Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara Valur Grettisson skrifar 12. desember 2010 10:38 Frá vettvangi í gær. Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdi veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. Fyrri sprengingin varð á Drottningagötu en sú seinni aðeins um 300 metrum frá um 10 til 15 mínútum síðar. Þar virðist sem hryðjuverkamaðurinn hafi sprengt sig sjálfan í loft upp að auki. Sjónvarvottar lýsa því að ódæðismaðurinn hafi legið með sprungin maga á gangstéttinni. Tveir Svíar slösuðust í árásinni. Ekki er vitað til þess hvort þeir hafi slasast alvarlega. Aðeins augnabliki áður en sprengingarnar urðu fengu lögregluyfirvöld og sænskir fjölmiðlar tölvupóst sem talinn er vera frá hryðjuverkamönnunum. Í honum er vera sænskra hermanna í Afganistan fordæmd harðlega. Í póstinum eru svokallaðir „Mujahideen" í Svíþjóð og víðar, sem eru íslamskir hermenn, hvattir til þess að rísa upp og berjast fyrir málstaði Íslam. Jihad Jane vildi drepa Lars Vilks. Þá er sænski teiknimyndahöfundurinn Lars Vilks einnig fordæmdur í póstinum. Lars komst í heimsfréttirnar í mars síðastliðnum þegar Colleen R. LaRose, oftast kölluð Jíhad Jane, frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, skipulagði tilræði gegn Lars. Sænski listamaðurinn er réttdræpur í augum róttækra íslamista vegna þess að hann teiknaði Múhammeð sem hringtorgshund. Jíhad Jane var dæmd í lífstíðarfangelsi. Lögreglan segist vera að rannsaka póstinn, en í augnablikinu segja þau höfund póstsins vera reiðan út í sænska hermenn í Afganistan og illt umtal um Múhammeð spámann. Sænsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig sitt vegna ótta við hryðjuverkaárás í nóvember síðastliðnum. Ástæðan var sú að sænskar sellur, sem grunaðar voru um að undirbúa árás á Svíþjóð, breyttu mynstri sínu þannig að sænsk lögregluyfirvöld sáu ástæðu til þess að bregðast við því. Lögreglan hefur ekki greint frá nafni hryðjuverkamannsins sem lést á vettvangi. Þess má geta að Svíar eru með um 500 hermenn í Afganistan. Tengdar fréttir Tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms - einn látinn Tvær sprengingar skóku miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í dag með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Um er að ræða tvær bílsprengjur samkvæmt upplýsingum frá sænsku lögreglunni. 11. desember 2010 19:47 Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. 12. desember 2010 09:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdi veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. Fyrri sprengingin varð á Drottningagötu en sú seinni aðeins um 300 metrum frá um 10 til 15 mínútum síðar. Þar virðist sem hryðjuverkamaðurinn hafi sprengt sig sjálfan í loft upp að auki. Sjónvarvottar lýsa því að ódæðismaðurinn hafi legið með sprungin maga á gangstéttinni. Tveir Svíar slösuðust í árásinni. Ekki er vitað til þess hvort þeir hafi slasast alvarlega. Aðeins augnabliki áður en sprengingarnar urðu fengu lögregluyfirvöld og sænskir fjölmiðlar tölvupóst sem talinn er vera frá hryðjuverkamönnunum. Í honum er vera sænskra hermanna í Afganistan fordæmd harðlega. Í póstinum eru svokallaðir „Mujahideen" í Svíþjóð og víðar, sem eru íslamskir hermenn, hvattir til þess að rísa upp og berjast fyrir málstaði Íslam. Jihad Jane vildi drepa Lars Vilks. Þá er sænski teiknimyndahöfundurinn Lars Vilks einnig fordæmdur í póstinum. Lars komst í heimsfréttirnar í mars síðastliðnum þegar Colleen R. LaRose, oftast kölluð Jíhad Jane, frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, skipulagði tilræði gegn Lars. Sænski listamaðurinn er réttdræpur í augum róttækra íslamista vegna þess að hann teiknaði Múhammeð sem hringtorgshund. Jíhad Jane var dæmd í lífstíðarfangelsi. Lögreglan segist vera að rannsaka póstinn, en í augnablikinu segja þau höfund póstsins vera reiðan út í sænska hermenn í Afganistan og illt umtal um Múhammeð spámann. Sænsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig sitt vegna ótta við hryðjuverkaárás í nóvember síðastliðnum. Ástæðan var sú að sænskar sellur, sem grunaðar voru um að undirbúa árás á Svíþjóð, breyttu mynstri sínu þannig að sænsk lögregluyfirvöld sáu ástæðu til þess að bregðast við því. Lögreglan hefur ekki greint frá nafni hryðjuverkamannsins sem lést á vettvangi. Þess má geta að Svíar eru með um 500 hermenn í Afganistan.
Tengdar fréttir Tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms - einn látinn Tvær sprengingar skóku miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í dag með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Um er að ræða tvær bílsprengjur samkvæmt upplýsingum frá sænsku lögreglunni. 11. desember 2010 19:47 Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. 12. desember 2010 09:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms - einn látinn Tvær sprengingar skóku miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í dag með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Um er að ræða tvær bílsprengjur samkvæmt upplýsingum frá sænsku lögreglunni. 11. desember 2010 19:47
Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. 12. desember 2010 09:46