Fleiri fréttir

Ítalska ríkisstjórnin slakar á lögum um eiturlyf

Ítalska ríkisstjórnin hækkaði í dag það magn af kannabisi sem löglegt er að vera með á sér án þess að vera handtekinn um helming. Samkvæmt nýju lögunum verður löglegt að vera með allt að 40 kannabisvindlinga á sér.

Tony Blair hvetur til samvinnu í málefnum Mið-Austurlanda

Í mikilvægri ræðu um utanríkismál sagði Tony Blair að mikilvægt væri að vinna með öllum löndum í Mið-Austurlöndum að friði og að það þýddi samstarf með Írönum og Sýrlandi. Talsmaður Blairs sagði hins vegar eftir ræðuna að þetta þýddi ekki að gefið yrði eftir í stefnu Bretlands varðandi þessi tvö ríki.

Náttúrulegt verkjalyf sem er sterkara en morfín

Vísindamenn hafa komist að því að mannslíkaminn framleiðir verkjalyf sem er talið töluvert sterkara en morfín. Vísindamennirnir fundu efnið, sem heitir opiorphin, í munnvatni.

Utanríkisráðherra Georgíu líkir Rússum við nasista

Utanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Baramidze, bætti í dag olíu á eldinn í samskiptum þeirra við Rússa þegar hann bar meðferð Rússa á Georgíumönnum í Rússlandi við meðferð nasista á gyðingum á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar.

Líkur aukast á þátttöku SÞ í friðargæslu í Darfur

Forsetinn í Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur lagt fram tillögur sem útiloka ekki þáttöku friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í úrlausn mála í Darfur. Þetta fullyrti forseti Senegal, Abdoulaye Wade, í dag.

Íranir virða hótanir um efnahagsþvinganir að vettugi

Íranir ætla sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. Þeir hafa heldur ekki enn veitt eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) leyfi til þess að grennslast fyrir í kjarnorkumálum þeirra.

Forseti danska þingsins fer fram á lögreglurannsókn

Forseti danska þingsins hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna frétta danskra fjölmiðla um að kókaínleifar hafi fundist á þremur salernum danskra þingmanna í Kristjánsborgarhöll. Hann segir málið allt hið alvarlegasta.

Bush vill beita efnahagsþvingunum gegn Írönum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að alþjóðasamfélagið þyrfti að beita Íran efnahagslegum þvingunum ef þeir héldu áfram að auðga úran gegn vilja þess.

Kræsingar frá því 100 eftir Krist

Spænskir fornleifafræðingar eru að skoða skipsflak á hafsbotni, af skipi sem notað var til þess að flytja kræsingar til auðmanna í Rómaveldi, árið eitthundrað eftir Krist.

Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar

George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði.

Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar

Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu.

Pólverjar beittu Rússa neitunarvaldi hjá ESB

Pólverjar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hæfi viðræður við Rússa um breiðari samvinnu, sérstaklega í orkumálum. Vonast var til að viðræðurnar gætu hafist á fundi í Helsinki hinn 24. þessa mánaðar.

Áströlsk plastglös ónýt sem vopn

Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði.

Líbanonsstjórn samþykkti tillögu að Hariri-dómstól

Ríkisstjórn Líbanons, - það sem er eftir af henni, samþykkti í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna að uppsetningu dómstóls til að rétta yfir mönnunum sem grunað er að hafi myrt Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir einu og hálfu ári. Sex ráðherrar hliðhollir eru Sýrlandi og mótfallnir dómstólnum hafa sagt af sér embætti síðan á laugardaginn.

Irwing-feðgar reyna að komast inn á olíumarkað hérlendis

Irwing-feðgarnir, sem á sínum tíma höfðu áhuga á að stofna olíufélag á Íslandi til að keppa við olíurisana þrjá: Olís, Essó og Skeljung, hafa ekki gleymt Íslandi því nú auglýsa þeir eftir umboðsaðila fyrir smurolíur sínar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga

Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak.

Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum

Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra.

Stjórnarkreppa í Líbanon

Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing. Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun.

Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins

Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu.

Náði athygli krókódílsins

Belgiskur maður hefur verið útnefndur heimskasti túristi vikunnar, eftir að hann reyndi að taka mynd af krókódíl í Cape Tribulation, í Ástralíu.

Leiðtogar arabaríkja vilja friðarráðstefnu

Utanríkisráðherra aðildarríkja Arababandalagsins samþykktu á neyðarfundi sínum í dag að kalla eftir friðarráðstefnu vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem að kæmu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Palestínu og Ísraels.

Um 20 hermenn létust í umferðarslysi í Chile

Að minnsta kosti 20 chileskir hermenn létust í dag þegar rúta sem þeir voru farþegar í steyptist fram af brú og ofan í á. Slysið átti sér stað í suðurhluta Chile. Ekki liggur fyrri hvernig það bar að en miklar rigningar höfðu verið á svæðinu.

Páfi segir hungursneyðina í heiminum hneyksli

Benedikt sextándi páfi sagði í dag að það væri hneyksli að fólk í heiminu sylti og kallaði eftir róttækum breytingum á efnahagskerfi heimsins til þess að binda enda á hungursneyð hundraða milljóna manna.

Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan

3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í.

Vilja segja sig úr lögum við Georgíu

Suður-Ossetíumenn greiddu í dag atkvæði um hvort þeir segðu sig endanlega úr lögum við Georgíu. Atkvæðagreiðslan nýtur ekki viðurkenningar á Vesturlöndum en Rússar segja að virða beri niðurstöðuna

Maliki boðar uppstokkun á stjórninni

Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins.

Egeland fundaði með umdeildum uppreisnarleiðtoga

Jan Egeland, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, átti stuttan fund með Joseph Kony, leiðtoga Uppreisnarhers Drottins í Úganda, í frumskógi í Suður-Súdan fyrr í dag. Þar hugðist Egeland reyna að fá Kony til þess að sleppa börnum, konum og særðum sem uppreisnarher hans hefur rænt en Kony sagði herinn aðeins halda hermönnum föngnum.

Ráðist á breskan eftirlitsbát við Basra

Fjórir breskir hermenn létust og þrír slösuðust alvarlega þegar árás var gerð á eftirlitsbát á ánni Shatt al Arab við borgina Basra í suðurhluta Íraks í dag. Frá þessu greindi breska landvarnaráðuneytið fyrri stundu.

Telja að Castro sé með krabbamein

Bandarísk stjórnvöld telja að Fidel Castro, forseti Kúbu, sé kominn með krabbamein og að hann muni ekki lifa út árið 2007. Frá þessu er greint á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eins og kunnugt er fól Castro bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana fyrr á árinu eftir að hann veiktist.

1600 lík send í líkhús Bagdad í október

Um sextán hundruð lík bárust líkhúsi Bagdad-borgar í októbermánuði sem gerir hann að næstversta mánuði ársins. Frá þessu greinir Reuters-fréttastofan og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni sínum í Bagdad. Um 85 prósent þeirra sem fluttir voru í líkhúsið munu hafa látist í einhvers konar ofbeldisaðgerðum, flestir karlmenn af völdum skotsára.

Óeirðir vegna dauða barns í Kína

Til átaka kom milli hóps manna og lögreglu fyrir utan spítala í borginni Guangan í Suðvestur-Kína í dag eftir að þriggja ára drengur hafði látist eftir að hafa drukkið skordýraeitur sem geymt var í gosflösku. Læknar á spítalanum neituðu honum um þjónustu þar sem afi hans gat ekki greitt fyrir meðferðina.

Vilja hefja brottflutning hermanna innan hálfs árs

Demókratar vonast til að geta þrýst á um að byrjað verði að kallað heim bandaríska hermenn frá í Írak eftir fjóra til sex mánuði og að herinn verði kallaður heim í áföngum. Þetta kom fram í máli demókratans Carls Levins, sem búist er við að verði nýr formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í dag.

Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak.

Stuðningur við Bush forseta í embætti aldrei minni

Stuðningur við George Bush Bandaríkjaforseta mælist aðeins 31 prósent samkvæmt nýrri könnun sem bandaríska tímaritið Newsweek lét gera. Hefur stuðningur við forsetann aldrei mælst minni.

Ákærur gegn Rumsfeld íhugaðar

Donald Rumsfeld, fráfarandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, gæti átt yfir höfði sér ákærur í Þýskalandi vegna illrar meðferðar á föngum í Abu Ghraib og Guantanamo-fangelsunum.

Sjá næstu 50 fréttir