Erlent

Clinton gifti sig í gær

Marc, Hillary, Chelsea og Bill stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í brúðkaupinu í gær.
Marc, Hillary, Chelsea og Bill stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í brúðkaupinu í gær. Mynd/AFP
Fyrrum forsetadóttirin Chelsea Clinton, dóttir þeirra Bill og Hillary Clinton, giftist ástinni sinni, fjárfestingabankamanninum Marc Mezvinsky í gærkvöldi. Brúðkaupið fór fram í Rhinebeck, fallegum bæ við Hudson ána.

Í yfirlýsingu sem foreldrar brúðarinnar sendu frá sér sögðust þau hafa verið afar stolt þegar þau fylgdust með fallegri og tilfinningaþrunginni athöfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×