Erlent

Unglingar fundust stungnir í Lundúnum

Gatan þar sem unglingarnir fundust. Myndin er tekin af Google-earth/Streetview.
Gatan þar sem unglingarnir fundust. Myndin er tekin af Google-earth/Streetview.
Einn unglingur fannst látinn eftir að hafa verið stunginn í Tottenham-hverfi í Lundúnum í dag. Tveir unglingar í viðbót fundust skammt frá.

Krakkarnir eru í kringum fjórtán ára aldurinn og fundust klukkan fjögur í dag, að staðartíma. Hinn látni var úrskurðaður látinn á staðnum. Hinir tveir eru á spítala, annar þeirra er ekki talinn með lífshættulega áverka.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni en hún hefur handtekið 33 ára gamlann mann í tenglsum við málið.

Íbúi, sem býr rétt hjá staðnum þar sem árásin átti sér stað, segir í samtali við Sky fréttastöðina að hann hafi ætlað út í búð og orðið þá var við að strákur hafi legið á sjúkrabörum. „Sjúkraflutnina- og lögreglumenn voru að gefa honum hjartahnoð í von um að bjarga honum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×