Fleiri fréttir Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli. 3.4.2007 21:06 Heimsmet í hraða járnbrautarlestar Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð. 3.4.2007 19:10 Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. 3.4.2007 19:03 Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. 3.4.2007 18:49 Rosalega dýr bleyja Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi. 3.4.2007 16:33 Stórfellt smygl á fólki til Norðurlanda Þýska lögreglan handtók í dag níu Íraka sem eru grunaðir um að hafa smyglað fólki til Danmerkur og Svíþjóðar. Talið er að mennirnir hafi smyglað um eitthundrað Írökum til þessara landa. Smyglararnir höfðu höfuðstöðvar í Þýskalandi, þar sem þeir sjálfir höfðu sótt um hæli sem flóttamenn. 3.4.2007 16:16 Hommafælinn biskup undir lögregluvernd Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa. 3.4.2007 14:50 Vill ekki sjá frumvarp með áætlunum um brottflutning hermanna George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. 3.4.2007 14:48 Kínverjar kynna nýjan tungl-jeppa Kínverskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð nýs tunglrannsóknarbúnaðs sem þeir hafa hannað. Um er ræða svokallaðan tungljeppa á sex hjólum sem ætlað er að keyra um tunglið og safna gögnum. 3.4.2007 14:17 Mamma leysti vandann Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur. 3.4.2007 14:13 Í beinni á Vísi: George Bush ræðir um ástandið í Írak George Bush Bandaríkjaforseti hótar að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi um heimkvaðningu bandaríkjahers frá Írak. Hann tjáir sig um ástandið í Írak á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu. Hægt er að fylgjast með fundinum hans hér á Vísi. 3.4.2007 14:05 Börn seld á 400 krónur á Indlandi Það kostar margfallt minna að kaupa barn en búfénað á Indlandi. Buffalar geta kostað í kringum 30 þúsund krónur, en það er hægt að kaupa börn fyrir 400 til 3000 krónur. Börnin er yfirleitt notuð í nauðungarvinnu eða neydd til vændis. Barnasalarnir hafa svo sterk tengsl við lögregluna að þeir eru sárasjaldan handteknir. 3.4.2007 13:31 Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta. 3.4.2007 11:19 Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna. 3.4.2007 11:00 Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu óhlýðnast yfirvöldum Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu sem staðsettir eru erlendis hafa neitað beinni skipun Norður-kóreskra yfirvalda um að senda börn sín heim á leið. Fréttamiðlar í Suður-Kóreu skýra frá þessu. 3.4.2007 10:54 DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi. 3.4.2007 10:15 Þráðlaust net í Mexíkóborg Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn. 3.4.2007 10:11 Verður að una niðurstöðu kjörnefndar Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. 3.4.2007 10:07 Næstu tveir sólarhringar mikilvægir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi. 3.4.2007 09:49 Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag. 3.4.2007 09:46 Enn mótmælt í Pakistan Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný. 3.4.2007 09:01 Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. 2.4.2007 23:35 Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. 2.4.2007 22:39 Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. 2.4.2007 21:48 Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. 2.4.2007 21:15 Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. 2.4.2007 20:17 Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. 2.4.2007 19:45 Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48 Nemendur sneru aftur í skólann hálfu ári eftir skotárás Nemendur í amish-bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu sneru í dag aftur í skólann, hálfu ári eftir að maður gekk þar berserksgang og drap fimm stúlkur. Flutningabílstjórinn Charles Roberts komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann gekk inn í skólann í Nickel Mines vopnaður byssu og raðaði tíu stúlkum upp og skaut svo á þær. 2.4.2007 15:51 Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. 2.4.2007 15:47 Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. 2.4.2007 15:07 Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. 2.4.2007 14:47 Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar. 2.4.2007 14:25 Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. 2.4.2007 14:00 Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. 2.4.2007 13:30 Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu Fimm daga átakahrina í Mogadisjú í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum. 2.4.2007 13:15 Mannskætt haglél 2.4.2007 12:57 Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. 2.4.2007 12:45 Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. 2.4.2007 12:24 Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. 2.4.2007 11:56 Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. 2.4.2007 11:06 Leita fanga sem frelsaður var úr varðhaldi í Danmörku Lögregla í Danmörku leitar nú manns sem frelsaður var úr varðhaldi á laugardag í Fredreikssund á Sjálandi. Eftir því sem fram kemur á vef Nyhedsavisen telur lögregla að hann sé enn í Danmörku en muni reyna að komast úr landi, hugsanlega á fölsuðu vegabréfi. 2.4.2007 10:36 Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana. 2.4.2007 10:11 Hægist um í Mogadishu Ró komst á í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í nótt. Hart hafði verið barist undanfarna fjóra daga. Almenningur gat farið úr fylgsnum sínum út á götur og hófst handa við að grafa lík sem lágu á víð og dreif um höfuðborgina. 2.4.2007 08:57 Sjóliðar játa að hafa verið í íranskri lögsögu Íranska sjónvarpið sýndi í kvöld viðtöl við tvo af bresku sjóliðunum sem handteknir voru á Persaflóa fyrir rúmri viku. Í viðtölunum játa sjóliðarnir að hafa verið í íranskri lögsögu þegar þeir voru handteknir. Breska varnarmálaráðuneytið hefur staðhæft að það hafi undir höndum gögn úr staðsetningarbúnaði sem sanni að sjóliðarnir hafi verið Íraks-megin í lögsögunni. Bretar hafa sagt að löndin eigi í tvíhliða viðræðum um lausn málsins en hafa ekki viljað gefa upp smáatriði um þær viðræður. 1.4.2007 20:12 Sjá næstu 50 fréttir
Rauðar kindur auðga tilveru ökumanna Skoskur bóndi hefur litað 54 kindur sínar rauðar í því augnamiði að auðga útsýni ökumanna sem lenda í umferðarteppu á nærliggjandi hraðbraut. Andrew Jack er bóndi við M8 hraðbrautina í Vestur Lothian. Hann sagði í viðtali við dagblaðið the Schotsman að kindurnar vektu verðskuldaða athygli. 3.4.2007 21:06
Heimsmet í hraða járnbrautarlestar Heimsmet var slegið í Frakklandi í dag þegar járnbrautarlest af hefðbundinni gerð var ekið eftir teinum sínum á 574,8 km hraða á klukkustund. Þrír vagnar og tvær eimreiðar mynduðu lestina en kraftur véla þeirra hafði verið sérstaklega aukinn og vagnhjólin stækkuð. 3.4.2007 19:10
Óttast neyðarástand á Salómonseyjum Hjálparsamtök óttast að neyðarástand skapist á Salómonseyjum vegna flóðbylgjunnar sem dundi þar yfir í fyrrakvöld í kjölfar neðansjávarskjálfta. Önnur flóðbylgja skall á ströndum eyjanna í morgun en hún var þó mun minni en fyrri aldan. 28 lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi látist þar sem engin tíðindi hafa borist frá afskekktari eyjum klasans. 3.4.2007 19:03
Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. 3.4.2007 18:49
Rosalega dýr bleyja Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi. 3.4.2007 16:33
Stórfellt smygl á fólki til Norðurlanda Þýska lögreglan handtók í dag níu Íraka sem eru grunaðir um að hafa smyglað fólki til Danmerkur og Svíþjóðar. Talið er að mennirnir hafi smyglað um eitthundrað Írökum til þessara landa. Smyglararnir höfðu höfuðstöðvar í Þýskalandi, þar sem þeir sjálfir höfðu sótt um hæli sem flóttamenn. 3.4.2007 16:16
Hommafælinn biskup undir lögregluvernd Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa. 3.4.2007 14:50
Vill ekki sjá frumvarp með áætlunum um brottflutning hermanna George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. 3.4.2007 14:48
Kínverjar kynna nýjan tungl-jeppa Kínverskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð nýs tunglrannsóknarbúnaðs sem þeir hafa hannað. Um er ræða svokallaðan tungljeppa á sex hjólum sem ætlað er að keyra um tunglið og safna gögnum. 3.4.2007 14:17
Mamma leysti vandann Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur. 3.4.2007 14:13
Í beinni á Vísi: George Bush ræðir um ástandið í Írak George Bush Bandaríkjaforseti hótar að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi um heimkvaðningu bandaríkjahers frá Írak. Hann tjáir sig um ástandið í Írak á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu. Hægt er að fylgjast með fundinum hans hér á Vísi. 3.4.2007 14:05
Börn seld á 400 krónur á Indlandi Það kostar margfallt minna að kaupa barn en búfénað á Indlandi. Buffalar geta kostað í kringum 30 þúsund krónur, en það er hægt að kaupa börn fyrir 400 til 3000 krónur. Börnin er yfirleitt notuð í nauðungarvinnu eða neydd til vændis. Barnasalarnir hafa svo sterk tengsl við lögregluna að þeir eru sárasjaldan handteknir. 3.4.2007 13:31
Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta. 3.4.2007 11:19
Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna. 3.4.2007 11:00
Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu óhlýðnast yfirvöldum Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu sem staðsettir eru erlendis hafa neitað beinni skipun Norður-kóreskra yfirvalda um að senda börn sín heim á leið. Fréttamiðlar í Suður-Kóreu skýra frá þessu. 3.4.2007 10:54
DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi. 3.4.2007 10:15
Þráðlaust net í Mexíkóborg Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn. 3.4.2007 10:11
Verður að una niðurstöðu kjörnefndar Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. 3.4.2007 10:07
Næstu tveir sólarhringar mikilvægir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi. 3.4.2007 09:49
Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag. 3.4.2007 09:46
Enn mótmælt í Pakistan Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný. 3.4.2007 09:01
Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. 2.4.2007 23:35
Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. 2.4.2007 22:39
Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. 2.4.2007 21:48
Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. 2.4.2007 21:15
Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. 2.4.2007 20:17
Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. 2.4.2007 19:45
Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48
Nemendur sneru aftur í skólann hálfu ári eftir skotárás Nemendur í amish-bænum Nickel Mines í Pennsylvaníu sneru í dag aftur í skólann, hálfu ári eftir að maður gekk þar berserksgang og drap fimm stúlkur. Flutningabílstjórinn Charles Roberts komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann gekk inn í skólann í Nickel Mines vopnaður byssu og raðaði tíu stúlkum upp og skaut svo á þær. 2.4.2007 15:51
Trump slapp naumlega við skalla Í Bandaríkjunum er talað um að fólk eigi "slæma hár-daga." Og enginn á fleiri slæma hár-daga en miljarðamæringurinn Donald Trump. Það ríkti því mikil spenna þegar Donald veðjaði á fjölbragðaglímumann, við vin sinn Vince McMahon. Sá sem tapaði átti að láta raka sig sköllóttann, í hringnum, strax eftir glímuna. 2.4.2007 15:47
Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir. 2.4.2007 15:07
Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum. 2.4.2007 14:47
Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar. 2.4.2007 14:25
Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum. 2.4.2007 14:00
Hún kann heldur ekki að syngja Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns. 2.4.2007 13:30
Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu Fimm daga átakahrina í Mogadisjú í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum. 2.4.2007 13:15
Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín. 2.4.2007 12:45
Heilu þorpin fóru á kaf Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. 2.4.2007 12:24
Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn. 2.4.2007 11:56
Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. 2.4.2007 11:06
Leita fanga sem frelsaður var úr varðhaldi í Danmörku Lögregla í Danmörku leitar nú manns sem frelsaður var úr varðhaldi á laugardag í Fredreikssund á Sjálandi. Eftir því sem fram kemur á vef Nyhedsavisen telur lögregla að hann sé enn í Danmörku en muni reyna að komast úr landi, hugsanlega á fölsuðu vegabréfi. 2.4.2007 10:36
Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana. 2.4.2007 10:11
Hægist um í Mogadishu Ró komst á í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í nótt. Hart hafði verið barist undanfarna fjóra daga. Almenningur gat farið úr fylgsnum sínum út á götur og hófst handa við að grafa lík sem lágu á víð og dreif um höfuðborgina. 2.4.2007 08:57
Sjóliðar játa að hafa verið í íranskri lögsögu Íranska sjónvarpið sýndi í kvöld viðtöl við tvo af bresku sjóliðunum sem handteknir voru á Persaflóa fyrir rúmri viku. Í viðtölunum játa sjóliðarnir að hafa verið í íranskri lögsögu þegar þeir voru handteknir. Breska varnarmálaráðuneytið hefur staðhæft að það hafi undir höndum gögn úr staðsetningarbúnaði sem sanni að sjóliðarnir hafi verið Íraks-megin í lögsögunni. Bretar hafa sagt að löndin eigi í tvíhliða viðræðum um lausn málsins en hafa ekki viljað gefa upp smáatriði um þær viðræður. 1.4.2007 20:12