Erlent

Ók bíl fullum af sprengjuefni inn á eftirlitsstöð

Karbala í Írak
Karbala í Írak
Að minnsta kosti 50 pílagrímar féllu og yfir 150 særðust þegar tvær sprengjur sprungu í borginni í Írak í dag. Sprengjurnar sprungu nálægt eftirlitsstöð lögreglunnar í bænum.

Í morgun létu þrír lífið og um 30 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í bænum Baquaba í Diyala- héraði. Maðurinn keyrði bíl fullum af sprengiefni inn í höfuðstöðvar lögreglu og sprengdi sig í loft upp.

Pílagrímarnir sem féllu í dag voru á leið til borgarinnar Karbala í árlega hátíð. Á meðal hinna látnu eru konur og börn. Vitni að atburðinum segir í samtali við BBC að fólk hafi kallað á hjálp. „Eftir sprenginguna byrjaði fólk að hlaupa í allar áttir á meðan hinir særðu lágu í jörðinni og kölluðu á hjálp."

Í gær sprengdi maður sig upp í landinu og féllu 14 manns. Á þriðjudag féllu um 60 manns á ráðningarstofu lögreglu í heimaborg Saddams Hussein, fyrrum leiðtoga Íraks, Tikrit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×