Fleiri fréttir

Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf

Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta.

Fundu sautján tonn af gull- og silfurpeningum

Djúpsjávarkönnunarfyrirtæki er nýkomið úr leiðangri með það sem talið er mesti fjársóðsfundur sögunnar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN kom hópurinn með um 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem talinn er frá nýlendutíma Bandaríkjanna.

Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam

Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða.

Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað

Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn.

50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine

Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku.

Kouchner rekinn úr Sósíalistaflokknum

Bernard Kouchner hefur verið rekinn úr Sósíalistaflokknum eftir að hann settist í nýja ríkisstjórn hægrimannins Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í morgun.

Karlmenn hættir að slá konum gullhamra

Karlmenn eru orðnir of meðvitaðir um rétta og viðeigandi háttsemi á vinnustöðum. Þeir eru þess vegna mikið til hættir að slá kvenkyns vinnufélögum sínum gullhamra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir framleiðanda Loire Valley hvítvínsins. Um 65 prósent kvenna grunar einnig að á bakvið jákvæða athugasemd karlkyns samstarfsfélaga, eða nýs kunningja, liggi alltaf eitthvað meira.

Ryksuga veitir raðfullnægingar

Heimavinnandi bandarísk húsmóðir hefur fundið upp kynlífshjálpartæki sem tengist við ryksugu og veitir fullnægingu á aðeins tíu sekúndum.

Mikil spenna á fundi Rússa og ESB

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum.

Innfæddur ameríkani í stað indíána?

Svo gæti farið að orð eins og indíáni, eskimói, dvergur og mongólíti verði bannorð í Noregi ef marka má frétt á vef norska ríkisútvarpsins.

Mikill ís leynist á Mars

Bandaríski vísindamaðurinn Joshua Bandfeld telur að stór hluti af yfirborði reikistjörnunnar Mars geti verið þakinn ís. Þetta segist hann hafa fundið út með nýjum greiningaraðferðum.

Lögreglan fær súrefnisgeyma gegn mengun

Lögreglustöðvar í Kalkútta á Indlandi hafa nú allar fengið súrefnisgeyma til þess að hjálpa lögreglunni að takast á við áhrif mengunarinnar í borginni. Umferðarlögreglumenn í borginni koma til með að njóta góðs af þeim en þeir þurfa að standa í einhverri mestu mengun í heimi.

Skemmdarverk unnin á Litlu hafmeyjunni

Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar.

Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum

Norðmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í dag, 17. maí. Á þessum degi árið 1814 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu frá Dönum og stjórnarskrá landsins var undirrituð. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land.

22 fórust í skotbardaga í Mexíkó

Blóðugur skotbardagi átti sér stað í Mexíkó í gær og létu 22 lífið. Hann er sá stærsti síðan að stjórnvöld hófu átak gegn eiturlyfjasölum fyrir fimm mánuðum síðan. Átökin hófust þegar lögreglan í Mexíkó, með stuðningi hermanna, réðust inn á búgarð þar sem allt að 50 vopnaðir vígamenn höfðust við.

Var haldið föngnum í 13 ár

Suður-afrískur maður hefur verið ákærður fyrir ofbeldi eftir í ljós kom að hann hafði haldið ungum dreng föngnum í lokaðri kompu í 13 ár. Sagt er að drengurinn sé enn í áfalli og að hann þoli illa ljós. Talið er að maðurinn hafi rænt honum þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Honum var bjargað eftir að nágrannar höfðu heyrt öskrin í honum.

Stjórnarandstaðan í Tyrklandi sameinast

Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi hafa sameinast um framboð í þingkosningum sem fara fram í landinu þann 22. júlí. Kosningunum var flýtt þar sem ekki náðist samkomulag um forseta landsins.

Samkomulag næst um innflytjendalög

Öldungadeild bandaríska þingsins og Hvíta húsið hafa náð samkomulagi um innflytjendalöggjöf sem veitir milljónum ólöglegra innflytjenda búseturétt í Bandaríkjunum.

Einn lést og fjórir særðust

Einn lést og fjórir særðust í loftárásum Ísraelshers á Gaza svæðið í dag. Talsmenn sjúkrahúsa á svæðinu skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu að sá sem hefði látið lífið hefði verið óbreyttur borgari á unglingsaldri. Ísraelski herinn hefur ekki svarað þessum staðhæfingum.

Ban stefnir að fundi um loftslagsmál

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, ætlar sér að koma á fundi háttsettra embættismanna á sama tíma og þjóðarleiðtogar hittast og ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Ban sagði að alþjóðasamfélagið væri nú betur að sér um umhverfismál og sérstaklega eftir að skýrsla sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðana kom út.

Stéttarfélög í Nígeríu boða til verkfalls

Stéttarfélög í Nígeríu hafa boðað til tveggja daga verkfalls daganna 28. til 29. maí til þess að mótmæla framkvæmd forsetakosninga sem haldnar voru í landinu þann 21. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stéttarfélaga skýrði frá þessu í dag.

Dagar Wolfowitz sagðir taldir

Enn einn fundurinn verður haldinn í stjórn Alþjóðabankans í dag um örlög bankastjórans Pauls Wolfowitz en flest bendir nú til að hann muni láta af störfum.

Barnaníðingar stöðvaðir

Lögregla í Frakklandi og Belgíu hefur handtekið þrjá menn sem voru komnir á fremsta hlunn með að ræna belgískri telpu og misþyrma henni.

Sýknaður af morði á Miðnesheiði

Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans.

Hamas hóta sjálfsmorðsárásum

Hamas samtökin hótuðu því í morgun að hefja aftur sjálfsmorðsárásir gegn Ísrael eftir að ísraelski herinn gerði loftárásir á einar af höfuðstöðvum Hamas á Gaza svæðinu í morgun. „Þetta er opinber stríðsyfirlýsing gegn Hamas. Allir möguleikar standa nú opnir og þar á meðal sjálfsmorðsárásir.“ sagði talsmaður Hamas, Abu Ubaida, í dag.

Warhol verk fór á 4,5 milljarða

Málverk eftir Andy Warhol var selt á 71,7 milljónir dollara á uppboði hjá christie's í New York. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Warhol. Í íslenskum krónum er upphæðin um 4,5 milljarðar.

Ísraelar gerðu loftárásir á Gaza

Ísraelski herinn gerði í morgun loftárásir á Gaza. Fólk sem býr í nágrenni við húsið sem ráðist var sagði að Hamas samtökin hefðu þar aðstöðu. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti árásina við fjölmiðla. Þá ákærðu yfirvöld í Ísrael í morgun Palestínumann fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Eistar saka Rússa um netárásir

Eistar hafa sakað Rússa um að standa fyrir netárásum á vefþjóna ríkisstjórnarinnar og nokkura dagblaða í landinu. Ef rétt reynist, er þetta í fyrsta sinn sem að ríki ræðst gegn öðru með þessum hætti.

Kosið til þings í Alsír

Þingkosningar fara fram í Alsír í dag. Talið er líklegt að stjórnin sem nú er við völd haldi meirihluta. Hún samanstendur af flokknum sem barðist fyrir sjálfstæði landsins, FLN, lýðræðisflokknum RND og hófsömum íslömskum flokki, MSP. Einum stærsta flokk landsins er þó bannað að bjóða fram en það er flokkur róttækra múslima.

Verðbólga í Zimbabwe 3.713,9%

Verðbólga í Zimbabwe hefur náð nýjum hæðum en hún mældist í apríl 3.713,9%. Efnahagsástand í landinu er mjög ótryggt og má rekja hrun þess til aðgerða forseta landsins, Robert Mugabe, en hann ákvað árið 2000 að leyfa fólki að gera eignarnám á landi sem hvítir bændur áttu.

Fillon verður forsætisráðherra

Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur.

25 féllu á Gaza í gær

25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði.

Kyn fóstra greint eftir sex vikur

Hægt er að greina kyn fósturs eftir aðeins sex vikna meðgöngu með nýlegri tækni sem gagnrýnendur segja hafa í för með sér alvarlegar siðferðislegar spurningar.

Járnbrautarlestir fóru á milli Norður- og Suður-Kóreu

Tvær járnbrautarlestir, önnur frá Norður-Kóreu með fimmtíu manns innanborðs, hin frá Suður-Kóreu með hundrað manns innanborðs, fóru yfir landamæri ríkjanna í morgun. Þetta eru fyrstu lestarsamgöngur á milli ríkjanna tveggja frá því að Kóreustríðið hófst árið 1950.

Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er.

Sýknaður af morðákæru

Herdómsstóll í Washington sýknaði í gær bandarískan hermann, Calvin Hill ákærum um að hafa myrt félaga sinn á varnarsvæðinu, hina tvítugu Ashley Turner, á Miðnesheiði 14. ágúst 2005. Morðið var framið átta dögum áður en Turner átti að bera vitni gegn Hill í þjófnaðarmáli, en honum var þar gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga.

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine

Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu

Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag.

Uppgötva gen sem örvar hárvöxt

Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni.

Stjórnarskrá ESB er brýnt verkefni

Nicolas Sarkosy forseti Frakklands sagði í dag að brýnt væri að koma Evrópusambandinu úr stjórnarskrárlegri „lömun.“ Ummælin lét hann falla á fundi með Angelu Merkel kanslara Þýskalands í Berlín. Þjóðverjar fara með formennsku í Evrópusambandinu og G8 hópnum.

Gordon Brown verður næsti forsætisráðherra Breta

Sky sjónvarpsstöðin skýrði frá því fyrir stundu að Gordon Brown yrði næsti forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins. Þetta varð ljóst þegar Andrew MacKinlay, einn þingmanna flokksins, tilkynnti að hann styddi Brown. Fjármálaráðherrann hefur þá fengið 308 stuðningsatkvæði sem nægja til að tryggja honum sætið án þess að keppninautar hans hafi möguleika.

Litla hafmeyjan máluð rauð

Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar.

Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði

Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu.

Sarkozy farinn til fundar við Merkel

Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun

Búist við afsögn Wolfowitz í dag

Stjórn Alþjóðabankans leggur nú lokahönd á áætlun sem auðveldar Paul Wolfowitz bankastjóra að komast frá starfi sínu sem fyrst án þess að hljóta mikinn álitshnekki. Búist er við að Wolfowitz segi af sér seinna í dag vegna tilrauna hans til þess að fá stöðu- og launahækkun fyrir ástkonu sína sem vinnur hjá bankanum. Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir