Erlent

Einn frambjóðendanna kærir

Á miðvikudag voru fjölmenn mótmæli gegn úrslitum forsetakosninganna.
nordicphotos/AFP
Á miðvikudag voru fjölmenn mótmæli gegn úrslitum forsetakosninganna. nordicphotos/AFP
AP Forsetaframbjóðandinn Michel Martelly, jafnan nefndur Sweet Mickey, ætlar að kæra úrslit úr fyrri umferð forsetakosninganna á Haítí.

Martelly er vinsæll söngvari á Haítí og hlaut 21,8 prósent atkvæða, aðeins tæpum sjö þúsund atkvæðum minna en Jude Celestin, lítt þekktur stjórnmálamaður sem fékk 22,5 prósent atkvæða.

Flest atkvæði fékk Mirlande Manigat, fyrrverandi forsetafrú, eða 31,4 prósent. Í seinni umferðinni á að kjósa milli þeirra Manigat og Celestins, sem bæði eru talin fylgja svipaðri stefnu og fráfarandi forseti.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×