Erlent

Fjölskylda Ben Ali handtekin

Fyrrverandi forseti Túnis, Ben Alí.
Fyrrverandi forseti Túnis, Ben Alí.

Fjölskylda fyrrverandi forseta Túnis var handtekin þegar hún reyndi að fara úr landi í gærkvöldi samkvæmt fréttavef BBC. Alls voru 33 meðlimir fjölskyldunnar handteknir en forsetinn hefur þegar flúið land eftir óeirðir þar í landi.

Forsetinn fór til Saudi-Arabíu en talið er að hann hafi tekið með sér mikinn auð fjölskyldunnar. Túnis-búar, búsettir í Sviss, reyna nú að frysta eignir forsetans þar í landi. Meðal annars glæsivillu og einkaþotu sem hann á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×