Erlent

Ráðherrar hafna tillögu um 20 vikna orlof

Sameiginlegur réttur íslenskra foreldra til töku fæðingarorlofs telur níu mánuði, margfalt lágmark ESB-ríkja. Fréttablaðið/Hörður
Sameiginlegur réttur íslenskra foreldra til töku fæðingarorlofs telur níu mánuði, margfalt lágmark ESB-ríkja. Fréttablaðið/Hörður
Ráðherrar Evrópusambandsríkja hafa hafnað tillögu Evrópuþingsins frá því í október um að lengja lágmarksfæðingarorlof í ESB-löndunum 27 í 20 vikur. Lágmarksorlof í ESB er nú 14 vikur, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkis­útvarpsins, BBC.

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að lágmarksfæðingarorlof verði lengt í 18 vikur, en ekki er búist við að samkomulag náist um málið meðal ESB-ríkjanna fyrr en á næsta ári.

BBC greinir frá því að Bretland hafi verið meðal þeirra ríkja sem lögðust gegn lengingu orlofsins í 20 vikur. Lagt var fram mat þar sem viðbótarkostnaður breskra fyrirtækja við breytinguna var metinn á 2,5 milljarða punda, eða tæplega 450 milljónir króna.

Svipaðar áhyggjur voru viðraðar í Frakklandi og Þýskalandi. Frakkar sögðu kostnað heilsugæslu myndu aukast um 1,3 milljarða evra (tæpa 198 milljarða króna) og Þjóðverjar sögðu kostnaðaraukann verða 1,2 milljarða evra (183 milljarðar króna).

Belgía, sem veitir framkvæmdastjórninni forystu, segir meirihluta ríkjanna hlynntan frekari viðræðum um tillögu framkvæmdastjórnarinnar, um lengingu orlofs í 18 vikur.

- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×