Fleiri fréttir Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. 10.3.2023 12:54 Örmagnaðist á göngu Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni. 10.3.2023 12:46 Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. 10.3.2023 11:42 Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. 10.3.2023 11:33 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í stúdentum sem eru ósáttir við fyrirhugaða hækkun á skráningagjöldum Háskóla Íslands. 10.3.2023 11:31 Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker. 10.3.2023 07:18 31 sótti um starf verkefnastjóra alþjóðamála Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda. 10.3.2023 06:55 Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. 10.3.2023 06:35 Leita Gunnars áfram í Eskifirði Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar. 9.3.2023 21:47 „Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. 9.3.2023 21:32 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9.3.2023 20:49 Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. 9.3.2023 20:30 „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9.3.2023 19:30 Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun. 9.3.2023 19:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.3.2023 18:00 Óperustjóri hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9.3.2023 17:58 Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði. 9.3.2023 17:36 Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. 9.3.2023 16:55 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9.3.2023 16:21 Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks. 9.3.2023 15:47 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9.3.2023 15:36 Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. 9.3.2023 15:20 Máttu reka hjúkrunarfræðing sem neitaði hraðprófi Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið. 9.3.2023 14:41 „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. 9.3.2023 14:30 Bein útsending: Stór skref stigin í lykilþáttum löggæslu Upplýsingafundur á vegum dómsmálaráðherra verður haldinn á Hilton hótel Nordica í dag. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari verða á fundinum. 9.3.2023 13:45 Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? 9.3.2023 13:12 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9.3.2023 13:00 Fjögur kosin í stjórn Samtaka iðnaðarins Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta. 9.3.2023 12:37 Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. 9.3.2023 12:18 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9.3.2023 11:39 Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9.3.2023 11:19 Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. 9.3.2023 10:57 Aldrei meiri fjölgun íbúa Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. 9.3.2023 10:44 Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. 9.3.2023 10:24 Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 9.3.2023 10:09 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9.3.2023 09:55 Asbest fannst í Höfða Asbest hefur fundist í hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni. Unnið er að því að fjarlægja það en engir viðburðir fara nú fram í húsinu vegna þessa. Asbest er heilsuspillandi efni og notkun þess hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 1983. 9.3.2023 09:22 Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. 9.3.2023 08:41 Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 9.3.2023 08:00 Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. 9.3.2023 07:58 Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ 9.3.2023 07:03 Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. 9.3.2023 06:36 Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. 8.3.2023 23:09 Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. 8.3.2023 22:55 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8.3.2023 21:29 Sjá næstu 50 fréttir
Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. 10.3.2023 12:54
Örmagnaðist á göngu Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni. 10.3.2023 12:46
Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. 10.3.2023 11:42
Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. 10.3.2023 11:33
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í stúdentum sem eru ósáttir við fyrirhugaða hækkun á skráningagjöldum Háskóla Íslands. 10.3.2023 11:31
Umfangsmikið útkall vegna manns sem fannst svo á röltinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker. 10.3.2023 07:18
31 sótti um starf verkefnastjóra alþjóðamála Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda. 10.3.2023 06:55
Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. 10.3.2023 06:35
Leita Gunnars áfram í Eskifirði Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar. 9.3.2023 21:47
„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. 9.3.2023 21:32
Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9.3.2023 20:49
Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. 9.3.2023 20:30
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9.3.2023 19:30
Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun. 9.3.2023 19:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.3.2023 18:00
Óperustjóri hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9.3.2023 17:58
Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði. 9.3.2023 17:36
Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. 9.3.2023 16:55
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9.3.2023 16:21
Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks. 9.3.2023 15:47
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9.3.2023 15:36
Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. 9.3.2023 15:20
Máttu reka hjúkrunarfræðing sem neitaði hraðprófi Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið. 9.3.2023 14:41
„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. 9.3.2023 14:30
Bein útsending: Stór skref stigin í lykilþáttum löggæslu Upplýsingafundur á vegum dómsmálaráðherra verður haldinn á Hilton hótel Nordica í dag. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari verða á fundinum. 9.3.2023 13:45
Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? 9.3.2023 13:12
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9.3.2023 13:00
Fjögur kosin í stjórn Samtaka iðnaðarins Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta. 9.3.2023 12:37
Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. 9.3.2023 12:18
Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9.3.2023 11:39
Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9.3.2023 11:19
Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. 9.3.2023 10:57
Aldrei meiri fjölgun íbúa Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. 9.3.2023 10:44
Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. 9.3.2023 10:24
Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 9.3.2023 10:09
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9.3.2023 09:55
Asbest fannst í Höfða Asbest hefur fundist í hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni. Unnið er að því að fjarlægja það en engir viðburðir fara nú fram í húsinu vegna þessa. Asbest er heilsuspillandi efni og notkun þess hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 1983. 9.3.2023 09:22
Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. 9.3.2023 08:41
Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 9.3.2023 08:00
Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. 9.3.2023 07:58
Gögn Borgarskjalasafns telja tíu kílómetra „Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“ 9.3.2023 07:03
Slökkvilið bjargaði gínu úr Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur. 9.3.2023 06:36
Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. 8.3.2023 23:09
Viðbúnaður á Selfossi vegna „torkennilegs hlutar“ Lögregla var með nokkurn viðbúnað við fjölbýlishús á Selfossi í kvöld vegna tilkynningar um torkennilegan hlut. Svæði í kringum húsið var girt af en engin hætta var á ferðum. 8.3.2023 22:55
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8.3.2023 21:29
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent