Erlent

Landgönguliðar bjarga skipi úr höndum sjóræningja

Hópi bandarískra landgönguliða tókst að bjarga þýsku flutningaskipi úr höndum sómalískra sjóræningja í gærdag. Sjóræningjarnir höfðu náð skipinu á sitt vald undan ströndum Sómalíu.

Á CNN segir að flotadeild frá bandaríska flotanum hafi verið stödd í grendinni og um borð í einu herskipanna var sérsveit landgönguliða sem send var til að bjarga flutningaskipinu.

Að sögn bandaríska flotans tók það landgönguliðanna aðeins örfáar mínútur að yfirbuga sjóræningjana. Níu sjóræningjar voru handteknir en enginn féll í átökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×