Erlent

Stórir skammtar af B-vítamínum vinna gegn Alzheimer

Ný rannsókn sýnir að stórir skammtar af B-vítavími geta unnið á móti heilahrörnun hjá eldra fólki og gætu þar með komið í veg fyrir sjúkdóma á borð við Alzheimer.

Greint er frá málinu á BBC en þar segir að rannsóknin byggi á hópi 168 eldri borgara. Helmingur hópsins fékk stóra skammta af B6 og B12 vítamínum en helmingurinn fékk sykurtöflur.

Að tveimur árum liðnum var heilahrönunin mæld hjá báðum hópunum og í ljós kom að hrörnunin var 30% minni hjá hópnum sem fékk vítamínin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×