Erlent

Grunaður stríðsglæpamaður handtekinn í Bosníu-Herzegovínu

Dragomir Abazovic, sem grunaður er um stríðsglæpi í Bosníustríðinu,var handtekinn í gær á heimili sínu í Rogatica í Bosníu-Herzegovínu. Friðargæsluliðar Evrópusambandsins réðust til atlögu á heimili hans og særðu hann, eiginkonu hans og son þeirra. Eiginkona hans lést og bæði Abazovic og sonur hans erusærðir.Handtökuskipan var gefin út á Abazovic árið 1999 vegna stríðsglæpa sem hann er grunaður um að hafa skipulagt í nágrenni Rogatica á árunum 1992 til 1995 þegar stríð geysaði í Bosníu-Herzegovínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×