Fleiri fréttir

Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar

Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar.

Herra Jónsson verður Frábær

Douglas Allen Smith Jr. fannst nafnið sitt ekki alveg nógu spennandi og hefur því fengið því fengið nafninu breytt í „Captain Awesome." Awesome, sem upp á ástkæra ylhýra myndi kallast Kapteinn Frábær, heillaðist af einni persónunni í gamansömu spennuþáttaröðinni Chuck en mágur aðalpersónunnar, læknirinn Devon Woodcomb, er gjarnan kallaður Captain Awesome.

Bankaáhlaup Cantona virðist hafa mistekist

Fáir virðast hafa tekið undir með franska fótboltagoðinu Eric Cantona og tekið peningana sína út úr bönkum í dag. Viðtal við kappann fór eins og eldur í sinu um Netið á dögunum þar sem hann skoraði á fólk um allan heim að sameinast í átakinu í dag 7. desember. Eðlilega vakti málið mesta athygli í Frakklandi og í hádeginu í dag fór lítill hópur fólks í bankann Societe Generale og tók út fé. En holskeflan sem sumir höfðu vonast eftir kom aldrei.

Assange neitað um lausn gegn tryggingu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, ætlar að berjast með kjafti og klóm gegn því að hann verði framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var handtekinn í morgun og í dag hafnaði dómari í London beiðni um að Assange yrði látinn laus gegn tryggingu.

Aspirín dregur úr líkum á krabbameini

Dagleg neysla Aspiríns getur minnkað líkur á dauðsföllum vegna krabbameins um þriðjung, ef marka má nýja rannsókn. Fjallað er um málið í fjölmiðlum víða í morgun og hafa niðurstöðurnar vakið mikla athygli.

WikiLeaks stofnandi handtekinn í Bretlandi

Breska lögreglan hefur handtekið Julian Assange stofnanda WikiLeaks að sögn Sky fréttastofunnar og BBC. Það var gert að beiðni sænskra yfirvalda. Þar í landi er hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveim konum þegar hann var í heimsókn í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum. WikiLeaks vefsíðan var vistuð í Svíþjóð en hefur nú verið lokað þar.

Er hákarlinn grimmi frá Ísrael?

Egyptar telja mögulegt að Ísraelar hafi sent hárkarlinn sem undanfarna daga hefur ráðist á fimm manneskjur sem voru á sundi undan strönd Sharm El-Sheik á Sinai skaga.

Lítill hundur og stóór flugvél

Skapstyggur smáhundur varð til þess að farþegaþota frá USAirways með 122 innanborðs varð að nauðlenda á leið sinni frá Newark til Phoenix í gær.

Hershöfðingi vildi kaupa Manchester Utd

Herforingjastjórnin í Burma afþakkaði alla aðstoð eftir að fellibylurinn Nargis olli þar miklum usla árið 2008. Talið er að um 140 þúsund manns hafi látið lífið.

NATO reiðubúið að verja Eystrasalt fyrir Rússum

Bandamenn eru reiðubúnir að senda níu herfylki til Eystrasaltslandanna ef Rússar gera þar árás, samkvæmt skjölum frá WikiLeaks. Herfylkin kæmu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi.

Fjórtán ára leigumorðingi

Þúsundir manna hafa fallið í valinn í Mexíkó ár hvert síðan Felipe Calderon forseti sagði eiturlyfjabarónum stríð á hendur árið 2006. Fjöldamorð eru daglegt brauð.

Ekki til viðræðu um að hætta

Fulltrúar íranskra stjórnvalda ræddu í gær við fulltrúa sex ríkja um kjarnorkuáætlun landsins. Þetta eru fyrstu viðræðurnar í meira en ár sem írönsk stjórnvöld samþykkja að taka þátt í. Þær halda áfram á næstu dögum.

Óvíst um áhrif á loftbelgsflug

Leifarnar af loftbelg sem hrapaði í Adríahafið í september komu upp með veiðarfærum ítalskra sjómanna út af ströndum Ítalíu í gær. Í körfunni voru lík manns og konu sem flugu loftbelgnum.

Bannað að nefna iPod

Stjórnendur þátta í Danska ríkisútvarpinu (DR) mega ekki minnast á iPod-tæki á útsendingartíma. Frá þessu er greint á vef Berlingske Tidende og er vísað í úrskurð útvarpsréttarnefndar þar í landi. Þar var ályktað að stjórnandi útvarpsþáttar á DR hafi gert iPod of hátt undir höfði er hann beindi því til hlustenda að þeir gætu sótt þáttinn á netið og hlustað eftir hentugleik „ef þeir eiga iPod“.

Ellefu læknar sáu ekki krabbameinið í tæka tíð

Þriggja barna móðir í Bretlandi lést á dögunum úr magakrabba en heimilislæknir hennar og tíu aðrir læknar fundu ekki meinið þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir. Angela Skeffington hafði kvartað undan verkjum og sýnt öll einkenni þess að vera með krabbamein í maga, frá því í apríl en hún var ekki sett í sneiðmyndatæki fyrr en í ágúst og þá uppgötvaðist meinið.

Hársbreidd frá því að verða undir lest

Aðeins munaði hársbreidd að maður hefði orðið undir neðanjarðarlest í Madríd á Spáni á dögunum á þessum mynsskeiði sést hvar maðurinn fellur allt í einu ofan á lestarteinana og missir meðvitund. Fólk sem beið eftir lest á stöðinni reynir að veifa til lestarstjórans sem virðist ekki taka eftir manninum á teinunum. Þá kemur aðvífandi maður og dregur hinn slasaða af teinunum aðeins sekúndum áður en lestin brunar hjá. Spænskir miðlar hafa hælt björgunarmanninum á hvert reipi en hann er ný útskrifaður lögreglumaður.

Svissneskur bankareikningur Julians frystur

Svissneskur banki hefur fryst bankareikning í eigu Julians Assange, sem er forsrpakki Wikileaks, en samkvæmt fréttavef BBC þá eru um 31 þúsund evrur inni á reikningnum.

Nýtt líf í Titanic

Vísindamenn hafa uppgötvað að nýjar överur hafa tekið sér bólfestu í flaki Titanic. Vísindamennirnir telja að til langs tíma geti þessi uppgötvun orðið til þess að koma megi í veg fyrir stórkostleg olíumengunarslys í framtíðinni.

Wikileaks: Gefa lítið fyrir ásakanir um óábyrgan leka

Wikileaks hafa birt lista sem sýnir svæði og byggingar víðsvegar um heiminn sem eru að mati bandarískra yfirvalda þjóðhagslega mikilvæg og árásir hryðjuverkamanna á staðina myndu ógna þjóðaröryggi.

Continental kennt um Concorde slysið

Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfélagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfrá Concorde farþegaþota fórst í flugtaki frá París árið 2000.

Átta hjólreiðamenn biðu bana

Átta hjólreiðamenn biðu bana á Ítalíu um helgina þegar Mercedes Benz bifreið var ekið inn í hópinn á mikilli ferð. Hjólreiðamennirnir æfðu í líkamsræktarstöð í grennd við slysstaðinn.

Handtökur vegna skógarelda

Slökkviliðssveitir í Ísrael hafa loks náð stjórn á skógareldunum sem þar hafa geisað síðan á fimmtudag. Talsmaður yfirvalda segir að ekki sé búið að slökkva allt, en allavega sé nú hægt að hindra frekari útbreiðslu. Yfir 40 manns fórust í eldunum og 17 er enn saknað.

Fimmtugasta salmonellusmitið

Grunur leikur á að salmonellusmit sé komið upp í kjúklingum frá Matfugli ehf og er verið að rannsaka það nánar. Ef svo reynist vera er þetta fimmtugasta smittilfellið í kjúklingum hér á landi á árinu.

Sittu heima ódámurinn þinn

Boris Johnson hinn litríki borgarstjóri Lundúna hefur afturkallað boð til Sepp Blatters forseta FIFA um að gista frítt á hinu fornfræga Dorchester hóteli meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram árið 2018.

Óttast nýja borgarastyrjöld

Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út á Fílabeinsströndinni í kjölfar forsetakosninganna. Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður-Afríku reynir nú að miðla málum í deilunni um hver sé forseti landsins.

Vinna eigið úran óháð öðrum ríkjum

Stjórnvöld í Íran segjast í fyrsta skipti hafa unnið sitt eigið úran og segjast nú vera algerlega óháð öðrum ríkjum í öllu framleiðsluferli kjarnorku, þar með í auðgun úrans. Tilkynningin berst aðeins degi áður en fulltrúar stórveldanna funda með fulltrúum Íransstjórnar í Genf í Sviss á morgun, þar sem enn á að reyna að sannfæra Írana um að frysta kjarnorkuáætlun sína.

Kröfðust lausnar Liu Xiaobo

Hundruð manna mótmæltu fangelsun Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo og kröfðust lausnar hans í Hong Kong í dag en þessa var krafist með útifundum á nokkrum öðrum stöðum í heiminum í dag. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló höfuðborg Noregs á föstudag.

Rússneska flugvélin missti afl á tveimur hreyflum

Rannsókn á flugslysi við Domodedovo flugvöll í Moskvu í gær hefur leitt í ljós að það drapst á tveimur af þremur hreyflum flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Þá drapst á þriðja hreyflinum þegar flugmenn reyndu nauðlendingu á flugvellinum. Tveir fórust og 83 slösuðust í slysinu.

Knútur fagnar fjögurra ára afmæli

Ísbjörninn Knútur fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag. Hann hefur verið í dýragarði í Berlín frá því móðir hans hafnaði honum og bróður hans.

Versta flugfélag í heimi

Lággjaldaflugfélagið Ryanair er versta flugfélag í heimi samkvæmt könnun þjónustumatsfyrirtækisins Zagat. Vélar flugfélagsins þykja óþægilegar og þjónustan slæm

Þingstarfsmaður sakaður um njósnir

Breska lögreglan hefur handtekið rússneska konu sem er búsett í Bretlandi en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir fyrir rússnesk stjórnvöld. Konan,sem er 25 ára, vann sem aðstoðarmaður bresk þingmanns. Konan neitar sök í málinu en þetta er í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins sem starfsmaður breska þingsins er sakaður um að stunda njósnir fyrir stjórnvöld í Moskvu.

Flugumferð færist í eðlilegt horf

Flugumferð um spænska flugstjórnarsvæðið er smám saman að færast í eðlilegt horf eftir að spænskir flugumferðarstjórar sneru aftur til vinnu í gær. Þeir tóku sér allir veikindaleyfi á fimmtudag til að mótmæla vinnuálagi. Í gær gripu spænsk stjórnvöld til neyðaraðgerða og hótuðu að kæra alla þá sem ekki myndu mæta til vinnu.

Fórust í flugslysi í Rússlandi

Tveir fórust og á fimmta tug slösuðust þegar rússnesk farþegaflugvél rann út af flugbraut á flugvelli í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í dag. Hreyflar þotunnar, sem er af gerðinni Tupolev Tu-154, biluðu eftir flugtak sem varð til þess að hún þurfti að nauðlenda með fyrrnefndum afleiðingum.

Flugumferðarstjórar tínast aftur til vinnu

Spænskir flugumferðarstjórar hafa frá því í hádeginu verið að tínast aftur til vinnu en verkfall þeirra hófst í gær. Flugumferðarstjórarnir komu aftur til vinnu eftir að ráðamenn hótuðu að sett yrðu neyðarlög til að þvinga þá aftur til starfa.

Verkfall lamar flugumferð

Fjölmörg flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Spáni í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Fyrir vikið eru þúsundir ferðamanna strandaglópa í landinu.

Hamingjusama fólkið hætti að reykja

Fólk sem hefur reykt en nær að hætta að reykja er glaðlegra en reykingafólk. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna frá Brown háskólanum og Háskólanum í Suður Kalíforníu, samkvæmt frásögn Daily Mail.

Botox breytir vöðvum í fitu

Botox fyllingar geta valdið því að vöðvar á líkamanum rýrni og fita komi í staðinn. Þetta er niðurstaða kanadískra sérfræðinga við Háskólann í Calgary sem hafa rannsakað langtímanotkun efnisins og birtu niðurstöðurnar í vísindaritinu Journal of Biomechanics.

Næst gerum við samstundis loftárás

Nýr varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir að þeir muni þegar í stað og án nokkurs hiks gera loftárásir á Norður-Kóreu ef landið geri sig sekt um enn eina árásina.

Englendingar trylltir út í FIFA

Breskir fjölmiðlar eru sumir nánast trylltir yfir því að England skyldi ekki fá heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018.

Lokuðu Fílabeinsströndinni

Stjórnarherinn á Fílabeinsströndinni hefur lokað landamærum landsins og vísað öllum erlendum fjölmiðlamönnum úr landi. Spennan í landinu er gríðarleg en þar voru haldnar forsetakosningar nýverið og úrslitanna hefur verið beðið með óþreyju.

Kuldinn herjar enn á Evrópubúa

Evópubúar búa enn við kulda og fannfergi og spáin fyrir helgina gerir ekki ráð fyrir að sólin láti sjá sig í bráð. Allt að 28 hafa látist víðsvegar um álfuna í atvikum sem rakin eru til veðursins og þúsundir hafa verið innlyksa eftir að vegum hefur verið lokað og samgöngur raskast. Á Balkanskaga hafa mikil flóð þröngvað þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín. Flest dauðsföll vegna kuldans hafa verið í Póllandi enda hefur frostið mælst allt að þrjátíu og þremur gráðum þar í landi.

Sjá næstu 50 fréttir