Fleiri fréttir

Veiklað hjarta veikir heilann

Svo virðist sem beinni tengsl séu milli heilbrigðis hjarta og heila en vísindamenn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Samkvæmt nýrri rannsókn eldist heilinn hraðar ef hjartað er veiklað, jafnvel þótt eiginlegir hjartasjúkdómar hafi ekki látið á sér kræla.

Hvar eru ellismellirnir?

Óvíða í heiminum er gömlu fólki sýnd jafn mikil virðing og í Japan. Það er heiðrað umfram aðra og fær gjafir frá stjórnvöldum á afmælisdegi sínum. Það fær líka dádóð eftirlaun.

Ferfætt fórnarlömb stríðs

Stríð tekur toll af fleirum en mönnum. Þegar tíkin Gina fór til Íraks var hún tveggja ára gömul, glaðvær og galsafull.

Með pabba á völlinn

Barack Obama er mikill áhugamaður um körfubolta. Hann á tvær dætur en enga syni sem hann getur deilt þessum áhuga með. Og hvað gera forsetar þá?

Flugslys í Alaska

Þrír menn létu lífið þegar stór fragtflugvél þeirra hrapaði til jarðar í aðflugi að Denali þjóðgarðinum í Alaska á sunnudag.

Innlyksa í bíl í skógareldum -myndband

Litla munaði að illa færi fyrir fjórum sjálfboðaliðum frá bænum Viska í Rússlandi sem höfðu farið til þess að hjálpa nágrönnum að verja hús sín fyrir skógareldunum sem þar geisa.

Bankaverðir hálshöggnir

Bankaræningjar í Afganistan hjuggu höfuðin af sex varðmönnum í banka í Balkh héraði um helgina.

Skotbardagar í Karachi -tugir fallnir

Uppundir fjörutíu manns hafa fallið í miklum skotbardögum í Karachi stærstu borg Pakistans. Bílar, strætisvagnar og byggingar standa í björtu báli.

Óttast kólerufaraldur í kjölfar flóða í Pakistan

Minnst 1200 manns hafa látist undanfarna daga í verstu flóðum í sögu Pakistans. Um tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni á götum úti í Peshawar í gær. Fólkið er óánægt með aðgerðir stjórnvalda í kjölfar flóðanna, og segja þau ekki hafa brugðist nógu vel og hratt við.

Danir trúa ekki skýringum

Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarna daga fyrir að hafa orðið margsaga um skattamál eiginmanns síns. Hún kom fyrr heim úr sumarfríi um helgina til þess að takast á við málið.

Villtust naktar í skógarferð

Þrjár þýskar konur týndust í skógi í suðurhluta Svíþjóðar á sunnudag. Konurnar voru naktar þegar þær villtust, en þær voru í hópi striplinga sem voru í fríi á svæðinu.

Hákarl synti upp á baðströndina

Skelfing greip um sig meðal baðstrandargesta í New Jersey í Bandaríkjunum þegar tveggja metra hákarl fór að dóla um meðal sundfólksins.

Lindsey laus úr fangelsi

Hinni 24 ára gömlu leikkonu Lindsay Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi en hún sat inni í 14 daga af þeim 90 sem hún var dæmd í. Fangelsisdóminn fékk hún vegna brots á skilorðsbundnum dómi sem hún fékk vegna fíkniefnamáls árið 2007.

Hafa áætlun um að ráðast inn í Íran

Mike Mullen, háttsettur stjórnandi hjá bandaríska hernum, segist hafa áætlun um að ráðast á Íran ef þurfa þykir til að koma í veg fyrir að landið öðlist kjarnorkuvopn. Hann segir að það sé erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar enda ríkir mikið ójafnvægi í þessum heimshluta.

Vill að Obama segi íslenskum stjórnvöldum að loka Wikileaks

Liz Cheney, dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney, lét þau orð falla í spjallþætti á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi að forseti Bandaríkjanna ætti að fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að þau loka vefsíðunni Wikileaks.

Hamfarir í Rússlandi

Beðið var fyrir fónarlömbum skógarelda í Rússlandi í hópgöngu í dag. 28 hafa látist og 77 bæir hafa ýmist eyðilaggst eða skemmst af völdum eldanna.

1100 látnir í miklum flóðum í Pakistan

Ellefu hundruð manns hafa látið lífið í miklum flóðum í norðvestur Pakistan. Björgunarmenn vinna að því að bjarga yfir 27 þúsund manns sem hafa einangrast vegna flóðsins.

Clinton gifti sig í gær

Fyrrum forsetadóttirin Chelsea Clinton, dóttir þeirra Bill og Hillary Clinton, giftist ástinni sinni, fjárfestingabankamanninum Marc Mezvinsky í gærkvöldi. Brúðkaupið fór fram í Rhinebeck, fallegum bæ við Hudson ána.

Hollenski herinn fer frá Afganistan

Veru hollenska hersins í Afganistan lýkur í dag þegar Bandaríkjamenn og Ástralir taka formlega við öryggisgæslu í Uruzgan héraðinu í mið-Afganistan. Hollendingar hafa að meðaltali verið með um tvö þúsund hermenn í Afganastan síðastliðin fjögur ár.

Brúnn sykur lítið hollari en hvítur

Brúnn sykur er ekki hollari en venjulegur hvítur sykur, segir danski næringarfræðingurinn Katja Maria Jackson. Í samtali við Danmarks Radio segir Katja að brúnn sykur sé einfaldlega hvítur sykur sem sé húðaður með svokölluðum melassa, en það er dökkbrúnt sýróp sem er búið til úr sykurreyr.

Sjá næstu 50 fréttir