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. 19.1.2011 08:19 Barnaníðingur fær 80 ár - misnotaði barn hér á landi Fyrrverandi starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins og sjóhersins var í gær dæmdur í áttatíu ára fangelsi fyrir barnaníð. 19.1.2011 08:14 Sterkur skjálfti í Pakistan Öflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,2 á Richter skalanum, reið yfir Pakistan í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru á óbyggðu svæði nærri afgönsku landamærunum og benda fyrstu fréttir til þess að skemmdir af völdum hans séu ekki miklar. 19.1.2011 08:09 Vilja ákæra Baby Doc Fyrrverandi einræðisherra á Haítí, Baby Doc Duvalier, sem á sunnudag snéri aftur til síns heima eftir áratugi í útlegð, hefur verið kærður fyrir spillingu og fjárdrátt í valdatíð sinni. 19.1.2011 08:06 Sjá næstu 50 fréttir
Sýklalyf geta leitt til asma Börn sem fá sýklalyf áður en þau verða sex ára gömul eru helmingi líklegri til þess að fá asma samkvæmt norska blaðinu Verdens Gange. Rannsókn var framkvæmd í Þrándheimi í Noregi en fjórtán hundruð börnum og mæðrum var fylgt frá óléttu til sex ára aldurs. 24.1.2011 08:25
Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla Aðgerðarsinnar af kvenkyni ætla að mótmæla fyrir utan Scotland Yard í Bretlandi í dag og krefjast þess að fá nöfn allra lögreglumannanna sem fóru sem flugumenn inn í samtök þeirra. 24.1.2011 08:23
Breskar konur þurfa að hætta að sukka Konur í Bretlandi eru líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein meðal annars vegna mikillar áfengisdrykkju. Þetta kemur fram í rannsóknum sem greint var frá í Bretlandi í gær. Alls fá 46 þúsund konur árlega brjóstakrabbamein í Bretlandi. 24.1.2011 08:18
Óttast mafíuhefndir Bandaríska alríkislögreglan óttast blóðbað í New York eftir að 127 mafíósar voru handteknir í borginni. Sérfræðingar telja mafíuna hyggja á hefndir þar sem innvígðir flugumenn hljóðrituðu samtöl þeirra. 24.1.2011 08:16
Söfnuðu braki af bændum og stálu hönnuninni Sérfræðingum í bandaríska hernum brá heldur betur í brún á dögunum þegar kínverski herinn frumsýndi nýja stealth herþotu sem er nær ógjörningur að sjá á flugi. Svo virðist sem hönnun vélarinnar sé stolin. 24.1.2011 08:08
Aldrei fleiri sjórán en 2010 Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum. Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræningjum sem hafa haldið hafsvæðinu í herkví um árabil. 24.1.2011 12:00
Ríkisstjórn Írlands sprungin Ríkisstjórn Írlands er sprungin, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Græningjar ákváðu í dag að draga sig út úr ríkisstjórninni. Því er búist við því að kosið verði í Írlandi í næsta mánuði en áður hafði verið gert ráð fyrir að kosningar færu fram þann 11. mars næstkomandi. 23.1.2011 17:00
Græningjar ákveða hvort þeir halda áfram Græningjar á Írlandi ákveða í dag hvort þeir ætli að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn landsins. Ef flokkurinn dregur sig í hlé í ríkisstjórnarsamstarfinu munu kosningar verða haldnar í næsta mánuði, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þær yrðu þann 11. mars. 23.1.2011 14:16
Enn meiri flóðum spáð Enn meiri flóðum er spáð í Ástralíu á næstunni og segja veðurfræðingar að stórt flóð allt að 90 kílómetra að lengd fari yfir norðurhluta Victoríu fylkis þar í landi innan tíu daga. 23.1.2011 09:45
Staðgöngumóðir heldur barninu Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með barnið fyrir parið en snerist svo hugur og vildi ekki láta það af hendi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum barnsins, sem er 22.1.2011 13:07
Birna hafnaði litlum húni Danskir dýravinir eru í sárum eftir að það mistókst að koma ísbjarnarunga sem birna ól í Skandinavisk Dyrerpark þar í landi. Húnninn var veikburða vegna þess að birnan neitaði að sinna honum eftir að hann kom í heiminn. 22.1.2011 09:59
Cameron stefnir að fleiri vinnufundum Leiðtogafundur Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem haldinn var í London á fimmtudag, verður einungis sá fyrsti, verði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að ósk sinni. 22.1.2011 06:00
Efast ekki um Íraksstríðið Heilu ári áður en Bretar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, orðinn sannfærður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli. 22.1.2011 00:00
Britney Spears enn gríðarlega vinsæl Bandaríska söngkonan Britney Spears nýtur enn mikilla vinsælda. Von er á plötu með vorinu en fyrir rúmri viku setti hún smáskífu í sölu með laginu Hold It Against Me. Smáskífan hefur slegið í gegn er í efsta sæti á hinum þekkta vinsældarlista Billboards. 21.1.2011 23:22
Þingkonan flutt á endurhæfingarstöð Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, var síðdegis flutt á endurhæfingarstöð í Houston í Texas. Tæpar tvær vikur eru frá því að hún var skotin í höfuðið af stuttu færi. 21.1.2011 21:44
Fær að fara á netið Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar, hefur loksins fengið aðgang að internetinu en tveir mánuðir eru frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi. Herforingjastjórnin gaf nýverið leyfi fyrir því að hún fengi þráðlausa tengingu við internetið. Tæknimenn gengu frá tæknihliðinni í dag. 21.1.2011 20:20
Svipt hjúkrunarleyfinu eftir kynmök við sjúkling Hjúkrunarkona í Oklahómafylki Bandaríkjanna hefur verið svipt leyfinu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur næstu tuttugu árin eftir að hún hafði kynmök við deyjandi sjúkling sinn á heimili hans. 21.1.2011 14:41
Yoko Ono lét handtaka kóreskan ferðamann Listakonan og bítlaekkjan Yoko Ono lét handtaka kóreska ferðakonu sem var að heimsækja New York í fyrsta skipti í síðustu viku. Yoko Ono mætti kóresku konunni í lyftu í fjölbýlishúsi sem ekkjan býr í og fannst hún koma undarlega fyrir. 21.1.2011 11:07
Hvalreki á Nýja Sjálandi - 24 dýr drápust 24 höfrungar drápust eftir að hópurinn synti upp í fjöru í Wellington á Nýja Sjálandi í vikunni. 21.1.2011 11:04
Ævisaga Julian Assange kvikmynduð Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa keypt kvikmyndaréttinn á ævisögu stofanda WikiLeaks, Julian Assange. Ævisaga Ástralans er ekki komin út en til stendur að gefa bókina út í næsta eða þar næsta mánuði. 21.1.2011 08:53
Kristilegur demókrati vill Ísland í ESB Þjóðverjinnn Michael Gahler, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir hönd Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir að innganga Íslendinga í Evrópusambandið sé sambandinu mikilvæg af ýmsum ástæðum. 21.1.2011 08:19
Giffords getur staðið upp tveimur vikum eftir skotárásina Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, getur nú staðið upp tæplega tveimur vikum eftir að hafa verið skotin í höfuðið í bænum Tucson í Arizona. 20.1.2011 23:41
Nýjar vísbendingar í hvarfi Madeleine Verið er að rannsaka nýjar vísbendingar í máli Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem var rænt í Portúgal árið 2007. 20.1.2011 22:36
Unglingar fundust stungnir í Lundúnum Einn unglingur fannst látinn eftir að hafa verið stunginn í Tottenham-hverfi í Lundúnum í dag. Tveir unglingar í viðbót fundust skammt frá. 20.1.2011 23:26
Ók bíl fullum af sprengjuefni inn á eftirlitsstöð Að minnsta kosti 50 pílagrímar féllu og yfir 150 særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni í Írak í dag. Sprengjurnar sprungu nálægt eftirlitsstöð lögreglunnar í bænum. 20.1.2011 22:45
Eiginkona forseta Ísraels látin Sonja Peres, eiginkona Símons Peres, forseta Ísraels, lést í morgun á heimili sínu í Tel Aviv 87 ára að aldri. Forsetinn var á heimleið frá Jerúsalem í morgun þegar hann fékk fregnir af andláti hennar. 20.1.2011 22:30
Leysti sitt eigið mannrán 23 árum seinna Caralina White leysti sitt eigið mannrán, 23 árum eftir að það átti sér stað. Þannig er mál með vexti að Caralinu var rænt af spítala í Harlem í ágúst 1987, þá aðeins 19 daga gömul. 20.1.2011 21:20
Hundrað mafíósar handteknir í New York Bandaríska alríkislögreglan handtók í morgun hundrað manns sem allir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York borg. Mennirnir voru handteknir í New York, New Jersey og á Nýja Englandi og eru mennirnir sakaðir um morð, fjárkúgun og eiturlyfjasölu. 20.1.2011 15:31
Arnold fer aftur á hvíta tjaldið Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri í Kalíforníu, mun líklegast snúa sér að kvikmyndaleik á nýjan leik. Hann lét af embætti ríkisstjóra í byrjun ársins. 20.1.2011 10:18
Ætlaði bara að vekja hræðslu Muhammed Geele, 29 ára gamall maður frá Sómalíu, segist ekki hafa ætlað að drepa danska skopmyndateiknarann Knut Westergaard þegar hann réðst inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf á nýársdag 2010. 20.1.2011 10:00
Cameron vill sameinuð Norðurlönd Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hvatti Norðurlöndin til þess að mynda hagsmunabandalag á leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. 20.1.2011 09:04
Ætti að forðast skærlituð föt Hákarlar virðast vera litblindir samkvæmt rannsókn ástralskra vísindamanna. Þeir vonast til þess að upplýsingarnar nýtist til að verjast árásum hákarla á sundfólk og til að forða hákörlum frá því að festast í netum. Hákarlarnir skynja birtu en ekki liti, og þess vegna sjá þeir betur það sem er í skærum litum. „Kannski væri best að forðast flúorgular sundbuxur þegar fólk fær sér sundsprett," segir Dr. Nathan Scott Hart, forsvarsmaður rannsóknarinnar. 20.1.2011 09:00
Leynilögga giftist umhverfisverndarsinna Bresku lögreglumaður giftist og eignaðist börn með aðgerðarsinna sem hann átti að njósna um. Maðurinn starfaði á laun hjá lögreglunni innan hóps umhverfisverndarsinna. Maðurinn er fjórði lögreglumaðurinn sem upplýst hefur verið um í breskum fjölmiðlum sem starfaði á laun innan aðgerðarsinna. 20.1.2011 08:24
Fjölskylda Ben Ali handtekin Fjölskylda fyrrverandi forseta Túnis var handtekin þegar hún reyndi að fara úr landi í gærkvöldi samkvæmt fréttavef BBC. Alls voru 33 meðlimir fjölskyldunnar handteknir en forsetinn hefur þegar flúið land eftir óeirðir þar í landi. 20.1.2011 08:19
Reyna að styrkja sambandið Hu Jintao, forseti Kína, snæddi kvöldverð með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á þriðjudagskvöld. Þeir ræddu síðan betur saman í gærmorgun og héldu blaðamannafund á eftir. Þar fengu tveir bandarískir fréttamenn og tveir kínverskir að bera fram eina spurningu hver. Loks snæddu þeir aftur kvöldverð í gær. 20.1.2011 06:00
Virðist engan stuðning hafa Jean-Claude Duvalier, fyrrverandi einræðisherra á Haítí, virðist ekki njóta mikillar hylli meðal íbúa landsins. Fundir til stuðnings honum hafa verið fámennir. 20.1.2011 02:00
Giffords á batavegi - fer í endurhæfingarmiðstöð Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið fyrir skemmstu er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá eiginmanni hennar. Á föstudag fer hún á endurhæfingarheimili en vinnan við að ná fullum bata verður erfið. 19.1.2011 23:18
Hákarlar hugsanlega litblindir Hákarlar eru að öllum líkindum litblindir, samkvæmt ástralskri rannsókn. Vísindamenn sem rannsökuðu sautján mismunandi hákarla komust að því þeir hafa einungis eina frumu í augunum sem skynjar liti. Mennirnir hafa þrjár mismunandi frumur sem greina bláan, grænan eða rauðan lit, sem gerir flestum kleift að greina alla liti. 19.1.2011 22:15
Flestir hinna látnu eru konur og börn Sprengja sem komið var fyrir í vegkanti varð að þrettán óbreyttum borgurum að bana í bænum Khoshamand í Afganistan í dag. Flestir sem fórust eru konur og börn. 19.1.2011 21:15
Neitar að hafa ætlað að myrða skopmyndateiknarann Maðurinn sem braust inn til skopmyndateiknarans, Kurt Westergaard, fyrir ári síðan neitaði fyrir rétti í Árósum í dag að hafa ætlað að myrða teiknarann. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann játaði þó að hafa brotist inn til hans með exi. 19.1.2011 17:55
Notuðu sjúkrabíl í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti tólf eru látnir og rúmlega 60 slasaðir eftir bílsprengjuárás í miðhluta Íraks í dag. Ódæðismennirnir notuðu sjúkrabíl sem þeir höfðu fyllt sprengiefni og óku honum á lögreglustöð þar sem hann sprakk í loft upp. 19.1.2011 13:40
Gjöfunum rigndi yfir Obama og frú Listi yfir þær gjafir sem bandarísku forsetahjónin þáðu árið 2009 frá öðrum þjóðarleiðtogum hefur verið gerður opinber. Strangar reglur gilda um allt það sem bandaríski forsetinn fær að gjöf og eru þær allar geymdar á Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. 19.1.2011 08:19
Barnaníðingur fær 80 ár - misnotaði barn hér á landi Fyrrverandi starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins og sjóhersins var í gær dæmdur í áttatíu ára fangelsi fyrir barnaníð. 19.1.2011 08:14
Sterkur skjálfti í Pakistan Öflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,2 á Richter skalanum, reið yfir Pakistan í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru á óbyggðu svæði nærri afgönsku landamærunum og benda fyrstu fréttir til þess að skemmdir af völdum hans séu ekki miklar. 19.1.2011 08:09
Vilja ákæra Baby Doc Fyrrverandi einræðisherra á Haítí, Baby Doc Duvalier, sem á sunnudag snéri aftur til síns heima eftir áratugi í útlegð, hefur verið kærður fyrir spillingu og fjárdrátt í valdatíð sinni. 19.1.2011 08:06
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent