Erlent

Sjálfsmorðssprengjuárás í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar

Karlmaður reyndi fyrir stundu að gera sjálfsmorðssprengjuárás á hóteli við Ísraelstorg í Kaupmannahöfn.

Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því hann hljóp alblóðugur frá hótelinu en lögreglan fann hann fljótlega.

Sprengingin varð á klósetti á hótelinu sem gæti bent til þess að sprengjan hafi sprungið áður en til var ætlast.

Enginn annar slasaðist í sprengingunni en lögreglumenn með leitarhunda eru nú að leita að hugsanlega fleiri sprengjum á torginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×