Fleiri fréttir Fer fram á 12 ára fangelsi yfir höfuðpaur í Munch-málinu Ríkissakóknari í Noregi fór í dag fram á það fyrir lögmannsrétti að þrír menn sem sakfelldir voru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu af Munch-safninu í Olsó fyrir nærri þremur árum yrðu dæmdir í sjö til tólf ára fangelsi. 11.4.2007 14:23 Lífskjörin fara stöðugt versnandi Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi. 11.4.2007 13:30 Máli á hendur Rasmussen vegna Íraksstríðs vísað frá Landsréttur í Danmörku vísaði í dag frá máli sem 26 andstæðingar Íraksstríðsins höfðuðu á hendur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þátttöku Dana í stríðinu. Hópurinn, sem nefndi sig stjórnarskrárnefndina, var stofnaður í kjölfar innrásarinnar í Írak árið 2003. 11.4.2007 13:10 Sáttaráðstefnu í Sómalíu frestað Sáttaráðstefnu sem átti að halda í Sómalíu þann 16. apríl hefur verið frestað vegna þess hversu ótryggt ástandið er í höfuðborginni Mogadishu. Samtök Arabaríkja ætluðu að standa fyrir henni en báðu um mánaðarfrest. Ráðstefnan verður eitt stærsta innlenda framtakið til þess að binda enda á ofbeldi í landinu en fleiri en 1.000 hafa látið lífið í átökum í landinu síðan 29. mars. 11.4.2007 11:58 Sprengingar í höfuðborg Alsír Að minnsta kosti tvær sprengingar urðu í höfuðborg Alsír, Algeirsborg, í morgun og sprakk önnur þeirra fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra landsins. 17 manns létu lífið í þeim og yfir 80 særðust. Mikil ringulreið greip um sig í miðborg Algeirsborgar en þúsundir flykktust út á götur og sjúkrabílar þustu á vettvang. Fréttastofa alsírska ríkisins sagði frá. 11.4.2007 10:56 Kárahnjúkar virkja kínverska drauma Kárahnjúkavirkjun er þegar farin að hafa áhrif á landann. En það sem oft gleymist er að hún hefur áhrif langt út fyrir landsteinana. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vefsíðu Time þann 6. apríl síðastliðinn. 11.4.2007 10:47 Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund á morgun en í Tyrklandi er herinn talinn valdamikill og er fundarins því beðið með eftirvæntingu. Forsetakosningar verða haldnar í landinu í næsta mánuði. Elíta landsins, en til hennar teljast margir herforingjar, eru þeirrar skoðunar að trúmál og stjórnmál fari ekki saman. 11.4.2007 10:17 Dæmdur samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í morgun Dana af marokkóskum uppruna í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka. Said Mansour var þar með sá fyrsti sem dæmdur er samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku sem sett voru eftir árásirnar 11. septermber 2001. 11.4.2007 09:23 Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. 11.4.2007 08:57 Heimili Johnny Cash brann Fyrrum heimili söngvarans Johnny Cash brann til grunna í dag á meðan á endurbótum á því stóð fyrir Barry Gibb hinn nýja eiganda þess, en hann er meðlimur úr hljómsveitinni Bee Gees. 10.4.2007 23:51 Falist eftir 4 vikna barni í herinn Þjóðverjar falast eftir fjögra vikna barni í herþjónustu. Þýskiherinn sendi út tilkynningu til fjögra vikna gamals barns og skipuðu honum að mæta til vinnu innan næstu tíu daga. Talið er að starfsmaður hafi setti inn vitlausan afmælisdag þegar senda átti út tilkynningarnar. Hringt var í fjölskylduna um leið og atvikið uppgötvaðist og þau beðin um að hunsa tilkynningu hersins sem væri á leið til þeirra í póstinum. 10.4.2007 23:29 Skotið í skólastofu í Chicago Tveir fimmtán ára framhaldsskólanemar í Chicago Bandaríkjunum urðu fyrir skoti í skólastofu sinni í dag. Atvikið gerðist með þeim hætti að annar drengjanna rétti hinum byssuna og hleypti þar með skoti úr byssunni. Farið var með báða strákana á sjúkrahús en sár þeirra eru ekki talin vera alvarleg. Er þetta í annað skiptið sem nemendur verða fyrir skoti á innan við mánaðar tímabili í skólanum. 10.4.2007 23:24 Ausandi rigning á Spáni yfir páskana Þúsundir Íslendinga sem hugðust verja páskaleyfinu í sól og sumaryl á Spáni hafa í staðinn orðið að hírast innandyra í ausandi rigningu. Óvenjumikil úrkoma hefur verið við Miðjarðarhafið undanfarnar vikur. 10.4.2007 19:45 Dæmdir fyrir fjöldamorð Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu. 10.4.2007 19:30 Fær ekki fósturvísana Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu. 10.4.2007 18:58 Dæmdir fyrir aftökur nærri Srebrenica Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag fjóra karlmenn í fimm til tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa myrt sex unga Bosníu-múslíma á síðustu dögum Balkanskagastríðsins sem stóð yfir á árunum 1992-1195. 10.4.2007 14:43 Íranir segja kjarnorkuna til almennra nota Evrópusambandið lítur nýjustu yfirlýsingu Írana um auðgun úrans mjög alvarlegum augum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðverjum, sem eru í forsæti fyrir sambandið. ESB kannar nú af mikilli alvöru áætlanir Írana um að auðga úran. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sagði í gær að Íranar gætu nú í auðgað úran í miklum mæli. 10.4.2007 14:22 Obama útilokar framboð með Hillary Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Barak Obama, sem keppir um að verða forsetaefni demókrataflokksins, útilokar að hann muni bjóða sig fram sem varaforsetaefni Hillary Clinton sigri hún í valkosningunum. Þetta kom fram í máli þingmannsins í sjónvarpsþættinum Late Night with David Letterman. 10.4.2007 14:13 Telur 80 prósent fanga haldið í einangrun Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að svo virðist sem fjórum af hverjum fimm föngum í Guantánamo-búðunum sé haldið í einangrun og það stangist á við fyrri stefnu Bandaríkjastjórnar um að milda aðstæður í búðunum. 10.4.2007 14:06 Önnur umferð boðuð Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir. 10.4.2007 13:45 Sautján létust í sjálfsmorðsárás Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni. 10.4.2007 13:15 Internetnotkun komin úr böndunum? Tveir af hverjum þremur internet notendum í Bretlandi eyða vinnutíma sínum í óþarfa internetnotkun. Starfsmenn missa tvo heila daga úr á mánuði vegna stjórnlausar leitar á netinu. Karlmenn bregða sér víst mun meira á netið en konur gera. 10.4.2007 12:50 Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. 10.4.2007 12:37 Mannleg mistök talin ástæðan Mannleg mistök virðast vera orsök þess að gríska skemmtiferðaskipið Sea Dimond sökk í síðustu viku. Enn er ekki vitað hvað olli því að tæplega 22,500 tonna skip sigldi á sker rétt við eyjuna Santorini en sex manns eru í haldi vegna atviksins. 10.4.2007 11:16 Gore vonast eftir umhverfisvakningu Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku. 10.4.2007 10:57 Talið að 400 hafi látið lífið í Tsjad Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að allt að 400 manns hafi látið lífið í átökum á landamærum Tsjad fyrir 11 dögum síðan. Þá réðust Janjaweed hersveitir frá Súdan yfir landamærin til þess að eltast við flóttafólk úr Darfúr-héraði. Upphaflega var talið að um 65 hefðu látið lífið í árásunum sem áttu sér stað þann 31. mars síðastliðinn. 10.4.2007 10:32 Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag. 10.4.2007 10:13 Brixtofte dæmdur fyrir umboðssvik og embættismisnotkun Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í morgun Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, í tveggja ára fangelsi fyrir gróf umboðssvik og misnotkun á embætti sínu. 10.4.2007 09:49 Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram. 10.4.2007 08:59 Íranir halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Íranar eru komnir í hóp þjóða sem geta auðgað úran í miklu magni til kjarnorkuframleiðslu. Þetta fullyrti Mahmoud Ahmedinajad, forseti landsins í dag. Íranar væru komnir á "iðnaðarstig" í framleiðslu kjarnorku, sem þýðir að þeir eru einu skrefi nær því að geta framleitt kjarnorkusprengju. Stjórnvöld í Íran ítreka þó sem fyrr að kjarnorkuframleiðslan sé í friðsamlegum tilgangi. 9.4.2007 19:30 Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. 9.4.2007 19:15 Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. 9.4.2007 19:08 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. 9.4.2007 19:02 Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. 9.4.2007 19:01 Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. 9.4.2007 17:50 Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. 9.4.2007 17:34 Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ 9.4.2007 17:02 Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. 9.4.2007 15:52 Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. 9.4.2007 15:09 Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. 9.4.2007 14:30 Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. 9.4.2007 14:13 Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. 9.4.2007 13:41 Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 12:42 Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. 9.4.2007 12:40 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. 9.4.2007 12:22 Sjá næstu 50 fréttir
Fer fram á 12 ára fangelsi yfir höfuðpaur í Munch-málinu Ríkissakóknari í Noregi fór í dag fram á það fyrir lögmannsrétti að þrír menn sem sakfelldir voru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu af Munch-safninu í Olsó fyrir nærri þremur árum yrðu dæmdir í sjö til tólf ára fangelsi. 11.4.2007 14:23
Lífskjörin fara stöðugt versnandi Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi. 11.4.2007 13:30
Máli á hendur Rasmussen vegna Íraksstríðs vísað frá Landsréttur í Danmörku vísaði í dag frá máli sem 26 andstæðingar Íraksstríðsins höfðuðu á hendur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þátttöku Dana í stríðinu. Hópurinn, sem nefndi sig stjórnarskrárnefndina, var stofnaður í kjölfar innrásarinnar í Írak árið 2003. 11.4.2007 13:10
Sáttaráðstefnu í Sómalíu frestað Sáttaráðstefnu sem átti að halda í Sómalíu þann 16. apríl hefur verið frestað vegna þess hversu ótryggt ástandið er í höfuðborginni Mogadishu. Samtök Arabaríkja ætluðu að standa fyrir henni en báðu um mánaðarfrest. Ráðstefnan verður eitt stærsta innlenda framtakið til þess að binda enda á ofbeldi í landinu en fleiri en 1.000 hafa látið lífið í átökum í landinu síðan 29. mars. 11.4.2007 11:58
Sprengingar í höfuðborg Alsír Að minnsta kosti tvær sprengingar urðu í höfuðborg Alsír, Algeirsborg, í morgun og sprakk önnur þeirra fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra landsins. 17 manns létu lífið í þeim og yfir 80 særðust. Mikil ringulreið greip um sig í miðborg Algeirsborgar en þúsundir flykktust út á götur og sjúkrabílar þustu á vettvang. Fréttastofa alsírska ríkisins sagði frá. 11.4.2007 10:56
Kárahnjúkar virkja kínverska drauma Kárahnjúkavirkjun er þegar farin að hafa áhrif á landann. En það sem oft gleymist er að hún hefur áhrif langt út fyrir landsteinana. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vefsíðu Time þann 6. apríl síðastliðinn. 11.4.2007 10:47
Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund á morgun en í Tyrklandi er herinn talinn valdamikill og er fundarins því beðið með eftirvæntingu. Forsetakosningar verða haldnar í landinu í næsta mánuði. Elíta landsins, en til hennar teljast margir herforingjar, eru þeirrar skoðunar að trúmál og stjórnmál fari ekki saman. 11.4.2007 10:17
Dæmdur samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi í morgun Dana af marokkóskum uppruna í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka. Said Mansour var þar með sá fyrsti sem dæmdur er samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku sem sett voru eftir árásirnar 11. septermber 2001. 11.4.2007 09:23
Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. 11.4.2007 08:57
Heimili Johnny Cash brann Fyrrum heimili söngvarans Johnny Cash brann til grunna í dag á meðan á endurbótum á því stóð fyrir Barry Gibb hinn nýja eiganda þess, en hann er meðlimur úr hljómsveitinni Bee Gees. 10.4.2007 23:51
Falist eftir 4 vikna barni í herinn Þjóðverjar falast eftir fjögra vikna barni í herþjónustu. Þýskiherinn sendi út tilkynningu til fjögra vikna gamals barns og skipuðu honum að mæta til vinnu innan næstu tíu daga. Talið er að starfsmaður hafi setti inn vitlausan afmælisdag þegar senda átti út tilkynningarnar. Hringt var í fjölskylduna um leið og atvikið uppgötvaðist og þau beðin um að hunsa tilkynningu hersins sem væri á leið til þeirra í póstinum. 10.4.2007 23:29
Skotið í skólastofu í Chicago Tveir fimmtán ára framhaldsskólanemar í Chicago Bandaríkjunum urðu fyrir skoti í skólastofu sinni í dag. Atvikið gerðist með þeim hætti að annar drengjanna rétti hinum byssuna og hleypti þar með skoti úr byssunni. Farið var með báða strákana á sjúkrahús en sár þeirra eru ekki talin vera alvarleg. Er þetta í annað skiptið sem nemendur verða fyrir skoti á innan við mánaðar tímabili í skólanum. 10.4.2007 23:24
Ausandi rigning á Spáni yfir páskana Þúsundir Íslendinga sem hugðust verja páskaleyfinu í sól og sumaryl á Spáni hafa í staðinn orðið að hírast innandyra í ausandi rigningu. Óvenjumikil úrkoma hefur verið við Miðjarðarhafið undanfarnar vikur. 10.4.2007 19:45
Dæmdir fyrir fjöldamorð Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu. 10.4.2007 19:30
Fær ekki fósturvísana Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu. 10.4.2007 18:58
Dæmdir fyrir aftökur nærri Srebrenica Serbneskur stríðsglæpadómstóll dæmdi í dag fjóra karlmenn í fimm til tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa myrt sex unga Bosníu-múslíma á síðustu dögum Balkanskagastríðsins sem stóð yfir á árunum 1992-1195. 10.4.2007 14:43
Íranir segja kjarnorkuna til almennra nota Evrópusambandið lítur nýjustu yfirlýsingu Írana um auðgun úrans mjög alvarlegum augum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðverjum, sem eru í forsæti fyrir sambandið. ESB kannar nú af mikilli alvöru áætlanir Írana um að auðga úran. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sagði í gær að Íranar gætu nú í auðgað úran í miklum mæli. 10.4.2007 14:22
Obama útilokar framboð með Hillary Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Barak Obama, sem keppir um að verða forsetaefni demókrataflokksins, útilokar að hann muni bjóða sig fram sem varaforsetaefni Hillary Clinton sigri hún í valkosningunum. Þetta kom fram í máli þingmannsins í sjónvarpsþættinum Late Night with David Letterman. 10.4.2007 14:13
Telur 80 prósent fanga haldið í einangrun Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að svo virðist sem fjórum af hverjum fimm föngum í Guantánamo-búðunum sé haldið í einangrun og það stangist á við fyrri stefnu Bandaríkjastjórnar um að milda aðstæður í búðunum. 10.4.2007 14:06
Önnur umferð boðuð Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir. 10.4.2007 13:45
Sautján létust í sjálfsmorðsárás Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni. 10.4.2007 13:15
Internetnotkun komin úr böndunum? Tveir af hverjum þremur internet notendum í Bretlandi eyða vinnutíma sínum í óþarfa internetnotkun. Starfsmenn missa tvo heila daga úr á mánuði vegna stjórnlausar leitar á netinu. Karlmenn bregða sér víst mun meira á netið en konur gera. 10.4.2007 12:50
Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. 10.4.2007 12:37
Mannleg mistök talin ástæðan Mannleg mistök virðast vera orsök þess að gríska skemmtiferðaskipið Sea Dimond sökk í síðustu viku. Enn er ekki vitað hvað olli því að tæplega 22,500 tonna skip sigldi á sker rétt við eyjuna Santorini en sex manns eru í haldi vegna atviksins. 10.4.2007 11:16
Gore vonast eftir umhverfisvakningu Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku. 10.4.2007 10:57
Talið að 400 hafi látið lífið í Tsjad Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að allt að 400 manns hafi látið lífið í átökum á landamærum Tsjad fyrir 11 dögum síðan. Þá réðust Janjaweed hersveitir frá Súdan yfir landamærin til þess að eltast við flóttafólk úr Darfúr-héraði. Upphaflega var talið að um 65 hefðu látið lífið í árásunum sem áttu sér stað þann 31. mars síðastliðinn. 10.4.2007 10:32
Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag. 10.4.2007 10:13
Brixtofte dæmdur fyrir umboðssvik og embættismisnotkun Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í morgun Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, í tveggja ára fangelsi fyrir gróf umboðssvik og misnotkun á embætti sínu. 10.4.2007 09:49
Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram. 10.4.2007 08:59
Íranir halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Íranar eru komnir í hóp þjóða sem geta auðgað úran í miklu magni til kjarnorkuframleiðslu. Þetta fullyrti Mahmoud Ahmedinajad, forseti landsins í dag. Íranar væru komnir á "iðnaðarstig" í framleiðslu kjarnorku, sem þýðir að þeir eru einu skrefi nær því að geta framleitt kjarnorkusprengju. Stjórnvöld í Íran ítreka þó sem fyrr að kjarnorkuframleiðslan sé í friðsamlegum tilgangi. 9.4.2007 19:30
Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. 9.4.2007 19:15
Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. 9.4.2007 19:08
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. 9.4.2007 19:02
Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. 9.4.2007 19:01
Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. 9.4.2007 17:50
Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. 9.4.2007 17:34
Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ 9.4.2007 17:02
Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. 9.4.2007 15:52
Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. 9.4.2007 15:09
Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. 9.4.2007 14:30
Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. 9.4.2007 14:13
Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. 9.4.2007 13:41
Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 12:42
Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. 9.4.2007 12:40
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. 9.4.2007 12:22