Fleiri fréttir Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum. 7.2.2007 21:30 NASA að bæta eftirlit með geimförum Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf. 7.2.2007 21:15 Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum. 7.2.2007 21:00 Apple og Apple semja Apple-tölvurisinn og Apple, útgáfufélag Bítlanna, hafa grafið stríðsöxina og bundið enda á þriggja áratuga lagadeilur um rétt til nafns og vörumerkis. Þetta gæti þýtt að Bítlalög verði í boði hjá iTunes og öðrum tónlistarveitum á netinu í fyrsta sinn. 7.2.2007 19:45 Íslendingar taldir tengjast barnaklámshring í Austurríki Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um áramótin, rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. 7.2.2007 19:30 7 bréfasprengjur á Bretlandseyjum Breska lögreglan greindi frá því í dag að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar á Bretlandseyjum undanfarnar þrjár vikur. Ein slík sprakk í Wales í dag og særði þrjá en það er fjórða sprengjan sem springur á fimm dögum. 7.2.2007 19:13 Bræður vilja ekki berjast Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. 7.2.2007 19:09 Reyndu að fella internetið Óþekktir tölvuþrjótar reyndu í gær að ráða niðurlögum þeirra 13 tölva sem sjá um að stjórna stórum hluta umferðar á internetinu. Árásin stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir og virtist koma frá Suður-Kóreu. Milljónir tölva um allan heim, sem sýktar voru með vírusum sem gerðu tölvuþrjótum kleyft að ná stjórn á þeim, voru notaðar í árásinni. 7.2.2007 18:42 Dönsku fríblöðin höggva skörð í lestur hinna Fríblöðin í Danmörku virðast hafa haft talsverð áhrif á blöðin sem fyrir voru. Miðað við janúar á síðasta ári, hefur Berlingske Tidende misst tíu prósent lesenda sinna, Jyllandsposten um 16 prósent sinna lesenda og Århus Stiftstidende heil 29 prósent. Aðeins Politiken virðist hafa staðið af sér hrinuna, en þar fjölgaði lesendum um tvö prósent. 7.2.2007 16:41 Royal sögð köld og sjálfselsk Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi, fær ekki góða einkunn í bók sem fyrrverandi aðstoðarkona hennar hefur skrifað. Evelyne Pathouot vann fyrir Royal 1997-1997 og hefur átt í málaferlum við hana út af vangoldnum launum. Hún vinnur nú hjá einum þingmanna franska hægri flokksins UMP. 7.2.2007 15:40 Danir undrandi á hjónabandi Alexöndru Alexandra prinsessa, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, ætlar að gifta sig aftur hinn 3. mars næstkomandi. Með því slitna öll tengsl hennar við dönsku konungsfjölskylduna. Eiginmaður hennar verður hinn 27 ára gamli ljósmyndari Martin Jörgensen. Margir Danir eru furðu lostnir yfir þessari ákvörðun prinsessunnar. 7.2.2007 14:53 Saka Al Jazeera um undirróður 7.2.2007 14:24 Skaut ítalskan leyniþjónustumann Ítalskur dómari hefur fyrirskipað að bandarískur hermaður skuli leiddur fyrir rétt fyrir að skjóta ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak. Tveir Ítalskir leyniþjónustumenn voru á leið út á flugvöllinn í Bagdad, með ítalska konu sem þeir höfðu fengið lausa úr gíslingu. Bandarískir hermenn segja að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða að bandarískri varðstöð við flugvöllinn, og því hafi verið skotið á hann. 7.2.2007 13:51 Sjö bréfasprengjur sendar í Lundúnum Breska lögreglan segir að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar þar í landi undanfarnar þrjár vikur, og hvetur fólk til þess að gæta sín í umgengni við póst. Þrír hafa slasast af bréfasprengjum í þessari viku, en ekki hefur verið skýrt opinberlega frá hinum fjórum fyrr en núna. 7.2.2007 13:26 Barnaklámsrassía á vegum austurrísku lögreglunnar Lögregla í Austurríki gerði í gær rassíu hjá alþjóðlegum barnaklámhring í samstarfi við lögreglu í 77 öðrum ríkjum. Alls er 2361 grunaður um aðild að hringnum. Enginn hefur verið handtekinn en tölvur þeirra grunuðu hafa verið haldlagðar. 7.2.2007 11:51 Khodorkovsky segir nýjar ákærur pólitískar Olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky segir nýjar ákærur á hendur honum til þess ætlaðar að koma í veg fyrir að hann losni fyrr úr fangelsi og blandi sér í stjórnmál. Hann segir þessar áætlanir kokkaðar upp í Kreml þar sem Vladímír Pútín ræður ríkjum. 7.2.2007 11:35 Búist við miklum snjó á Bretlandseyjum Búist er við umferðaröngþveiti á Bretlandseyjum í fyrramálið en spáð er snjóstormi í nótt. Búist er við allt að 15 sentímetrum af snjó falli sumstaðar. Þjóðvegaeftirlitið er með 400 saltbíla í viðbragðsstöðu og verður allt gert sem hægt er til að greiða fyrir umferð. 7.2.2007 11:14 Hætta ekki fyrr en niðurstaða fæst Mahmoud Abbas forseti Palestínu hóf viðræður sínar við Khaled Meshaal leiðtoga Hamas í morgun með þeim orðum að viðræðunum yrði ekki slitið fyrr en fylkingar Fatah og Hamas kæmust að sameiginlegri niðurstöðu. Ráðlagt er að viðræðurnar standi í tvo daga en Abdullah konungur Sádí-Arabíu miðlar málum fylkinganna. 7.2.2007 10:44 Enn ein bréfsprengjan á Englandi Kona var flutt á sjúkrahús eftir að bréfasprengja sprakk á skrifstofu ökutækjaskrár í Swansea í Wales í morgun. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum sem bréfasprengja springur á Bretlandseyjum. Ein kona slasaðist þegar bréfsprengja sprakk á skrifstofu í Lundúnum í fyrradag og tveir voru fluttir undir læknishendur þegar önnur sprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í gær. Enginn hefur týnt lífi í sprengingunum. Breska lögreglan segir enn of snemmt að segja til um hvort málin þrjú tengist. 7.2.2007 10:14 Innanríkisráðherra Póllands segir af sér Innanríkisráðherra Póllands, Ludwik Dorn hefur sagt af sér. Afsögn hans er liður í endurskipulagningu á ríkisstjórn Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra. Dorn er að auki einn fjögurra varaforsætisráðherra landsins en hann ætlar áfram að gegna því embætti. 7.2.2007 09:59 Mikil flóð í Búrúndí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí. 6.2.2007 23:45 Mannskæð námusprenging í Kólumbíu Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra. 6.2.2007 23:27 Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári. 6.2.2007 23:15 Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld. 6.2.2007 22:56 Eignast börn eða skilja Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt. 6.2.2007 22:26 Hættulausar fósturrannsóknir Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið. 6.2.2007 22:00 Wal-Mart í slæmum málum Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni. 6.2.2007 21:54 Stöðva byssukúlur á flugi Í bíómyndinni The Matrix gátu persónur séð byssukúlur fljúga á hægum hraða og stöðvað þær á flugi. Nú getur bandaríski herinn gert það sama. Flugherinn hefur látið þróa fyrir sig háhraðamyndavél sem getur fylgt eftir byssukúlum á flugi. 6.2.2007 21:36 Leiðtogar Hamas komnir til Mecca Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna. 6.2.2007 21:31 Orðinn gagnkynhneigður á ný Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður. 6.2.2007 21:08 Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku. 6.2.2007 20:45 Rússar vara Evrópusambandið við Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru. 6.2.2007 20:36 Deildi fimm lögum og verður sóttur til saka Scott Hinds, 23 ára, var nýverið ákærður fyrir ólöglega dreifingu á tónlist á internetinu. Hann er einn af sex sakborningum í Maine ríki í Bandaríkjunum. Það skrýtna er hins vegar að hann dreifði aðeins fimm lögum. 6.2.2007 19:58 Olmert segir samningaleiðina færa Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína. 6.2.2007 19:48 Átök í Betlehem Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum. 6.2.2007 19:15 Geimfari reyndi að ræna keppinaut Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. 6.2.2007 19:00 Upptaka af loftárás á bandamenn Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. 6.2.2007 18:45 Nowak kærð fyrir morðtilraun Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag. 6.2.2007 18:01 Æsispennandi sjónvarp 6.2.2007 17:10 Morðingi Önnu Lindh fær ekki að fara heim Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar. 6.2.2007 16:51 Mótmæla í rúminu Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu. Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama. 6.2.2007 16:39 Tuttugu og fimm ára rútuferð Jaeyaena Beuraheng er múslimi af malaiskum uppruna sem hvorki kann að tala eða skrifa taílensku. Hún bjó í einu af þrem múslimahéruðum syðst í Thaílandi, sem voru innlimuð í Taíland fyrir meira en eitthundrað árum. Þau hafa hinsvegar aldrei runnið saman við Taíland og tungumál og siðir eru allt aðrir. 6.2.2007 16:25 Bandarísk herstjórn fyrir Afríku 6.2.2007 15:23 Brúðarmeyjar til leigu Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum. 6.2.2007 15:00 Bandaríkjamenn skutu á Breta Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum. 6.2.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum. 7.2.2007 21:30
NASA að bæta eftirlit með geimförum Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf. 7.2.2007 21:15
Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum. 7.2.2007 21:00
Apple og Apple semja Apple-tölvurisinn og Apple, útgáfufélag Bítlanna, hafa grafið stríðsöxina og bundið enda á þriggja áratuga lagadeilur um rétt til nafns og vörumerkis. Þetta gæti þýtt að Bítlalög verði í boði hjá iTunes og öðrum tónlistarveitum á netinu í fyrsta sinn. 7.2.2007 19:45
Íslendingar taldir tengjast barnaklámshring í Austurríki Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um áramótin, rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. 7.2.2007 19:30
7 bréfasprengjur á Bretlandseyjum Breska lögreglan greindi frá því í dag að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar á Bretlandseyjum undanfarnar þrjár vikur. Ein slík sprakk í Wales í dag og særði þrjá en það er fjórða sprengjan sem springur á fimm dögum. 7.2.2007 19:13
Bræður vilja ekki berjast Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. 7.2.2007 19:09
Reyndu að fella internetið Óþekktir tölvuþrjótar reyndu í gær að ráða niðurlögum þeirra 13 tölva sem sjá um að stjórna stórum hluta umferðar á internetinu. Árásin stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir og virtist koma frá Suður-Kóreu. Milljónir tölva um allan heim, sem sýktar voru með vírusum sem gerðu tölvuþrjótum kleyft að ná stjórn á þeim, voru notaðar í árásinni. 7.2.2007 18:42
Dönsku fríblöðin höggva skörð í lestur hinna Fríblöðin í Danmörku virðast hafa haft talsverð áhrif á blöðin sem fyrir voru. Miðað við janúar á síðasta ári, hefur Berlingske Tidende misst tíu prósent lesenda sinna, Jyllandsposten um 16 prósent sinna lesenda og Århus Stiftstidende heil 29 prósent. Aðeins Politiken virðist hafa staðið af sér hrinuna, en þar fjölgaði lesendum um tvö prósent. 7.2.2007 16:41
Royal sögð köld og sjálfselsk Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi, fær ekki góða einkunn í bók sem fyrrverandi aðstoðarkona hennar hefur skrifað. Evelyne Pathouot vann fyrir Royal 1997-1997 og hefur átt í málaferlum við hana út af vangoldnum launum. Hún vinnur nú hjá einum þingmanna franska hægri flokksins UMP. 7.2.2007 15:40
Danir undrandi á hjónabandi Alexöndru Alexandra prinsessa, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, ætlar að gifta sig aftur hinn 3. mars næstkomandi. Með því slitna öll tengsl hennar við dönsku konungsfjölskylduna. Eiginmaður hennar verður hinn 27 ára gamli ljósmyndari Martin Jörgensen. Margir Danir eru furðu lostnir yfir þessari ákvörðun prinsessunnar. 7.2.2007 14:53
Skaut ítalskan leyniþjónustumann Ítalskur dómari hefur fyrirskipað að bandarískur hermaður skuli leiddur fyrir rétt fyrir að skjóta ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak. Tveir Ítalskir leyniþjónustumenn voru á leið út á flugvöllinn í Bagdad, með ítalska konu sem þeir höfðu fengið lausa úr gíslingu. Bandarískir hermenn segja að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða að bandarískri varðstöð við flugvöllinn, og því hafi verið skotið á hann. 7.2.2007 13:51
Sjö bréfasprengjur sendar í Lundúnum Breska lögreglan segir að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar þar í landi undanfarnar þrjár vikur, og hvetur fólk til þess að gæta sín í umgengni við póst. Þrír hafa slasast af bréfasprengjum í þessari viku, en ekki hefur verið skýrt opinberlega frá hinum fjórum fyrr en núna. 7.2.2007 13:26
Barnaklámsrassía á vegum austurrísku lögreglunnar Lögregla í Austurríki gerði í gær rassíu hjá alþjóðlegum barnaklámhring í samstarfi við lögreglu í 77 öðrum ríkjum. Alls er 2361 grunaður um aðild að hringnum. Enginn hefur verið handtekinn en tölvur þeirra grunuðu hafa verið haldlagðar. 7.2.2007 11:51
Khodorkovsky segir nýjar ákærur pólitískar Olíujöfurinn Mikhail Khodorkovsky segir nýjar ákærur á hendur honum til þess ætlaðar að koma í veg fyrir að hann losni fyrr úr fangelsi og blandi sér í stjórnmál. Hann segir þessar áætlanir kokkaðar upp í Kreml þar sem Vladímír Pútín ræður ríkjum. 7.2.2007 11:35
Búist við miklum snjó á Bretlandseyjum Búist er við umferðaröngþveiti á Bretlandseyjum í fyrramálið en spáð er snjóstormi í nótt. Búist er við allt að 15 sentímetrum af snjó falli sumstaðar. Þjóðvegaeftirlitið er með 400 saltbíla í viðbragðsstöðu og verður allt gert sem hægt er til að greiða fyrir umferð. 7.2.2007 11:14
Hætta ekki fyrr en niðurstaða fæst Mahmoud Abbas forseti Palestínu hóf viðræður sínar við Khaled Meshaal leiðtoga Hamas í morgun með þeim orðum að viðræðunum yrði ekki slitið fyrr en fylkingar Fatah og Hamas kæmust að sameiginlegri niðurstöðu. Ráðlagt er að viðræðurnar standi í tvo daga en Abdullah konungur Sádí-Arabíu miðlar málum fylkinganna. 7.2.2007 10:44
Enn ein bréfsprengjan á Englandi Kona var flutt á sjúkrahús eftir að bréfasprengja sprakk á skrifstofu ökutækjaskrár í Swansea í Wales í morgun. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum sem bréfasprengja springur á Bretlandseyjum. Ein kona slasaðist þegar bréfsprengja sprakk á skrifstofu í Lundúnum í fyrradag og tveir voru fluttir undir læknishendur þegar önnur sprengja sprakk í skrifstofubyggingu í Berkshire í suðurhluta Englands í gær. Enginn hefur týnt lífi í sprengingunum. Breska lögreglan segir enn of snemmt að segja til um hvort málin þrjú tengist. 7.2.2007 10:14
Innanríkisráðherra Póllands segir af sér Innanríkisráðherra Póllands, Ludwik Dorn hefur sagt af sér. Afsögn hans er liður í endurskipulagningu á ríkisstjórn Jaroslaw Kaczynski forsætisráðherra. Dorn er að auki einn fjögurra varaforsætisráðherra landsins en hann ætlar áfram að gegna því embætti. 7.2.2007 09:59
Mikil flóð í Búrúndí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí. 6.2.2007 23:45
Mannskæð námusprenging í Kólumbíu Sprenging varð í námu í Kólumbíu í dag. Ein kona lést og átta menn, fjórir námuverkamenn og fjórir björgunarmenn eru í sjálfheldu vegna hennar. Ekkert er vitað um afdrif þeirra. 6.2.2007 23:27
Stofna nefnd til að hjálpa flóttamönnum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það hefði stofnað sérstaka nefnd sem á að sjá til þess að Bandaríkin hlúi almennilega að flóttamönnum frá Írak. Þingmenn hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa aðeins leyft 202 Írökum að flytjast til Bandaríkjanna á síðasta ári. 6.2.2007 23:15
Gates vonast eftir hermönnunum heim fyrir áramót Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hann vonaðist eftir því að bandarískir hermenn gætu snúið á heim á leið fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram á fundi sem hann átti með hermálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í kvöld. 6.2.2007 22:56
Eignast börn eða skilja Stuðningsmenn hjónabanda samkynhneigðra í Washington ríki í Bandaríkjunum ætla sér að leggja fram tillögu um að ef gift fólk eignast ekki börn innan þriggja ára verði hjónabandið ógilt. 6.2.2007 22:26
Hættulausar fósturrannsóknir Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið. 6.2.2007 22:00
Wal-Mart í slæmum málum Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum samþykkti í dag að hópur kvenna sem ætlar í mál við Wal-Mart verslunarkeðjuna fengi stöðu hópmálsóknar. Það þýðir að allar konur sem unnu hjá Wal-Mart frá árinu 1998 og telja að mismunað hafi verið gegn sér í starfi á einn eða annan hátt gætu orðið aðilar að málsókninni. 6.2.2007 21:54
Stöðva byssukúlur á flugi Í bíómyndinni The Matrix gátu persónur séð byssukúlur fljúga á hægum hraða og stöðvað þær á flugi. Nú getur bandaríski herinn gert það sama. Flugherinn hefur látið þróa fyrir sig háhraðamyndavél sem getur fylgt eftir byssukúlum á flugi. 6.2.2007 21:36
Leiðtogar Hamas komnir til Mecca Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna. 6.2.2007 21:31
Orðinn gagnkynhneigður á ný Ted Haggard, bandaríski presturinn sem komst í heimsfréttirnar fyrir þremur mánuðum fyrir að hafa átt í sambandi við karlmann og neytt eiturlyfja, losnaði í dag úr meðferð og segist hann nú vera algjörlega gagnkynhneigður. 6.2.2007 21:08
Apple segir Vista skemma iPod tónlistarspilarana Hið nýja stjórnkerfi Microsoft, Windows Vista, getur skemmt iPod tónlistarspilarana vinsælu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Apple í dag. Microsoft kynnti Vista til sögunnar í síðustu viku. 6.2.2007 20:45
Rússar vara Evrópusambandið við Rússar vöruðu Evrópusambandið við því í dag að blanda sér ekki of mikið í mál innan áhrifasvæðis Rússlands. Evrópusambandið hefur undanfarið verið að beita sér í Moldavíu, Georgíu og Azerbaídsjan en Rússar hafa lengi miðlað í þeim deilum sem þar eru. 6.2.2007 20:36
Deildi fimm lögum og verður sóttur til saka Scott Hinds, 23 ára, var nýverið ákærður fyrir ólöglega dreifingu á tónlist á internetinu. Hann er einn af sex sakborningum í Maine ríki í Bandaríkjunum. Það skrýtna er hins vegar að hann dreifði aðeins fimm lögum. 6.2.2007 19:58
Olmert segir samningaleiðina færa Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að Íranir væru ekki búnir að ná þeim árangri í kjarnorkumálum sem þeir segjast hafa náð. Hann sagði líka enn hægt að beita Írana þrýstingi til þess að fá þá hætta við kjarnorkuáætlun sína. 6.2.2007 19:48
Átök í Betlehem Til átaka kom á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Betlehem í dag vegna endurbóta Ísraela á vegspotta að Musterishæðinni í Jerúsalem. Þar nærri er einn helgasti staður múslima og óttast þeir að skemmdir verði unnar á honum. 6.2.2007 19:15
Geimfari reyndi að ræna keppinaut Ástir í geimnum urðu kveikjan að mannránstilraun í Bandaríkjunum í gær. Geimfarinn Lisa Nowak lagði á sig langferð frá Houston til Orlando svo hún gæti rænt konu sem hún óttaðist að hefði stolið elskunni sinni frá sér. Nowak gæti átt yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. 6.2.2007 19:00
Upptaka af loftárás á bandamenn Breskir fjölmiðlar birtu í dag myndband sem er sagt sýna bandaríska hermenn fella breskan bandamann sinn í loftárás í Írak fyrir tæpum 4 árum. Myndbandið hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi. 6.2.2007 18:45
Nowak kærð fyrir morðtilraun Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag. 6.2.2007 18:01
Morðingi Önnu Lindh fær ekki að fara heim Hinn serbneski morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fær ekki að afplána lífstíðar fangelsisdóm sinn í Serbíu. Sænsk fangelsisyfirvöld höfnuðu beiðni þar um, eftir að hafa fengið þau svör frá Serbíu að óljóst væri hvort refsing hans yrði stytt þar. 6.2.2007 16:51
Mótmæla í rúminu Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu. Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama. 6.2.2007 16:39
Tuttugu og fimm ára rútuferð Jaeyaena Beuraheng er múslimi af malaiskum uppruna sem hvorki kann að tala eða skrifa taílensku. Hún bjó í einu af þrem múslimahéruðum syðst í Thaílandi, sem voru innlimuð í Taíland fyrir meira en eitthundrað árum. Þau hafa hinsvegar aldrei runnið saman við Taíland og tungumál og siðir eru allt aðrir. 6.2.2007 16:25
Brúðarmeyjar til leigu Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum. 6.2.2007 15:00
Bandaríkjamenn skutu á Breta Breska götublaðið Sun og AP fréttastofan hafa komist yfir upptökur úr stjórnklefa bandarískrar orustuþotu sem skaut á bílalest breskra hermanna í Basra í Írak fyrir tæpum fjórum árum. 6.2.2007 12:00