Erlent

Mikið fannfergi í Japan

Lestarsamgöngur hafa legið niðri í norðurhluta Japans vegna fannfergisins.
Lestarsamgöngur hafa legið niðri í norðurhluta Japans vegna fannfergisins. MYND/AP

Tvær aldraðar konur létust í Japan þegar hús þeirra gaf sig undan snjóþunga í borginni Hakusan, 300 kílómetra norðvestur af Tókýó. Eiginmaður annarrrar konunnar slapp lítið meiddur frá slysinu. Gríðarlega ofankoma hefur verið í Hakusan að undanförnu og var um eins og hálfs metra jafnfallinn snjór í borginni í morgun.

Ástandið er svipað á ýmsum öðrum stöðum í Japan en alls hafa 30 látist í landinu í slysum tengdum snjókomunni. Veðurstofa Japans spáir áframhaldandi kulda og snjókomu um helgina og að allt að sextíu sentímetrar af snjó geti fallið í norður- og vesturhluta Japans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×