Fleiri fréttir

Næst hægt að reyna að sex árum liðnum

Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum.

Átta manns týndu lífi

Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna.

Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki

Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag.

Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara

Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir.

Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku

Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni.

Sonur Madoffs svipti sig lífi

Sonur fjársvikarans Bernie Madoffs, hinn 46 ára gamli Mark, svipti sig lífi á heimili sínu í dag. Þetta kemur fram á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins (BBC).

Einn frambjóðendanna kærir

AP Forsetaframbjóðandinn Michel Martelly, jafnan nefndur Sweet Mickey, ætlar að kæra úrslit úr fyrri umferð forsetakosninganna á Haítí. Martelly er vinsæll söngvari á Haítí og hlaut 21,8 prósent atkvæða, aðeins tæpum sjö þúsund atkvæðum minna en Jude Celestin, lítt þekktur stjórnmálamaður sem fékk 22,5 prósent atkvæða.

Grunaður um enn eitt ódæðið

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undan­farið ár, er nú grunaður um að hafa skotið sextán ára pilt fyrir fjórum árum. Þessi árás bætist við langan lista af ódæðisverkum sem Mangs er grunaður um að hafa framið, þar á meðal tvö morð árið 2003.

Skjalið var lagt á auðan stól

Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Ósló í gær, þar sem Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verðlaunaskjal ársins á auðan stól kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo.

Dansandi salsa-hundur slær í gegn á Netinu

Þessi salsa-dansandi hundur hefur brætt hjörtu netverja um allan heim síðustu daga. Myndskeiðið fór í loftið fyrr í vikunni og síðan þá hafa rúmlega 300 þúsund manns horft á æfingarnar. Eigandinn segir að allar dyr opnist fyrir hundinn þegar hann byrjar að stíga sporin. Sjón er sögu ríkari.

Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu handtekinn

Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, Ivo Sanader, var handtekinn í Austurríki í dag. Hann var eftirlýstur vegna gruns um að hafa brotið af sér í opinberu starfi. Sanader flúði frá Króatíu í gær, rétt eftir að króatíska þingið hafði numið úr gildi friðhelgi hans gagnvart lögsóknum og handtökuskipun var gefin út á

Formaður Nóbelsnefndar krefst þess að Xiaobo verði sleppt

Formaður Nóbelsnefndarinnar krafðist þess í dag að Liu Xiaobo verði þegar í stað sleppt úr fangelsi í Kína. Friðarverðlaun Nóbels voru formlega veitt í dag og féllu þau í skaut Xiabo sem setið hefur í fangelsi síðustu ár fyrir að viðra pólitískar skoðanir sínar. Auður stóll var á sviðinu því eðli málsins samkvæmt komst Xiaobo ekki til þess að taka við verðlaununum.

Það er eitthvað ekki í lagi....

Sekúndum munaði að tvær farþegaþotur frá SAS skyllu saman í flugtaki frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í stórhríð. Það var í lok síðasta mánaðar sem tvær SAS þotur voru að búa sig undir flugtak frá Kastrup.

Morðingi við dauðans dyr

Eini Libyumaðurinn sem hefur hlotið dóm fyrir Lockerbie sprengjutilræðið er sagður við dauðans dyr. Eftir áratuga þvarg var Adelbaset Megrahi framseldur frá Libyu til Alþjóðadómstólsins í Hollandi.

Ráðist á bíl Karls bretaprins

Það voru stúdentar að mótmæla hækkuðum skólagjöldum sem réðust á bíl hjónanna. Þeir höfðu áður reynt að brjóta sér leið inn í breska fjármálaráðuneytið og kom þar til harðra átaka.

Ráðherrar hafna tillögu um 20 vikna orlof

Ráðherrar Evrópusambandsríkja hafa hafnað tillögu Evrópuþingsins frá því í október um að lengja lágmarksfæðingarorlof í ESB-löndunum 27 í 20 vikur. Lágmarksorlof í ESB er nú 14 vikur, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkis­útvarpsins, BBC.

Stríð út af Wikileaks í netheimum

Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wiki­leaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn.

Verðlaunahafinn mætti ekki

Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðarverðlaun til höfuðs friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag.

Jim Morrison náðaður í Flórída

Ríkisstjórinn í Flórída hefur ákveðið að náða Jim Morrison söngvara The Doors þrátt fyrir að söngvarinn hafi látist í baðkeri í París árið 1997. Morrison var sakfelldur fyrir að bera á sér kynfærin á tónleikum í ríkinu árið 1969. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og var málið í áfrýjunarferli þegar hann lést.

Sex klukkustunda gömlu barni rænt

Umfangsmikil leit að litlu barni var sett af stað í Þýskalandi í dag. Barninu var rænt af spítala í Frankfurt í dag.

Konur pirraðar á stærðamun í fataverslunum

Kona sem kaupir stærð 12 í Topshop getur þurft að kaupa stærð 14 í Next til að fá sambærilegt mittismál á flík þar. Mittismál flíkur í stærð 12 úr Next er 3,2 cm minna en mittismál stærðar 12 í Topshop. Þetta kemur fram í könnun breska neytendablaðsins Which? sem kannaði fatastærðir í átta tískuverslanakeðjum í Bretlandi. Sagt er frá könnuninn í nýjasta hefti Neytendablaðsins sem Neytendasamtökin gefa út.

Þegar Amir Ali reyndi að kveikja í krá

Amir Ali og félagi hans báru sig ekki sérlega faglega að þegar þeir ákváðu að brenna hverfiskrána í bænum Crawley í Sussex í Bretlandi. Planið var að Amir Ali myndi fleygja tveim múrsteinum í gegnum rúðu á kránni.

Gefðu mér tíu!

Það eru dálítið sérstök viðurlög við því hjá bílafyrirtækinu Citroen í Svíþjóð að mæta of seint í vinnuna, eða tala í farsíma á óheppilegum tíma.

Gáttaðir á hegðan hákarla

Sérfræðingar sem hafa verið til kallaðir hafa enga hugmynd um ástæðuna fyrir fimm hákarlaárásum á ferðamenn undan ströndum Sinai skaga í Egyptalandi undanfarna daga.

Farþegaskip í sjávarháska

Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu.

Hættið þið þessu væli

Sepp Blatter forseti FIFA segir að Englendingar séu einfaldlega tapsárir og skilur ekkert í þessu væli þeirra yfir því að England skyldi ekki fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018.

Bandaríkjamenn: Við viljum Assange

Bandaríkjamenn eru svo æfir út í Assange að málsmetandi stjórnmálamenn hafa jafnvel krafist þess að hann verði ráðinn af dögum. WikiLeaks stofnandinn situr nú í gæsluvarðhaldi í Lundúnum vegna sænskrar handtökuskipunar.

Yeoh fundar með Suu Kyi

Kvikmyndaleikkonan Michelle Yeoh hefur síðustu daga átt fundi með baráttukonunni og friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi í Búrma. Fundirnir eru vegna undirbúnings bandarískrar kvikmyndar þar sem Yeoh mun fara með hlutverk baráttukonunnar.

Nítján lönd hunsa athöfnina

Nítján lönd, að Kína meðtöldu, ætla ekki að senda fulltrúa við afhendingu friðarverðlauna Nóbels til kínverska mótmælandans Liu Xiaobo, að því er fram kemur í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar. Afhendingin fer fram á morgun, föstudag.

Fangelsi í Chile í ljósum logum

Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið.

Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna

Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt.

Aðeins hluti aflans komst á leiðarenda

Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 3.276 tonn af frystum hvalaafurðum, öðrum en lýsi og mjöli, verið flutt út til Japans fyrstu níu mánuði ársins 2010. Enginn útflutningur var árið 2009, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta eru samtals 23 prósent af heildarafla hvalveiðimanna hér á landi árin 2009 og 2010 samanlagt.

Segist ekki hafa svikið neitt

Barack Obama hvetur þingmenn demókrata til að samþykkja breytt frumvarp um skattalækkanir, sem taka á gildi um áramótin.

Boðskapurinn löngu orðinn almannaeign

Þrjátíu ár voru í gær liðin síðan John Lennon var, síðla kvölds, myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. John Lennon lifir þó enn meðal aðdáenda sem einn áhrifamesti listamaður allra tíma.

Vilhjálmur og Kate fá hjónabandsráðgjöf

Þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu þangað til að Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton munu játast hvort öðru, hafa þau nú þegar þáð boð um hjónabandsráðgjöf.

Forstjóri stakk hund nágrannans til bana

Breski forstjórinn Mark Deeley, sem er 49 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir að drepa hund nágrannans með hnífi. Málið hefur vakið talsverða athygli í Englandi en forstjórinn býr í glæsivillu í afviknu hverfi. Húsið eitt kostar eina milljón punda sem gera um 180 milljónir íslenskar krónur.

Árásargjarnir hanar fá John Lennon-gleraugu

Kjúklingabændur í Kína hafa farið nýstárlega leið til að minnka líkur á slagsmálum á milli unghana en til að reyna að halda fuglunum rólegum hafa þeir sett á höfuð þeirra plastskyggni sem helst má líkja við sólgleraugu þau sem John Lennon gekk gjarnan með.

Býður marijúana fyrir Makkann

Starfsmaður auglýsingastofu í Bandaríkjunum hefur brugðið á óvenjulegt ráð til þess að hafa upp á Apple fartölvunni sinni sem rænt var á dögunum. Hann hefur boðið þeim sem getur veitt upplýsingar sem leitða til handtöku þjófsins tæp 30 grömm af úrvals maríjúana.

„Sjáðu hvað menn gera fyrir Hublot“

Lúxusúraframleiðandinn Hublot hefur hafið óvenjulega auglýsingaherferð þar sem Bernie Ecclestone eigandi Formúlunnar er í aðalhlutverki. Bernie lenti í því á dögunum að fjórir ribbaldar réðust á hann fyrir utan höfuðstöðvar Formúlunnar í London og börðu hann til óbóta.

Tölvuhakkarar réðust á Mastercard

Tölvuhakkarar hafa gert árásir á vef Mastercard, samkvæmt frásögn BBC. Síðan er ein af mörgum skotmörkum sem tölvuhakkarar hafa einblínt á

30 ár frá dauða Lennons - hafði engan áhuga á að verða dauð hetja

30 ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur í New York af Mark Chapman, geðsjúkum aðdáanda. Lennons hefur verið minnst um allan heim í dag og meðal annars er hann á forsíðu Rolling Stone tímaritsins sem í tilefni af tímamótunum birtir áður óbirt viðtal sem tekið var við Lennon aðeins þremur dögum áður en hann var skotinn til bana.

Sjá næstu 50 fréttir