Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna 9. desember 2010 04:00 Tölvuþrjótar hafa tekið höndum saman um að ráðast á fyrirtæki sem hafa neitað Wikileaks um þjónustu.nordicphotos/AFP Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. Ábyrgðin sé engan veginn á herðum Julians Assange, stofnanda Wikileaks sem þessa dagana birtir hvert leyniskjalið á fætur öðru frá bandarískum sendiráðum víðs vegar um heim. „Ég tel að spyrja megi um það hvort öryggiskerfi þeirra hafi verið nægilega traust og hvaða aðgang fólk hafði að þessu efni yfir langt tímabil," sagði Rudd. „Meginábyrgðin, og þar með lagaleg ábyrgð, hvílir á þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á þessum upphaflega leka í heimildarleysi." Þessi afstaða Rudds stangast nokkuð á við yfirlýsingar Júlíu Gillard forsætisráðherra, sem tók við af Rudd í júlí eftir að hafa steypt honum af leiðtogastóli Verkamannaflokksins. Hún sagði Wikileaks-birtingarnar „gróflega ábyrgðarlausar", en tók reyndar fram eins og Rudd að birting skjalanna hefði ekki orðið möguleg ef lög hefðu ekki verið brotin í Bandaríkjunum. Áströlsk stjórnvöld eru enn að skoða hvort Assange hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur við áströlsk lög. Assange var handtekinn í London á þriðjudag og verður í varðhaldi meðan framsalsmál hans er til afgreiðslu í breska dómskerfinu. Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot, en Assange hefur mótmælt framsalsbeiðninni. Hann hefur ekki verið formlega ákærður, en kærur hafa verið lagðar fram og saksóknari vill fá hann til yfirheyrslu áður en ákvörðun verður tekin um ákæru. Sænsk lög um kynferðisbrot eru strangari en í flestum öðrum löndum, þannig að Assange gæti reynst erfitt að komast undan þeim. Á fréttasíðum breska útvarpsins BBC segir að lögfræðingar gantist stundum með að menn þurfi að fá skriflegt leyfi áður en stofnað er til kynmaka. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. Ábyrgðin sé engan veginn á herðum Julians Assange, stofnanda Wikileaks sem þessa dagana birtir hvert leyniskjalið á fætur öðru frá bandarískum sendiráðum víðs vegar um heim. „Ég tel að spyrja megi um það hvort öryggiskerfi þeirra hafi verið nægilega traust og hvaða aðgang fólk hafði að þessu efni yfir langt tímabil," sagði Rudd. „Meginábyrgðin, og þar með lagaleg ábyrgð, hvílir á þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á þessum upphaflega leka í heimildarleysi." Þessi afstaða Rudds stangast nokkuð á við yfirlýsingar Júlíu Gillard forsætisráðherra, sem tók við af Rudd í júlí eftir að hafa steypt honum af leiðtogastóli Verkamannaflokksins. Hún sagði Wikileaks-birtingarnar „gróflega ábyrgðarlausar", en tók reyndar fram eins og Rudd að birting skjalanna hefði ekki orðið möguleg ef lög hefðu ekki verið brotin í Bandaríkjunum. Áströlsk stjórnvöld eru enn að skoða hvort Assange hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur við áströlsk lög. Assange var handtekinn í London á þriðjudag og verður í varðhaldi meðan framsalsmál hans er til afgreiðslu í breska dómskerfinu. Sænsk stjórnvöld vilja fá hann framseldan til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot, en Assange hefur mótmælt framsalsbeiðninni. Hann hefur ekki verið formlega ákærður, en kærur hafa verið lagðar fram og saksóknari vill fá hann til yfirheyrslu áður en ákvörðun verður tekin um ákæru. Sænsk lög um kynferðisbrot eru strangari en í flestum öðrum löndum, þannig að Assange gæti reynst erfitt að komast undan þeim. Á fréttasíðum breska útvarpsins BBC segir að lögfræðingar gantist stundum með að menn þurfi að fá skriflegt leyfi áður en stofnað er til kynmaka. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira