Erlent

Leynilögga giftist umhverfisverndarsinna

Mark Kennedy sem mótmæli meðal annars á Íslandi.
Mark Kennedy sem mótmæli meðal annars á Íslandi.

Bresku lögreglumaður giftist og eignaðist börn með aðgerðarsinna sem hann átti að njósna um. Maðurinn starfaði á laun hjá lögreglunni innan hóps umhverfisverndarsinna. Maðurinn er fjórði lögreglumaðurinn sem upplýst hefur verið um í breskum fjölmiðlum sem starfaði á laun innan aðgerðarsinna.

Fyrst var greint frá lögreglumanninum Mark Stone, sem reyndist heita Mark Kennedy. Hann starfaði meðal annars á laun á Íslandi innan Saving Iceland hópsins. Þá hefur hann verið sakaður um að hafa sofið hjá fjölmörgum konum undir fölsku nafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×