Fleiri fréttir

Ísraelsk kona lætur lífið í eldflaugaárás

Palenstínskir vígamenn skutu eldflaugum frá Gaza svæðinu í dag og urðu ísraelskri konu að bana og særðu tvo í ísraelska landamærabænum Sderot. Ísraelsk yfirvöld segjast ætla að gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að ná þeim sem eru ábyrgir.

Bandaríski herinn hugsanlega farinn frá Írak innan árs

Bandaríski yfirhershöfðinginn í Írak, John Abizaid, sagði í dag að það gæti tekið skemmri tíma en áður var haldið að þjálfa upp íraska herinn. Áður hafði verið talað um að minnsta kosti eitt ár í viðbót en hann telur að verkefninu gæti verið lokið á undir einu ári.

Ísraelsk herþyrla gerir árásir á Gaza

Ísraelsk herþyrla skaut rétt í þessu tveimur loftskeytum á hús í palenstínska hluta Gaza svæðisins, samkvæmt frásögnum sjónarvotta. Íbúar sögðu að einhverjir hefðu slasast og hugsanlega látið lífið í árásinni á Shathi flóttamannabúðirnar en það fékk ekki staðfest. Talsmaður ísraelska hersins hafði ekkert um málið að segja að svo stöddu.

Flóðbylgjur í Japan reyndust 20 til 40 sm háar

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kúríleyjar norður af Japan í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við að öflug flóðbylgja myndi skella á norður- og austurströndum Japans og jafnvel ná að Kyrrhafsströnd Rússlands. Flóðbylgjurnar sem skullu síðan á japönsku eyjunni Hokkaídó voru mun minni en óttast var og eru þær sagðar hafa mælst 20 til 40 sentrimetrar á hæð.

Fyrrum aðalendurskoðandi Enron fundinn sekur um bókhaldssvik

Bandarískur dómari dæmdi í dag fyrrum aðalendurskoðanda Enron, Richard Causey, í fangelsi í 66 mánuði, eða fimm og hálft ár, þar sem það var hann sem samþykkti hin miklu bókhaldssvik sem leiddu til falls fyrirtækisins.

Bandarískur hermaður játar nauðgun og morð

Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað 14 ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað til við að myrða hana og fjölskyldu hennar. Lögfræðingur hans sagði að hann hefði játað á sig morðið til þess að reyna að komast hjá dauðrefsingunni. Hermaðurinn er einn fjögurra sem tóku þátt í verknaðinum.

Samstarfsörðugleikar í írösku ríkisstjórninni

Íraska ríkisstjórnin hefur skipst í tvær fylkingar vegna örlaga fólksins sem var rænt í mannráninu í gær. Segja margir þeirra að vígahópar öfgatrúarmanna hafi sýnt að ástandið í Írak er ekki jafngott og sumir vilja vera láta.

Bandaríkin tilbúin til viðræðna við Íran vegna Íraks

David Satterfield, háttsettur ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og umsjónarmaður málefna Íraks, sagði í dag að Bandaríkin væru tilbúin í viðræður við Íran varðandi ástandið í Írak en hvenær það myndi gerast væri óvíst.

Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag

Bráðabirgðaúrslit kosninga voru birt í Austur-Kongó í dag. Samkvæmt þeim sigraði núverandi forseti landsins, Joseph Kabila, mótframbjóðanda sinn, Jean-Pierre Bemba, með 58% gegn 42% eftir að talningu allra atkvæða var lokið.

Rússar vilja að Saddam lifi

Neðri deild rússneska þingsins varaði í dag við því að aftaka Saddams Hussein gæti enn aukið á ofbeldið í Írak.

Nauðguðu og myrtu í Írak

Bandarískur hermaður hefur játað að hafa nauðgað fjórtán ára gamalli íraskri stúlku og hjálpað svo til að myrða hana og þrjá ættingja hennar.

Hverjir rændu hverjum og hvers vegna ?

Ringulreiðin í Írak er slík að stjórnvöld virðast ekki hafa hugmynd um hversu mörgum mönnum var rænt úr menntamálaráðuneyti landsins í gær, né hversu margra er enn saknað. Menntamálaráðherrann er hættur þáttöku í ríkisstjórn Íraks, þartil gíslunum hefur verið sleppt.

Geimhænsni Kentucky Fried

Kjúklingaveitingastaðurinn Kentucky Fried Chicken hefur breytt aðeins vörumerki sínu og í tilefni af því hefur verið gerð risastór mynd af Sanders ofursta á jörðinni, í Nevada fylki. Það er sagt fyrsta vörumerkið sem sést utan úr geimnum.

Lolu gert að skila brókum Bonos

U2 söngvarinn Bono hefur unnið mál gegn fyrrverandi stílista hljómsveitarinnar. Lolu Cashman var gert að skila söngvaranum brókum hans, kúrekahatti og öðrum smáhlutum sem hún sagði að sér hefðu verið gefnir meðan hún starfaði fyrir hljómsveitina.

Hæ pabbi...?

Þýskur kvensjúkdómalæknir hefur verið dæmdur til þess að greiða meðlag með barni til átján ára aldurs vegna þess að getnaðarvörn sem hann kom fyrir í móðurinni brást. Þýskir fjölmiðlar fordæma úrskurð dómstólsins.

Flóðbylgjan í Japan reyndist lítil

Flóðbylgjan sem varað var við eftir jarðskjálfta norður af Japan, skall á norðurströnd landsins um hádegið, en reyndist ekki nema fjörutíu sentimetra há og olli engum skemmdum.

Minniháttar flóðbylgja væntanleg við Japansstrendur

Flóðbylgjan skilar sér seinna en spáð var upp á Japansstrendur en ekki er lengur búist við að hún valdi miklum skaða. Ölduhæðin mun hugsanlega ná tveimur metrum á litlu svæði á norðurströnd Hokkaido en annars staðar verður hún í kringum hálfan metra.

Mega sletta SMS-skammstöfunum á prófi

Framhaldsskólanemar á Nýja-Sjálandi mega nú nota SMS-styttingar á prófum, til jafns við fullgilda ensku. Skammstafanir eins og CU (í stað see you) og btw (stendur fyrir by the way, sem sagt "meðal annarra orða") eru nú fullgilt ritmál á prófum. Þannig ætla nýsjálenskir framhaldsskólar að halda í við nútímann, þó að málfarið sé illa séð víðast hvar.

Velflestir gíslar fengu frelsi

Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi.

Flóðbylgjuviðvörun fyrir Japan og Rússland

Íbúar á Hokkaido- og Honshu-eyja í Japan hafa verið hvattir til að flýja frá ströndinni þar sem búist er við flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter varð neðjansjávar undan ströndum Chijima-eyja fyrir stundu. Varað er við að a.m.k. tveggja metra háar öldur geti skollið á norður- og austurströnd Japans, einnig gætu Rússar verið í hættu.

Fullyrðir að ráðist verði á Íran

Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur.

Ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir

Bandaríkin eða aðrar þjóðir verða að íhuga möguleikann á fyrirbyggjandi árás ef Íran eða Norður-Kórea halda áfram að sækjast eftir kjarnorkuvopnum. Þessu skýrði háttsettur embættismaður innan bandarísku stjórnarinnar frá í kvöld.

Neyðarástand í ríkinu Tsjad í Afríku

Ríkisstjórnin í Tsjad ákvað í dag að banna óskráð skotvopn í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi milli þjóðarbrota í landinu. Lýsti hún yfir neyðarástandi á miðnætti á mánudaginn vegna árása uppreisnarmanna á þorp í austurhluta landsins. Talið er líklegt að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á staðinn ef ástandið heldur áfram að versna.

Búið að frelsa flesta gísla í Írak

Búið að frelsa flesta gísla sem var rænt í mannráni í Bagdad í dag. Gíslarnir voru frelsaðir í aðgerðum víðsvegar um Bagdad, í kringum miðnætti að staðartíma, samkvæmt tilkynningu frá talsmanni írösku stjórnarinnar.

Íslendingur dregst inn í hneykslismál í Las Vegas

Vestur-Íslendingurinn Sig Rogich, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1992 og 1993, hefur dregist inn í hneykslismál sem skekur stjórnmálalíf í Las Vegas. Nýkjörinn ríkisstjóri Nevada er sakaður um að hafa ráðist á gengilbeinu fyrir utan veitingastað í borginni og síðan hafi hann og Rogich reynt að hylma yfir málið.

Bolur til loftgítarspils

Ástralskur vísindamaður hefur búið til þarfaþing fyrir þá sem hafa gaman af því að leika á loftgítar. Um er að ræða bol sem þarf að smeygja sér í áður en framkallaðir eru fagrir tónar.

Tilbúinn til viðræðna gegn breyttri stefnu

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagðist í dag tilbúinn til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran ef bandarísk stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart Íran. Hann sagði Bandaríkjamenn fara gegn Írönum með yfirgangi. Skýringar á stefnu Íransstjórnar væri að vænta.

Öryggi á frönskum flugvöllum ábótavant

Stéttarfélag flugvallarstarfsmanna í París sýndi í dag sviðsettar myndir af manni smygla leirklumpi um borð í flugvél. Myndin á að sýna fram á hversu einfalt sé fyrir hryðjuverkamenn að koma plastsprengiefnum um borð í flugvélar. Myndin var tekin um nótt á Charles de Gaulle flugvellinum.

Heimilislausum fjölgar í Lundúnum

Góðgerðarsamtök í Bretlandi segja mikla hættu á því að Búlgarir og Rúmenar, sem leiti betra lífs í Bretlandi, endi á götunni. Löndin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar á næsta ári. Heimilislausum í Bretlandi, úr hópi Austur-Evrópubúa, hefur fjölgað um tæp fjögur þúsund það sem af er þessu ári.

Annar frambjóðenda hafnar kosningatölum í Kongó

Jean-Pierre Bemba, forsetaframbjóðandi í Kongó, hefur hafnað úrslitum úr lokaumferð forsetakosninganna þar í landi sem gefa í skyn að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins hafi unnið hana. Öruggt er talið að spenna í höfuðborg Kongó, Kinshasa, eigi eftir að aukast í kjölfarið en 4 létust í byssubardögum á milli stuðningsmanna forseta frambjóðendanna á laugardaginn var.

5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána

Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi.

Fimm háttsettir lögreglumenn handteknir vegna mannránanna í Írak

Fimm háttsettir lögreglumenn hafa verið handteknir í tengslum við mannránið sem var framið í Írak í dag. Rúmlega 100 karlmönnum var þá rænt við rannsóknardeild íraska menntamálaráðuneytisins en ekki er vitað hver nákvæmur fjöldi þeirra er. Þremur hefur verið sleppt nú þegar og samkvæmt nýjustu fréttum gæti tólf hafa verið sleppt í viðbót.

Ný Bítlaplata kemur eftir viku

Ný plata með Bítlunum kemur út eftir viku. Reyndar með gömlum upptökum úr Abbey Road stúdíóinu. Þetta eru rúmlega 25, lög sem hljóðblönduð voru upp á nýtt af George Martin upptökumeistara Bítlanna og syni hans, Giles Martin, svo og alls konar lagabútar og hljóðbrot úr sýningu Cirque du Soleil fjölleikahópsins Love.

Berrassaðir nágrannar

Í Svíþjóð er leyfilegt að mynda nágranna sína berrassaða, jafnvel í ástarleikjum, bara ef þeir vita ekki af því. Þetta er niðurstaða sem kemur eftir tveggja ára vangaveltur.

Tugir teknir vegna lóðabrasks á sólarströndum Spánar

Tugir embættismanna hafa verið handteknir fyrir lóðabrask á Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem fjölmargir Íslendingar eiga hús. Meðal hinna handteknu eru borgarstjórar og borgarfulltrúar sem eru grunaðir um mútuþægni.

"Jihad" er ekki heilagt stríð

Islamskur heimspekingur sem átti fund með Benedikt páfa segir að hann sé enginn sérfræðingur í trúfræðum múslima, en þyrsti í meiri fróðleik um trúna og vilji eiga einlægar viðræður við fylgjendur hennar.

Danir vilja hermenn sína heim frá Írak

Meirihluti Dana er andvígur því að hafa danska hermenn áfram í Írak, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Jótlandspóstinum í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak.

Rúmlega 100 rænt

Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt.

Giuliani stígur fyrstu skrefin til forsetaframboðs

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur tekið fyrstu skrefin til framboðs í forsetakosningunum sem fara fram árið 2008. Hann hefur skráð sig fyrir svokallaðri könnunarnefnd sem heimilar honum að safna fé til að ferðast um landið, til þess að kanna stuðning við hugsanlegt framboð.

Sjá næstu 50 fréttir