Fleiri fréttir Handtekinn vegna sprengjuhótunar í Reykjanesbæ Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki. 2.3.2023 16:32 „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2.3.2023 16:11 Skólasamfélagið í Háteigsskóla slegið eftir áflog Tveimur nemendum í unglingadeild Háteigsskóla í Reykjavík lenti saman í unglingaálmu skólans í dag. Á sama tíma voru tvö ungmenni sem eru ekki nemendur við skólann á svæðinu. 2.3.2023 16:06 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2.3.2023 13:43 Fær ekki lyf við MND sjúkdómnum: „Lýsi algjöru frati á LSH“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og þá staðreynd að hún fái ekki aðgengi að lyfjunum Tofersen eða AP101 sem rannsóknir hafa sýnt að geti hægt á framgangi sjúkdómsins. 2.3.2023 13:38 Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28 Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. 2.3.2023 13:19 Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2.3.2023 13:10 Meira en tvö hundruð kindur og geitur drápust í eldsvoða Tæplega þrjú hundruð dýr brunnu inni þegar eldur kom upp í fjárhúsi á bænum Unaósi við Hjaltastaðaþinghá laust eftir hádegi í gær. Slökkviliðsstjóri segir að enginn möguleiki hafi verið að bjarga dýrunum. 2.3.2023 12:23 Fráleitt að veitingamenn séu ekki með í ráðum um eigin örlög Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara. 2.3.2023 12:00 Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2.3.2023 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við sjónarmið veitingamanna sem segja ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. 2.3.2023 11:33 Fjórir vilja í embætti ráðuneytisstjóra Fjórar umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins bárust en umsóknarfrestur rann út 31. janúar síðastliðinn. Þriggja manna nefnd mun meta hæfi umsækjenda. 2.3.2023 10:56 Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2.3.2023 10:27 Leiguverð orðið hærra en lágmarkslaunin Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna á húsnæðismarkaði orðna algerlega sturlaða. Hann bendir á nýlega auglýsingu, 3 herbergja íbúð sem boðin er til leigu á 375 þúsund krónur á mánuði. 2.3.2023 10:14 Átján vilja verða dagskrárstjóri Rásar 1 Átján sóttu um að verða næsti dagskrárstjóri Rásar 1. Þröstur Helgason sagði upp störfum í byrjun febrúar en hann hafði gegnt starfinu í nærri níu ár. 2.3.2023 10:03 Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2.3.2023 09:05 Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2.3.2023 08:30 Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. 2.3.2023 07:00 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1.3.2023 22:18 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1.3.2023 22:11 Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1.3.2023 22:01 Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. 1.3.2023 21:44 Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 1.3.2023 20:41 Missti allt í bruna og fær enga hjálp: „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram“ Heimilislaus karlmaður sem missti allt sitt í bruna í smáhýsi á Granda í síðasta mánuði segist ekki eiga í nein hús að venda og upplifa mikið óöryggi. Hann þrái að vinna í sínum málum en komist ekki áfram þar sem úrræðaleysið sé algjört. Öruggt húsnæði myndi gera honum kleift að fá átta ára son sinn í heimsókn, vinna í eigin bata og fara í skóla. 1.3.2023 20:30 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1.3.2023 19:40 Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. 1.3.2023 19:18 Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1.3.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins. 1.3.2023 18:01 Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. 1.3.2023 17:50 Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024 Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum. 1.3.2023 16:48 Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. 1.3.2023 16:40 „Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 1.3.2023 16:07 Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. 1.3.2023 15:55 Rökstuddur grunur uppi um vanvirðandi framkomu ráðherra Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fyrirspurn sína til allra ráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra, setta fram að gefnu tilefni. 1.3.2023 15:45 Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. 1.3.2023 15:28 Felldu mastur sem var mörgum til ama Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra. 1.3.2023 14:14 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1.3.2023 14:14 „Þetta eru ákveðin tímamót“ Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. 1.3.2023 13:30 Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. 1.3.2023 12:24 Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýframlögð miðlunartillaga sem settur sáttasemjari í deildu Eflingar og SA kynnti í morgun verður helsta umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar. 1.3.2023 11:39 Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 1.3.2023 11:36 Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1.3.2023 11:33 Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1.3.2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1.3.2023 10:06 Sjá næstu 50 fréttir
Handtekinn vegna sprengjuhótunar í Reykjanesbæ Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki. 2.3.2023 16:32
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2.3.2023 16:11
Skólasamfélagið í Háteigsskóla slegið eftir áflog Tveimur nemendum í unglingadeild Háteigsskóla í Reykjavík lenti saman í unglingaálmu skólans í dag. Á sama tíma voru tvö ungmenni sem eru ekki nemendur við skólann á svæðinu. 2.3.2023 16:06
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2.3.2023 13:43
Fær ekki lyf við MND sjúkdómnum: „Lýsi algjöru frati á LSH“ Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrir um tveimur árum. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og þá staðreynd að hún fái ekki aðgengi að lyfjunum Tofersen eða AP101 sem rannsóknir hafa sýnt að geti hægt á framgangi sjúkdómsins. 2.3.2023 13:38
Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. 2.3.2023 13:28
Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. 2.3.2023 13:19
Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. 2.3.2023 13:10
Meira en tvö hundruð kindur og geitur drápust í eldsvoða Tæplega þrjú hundruð dýr brunnu inni þegar eldur kom upp í fjárhúsi á bænum Unaósi við Hjaltastaðaþinghá laust eftir hádegi í gær. Slökkviliðsstjóri segir að enginn möguleiki hafi verið að bjarga dýrunum. 2.3.2023 12:23
Fráleitt að veitingamenn séu ekki með í ráðum um eigin örlög Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara. 2.3.2023 12:00
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. 2.3.2023 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við sjónarmið veitingamanna sem segja ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. 2.3.2023 11:33
Fjórir vilja í embætti ráðuneytisstjóra Fjórar umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins bárust en umsóknarfrestur rann út 31. janúar síðastliðinn. Þriggja manna nefnd mun meta hæfi umsækjenda. 2.3.2023 10:56
Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2.3.2023 10:27
Leiguverð orðið hærra en lágmarkslaunin Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðuna á húsnæðismarkaði orðna algerlega sturlaða. Hann bendir á nýlega auglýsingu, 3 herbergja íbúð sem boðin er til leigu á 375 þúsund krónur á mánuði. 2.3.2023 10:14
Átján vilja verða dagskrárstjóri Rásar 1 Átján sóttu um að verða næsti dagskrárstjóri Rásar 1. Þröstur Helgason sagði upp störfum í byrjun febrúar en hann hafði gegnt starfinu í nærri níu ár. 2.3.2023 10:03
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2.3.2023 09:05
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2.3.2023 08:30
Kaupa heimildir annarra til að standa við Kýótó-skuldbindingar Loftslagsráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að æskilegast sé að íslensk stjórnvöld kaupi losunarheimildir annarra ríkja eða einingar fyrir loftslagsverkefnið í þróunarríkjum til þess að standast skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Þingmaður Pírata segir Ísland komast upp með rosalegt yfirskot vegna galla í samningnum. 2.3.2023 07:00
Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1.3.2023 22:18
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1.3.2023 22:11
Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 1.3.2023 22:01
Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. 1.3.2023 21:44
Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 1.3.2023 20:41
Missti allt í bruna og fær enga hjálp: „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram“ Heimilislaus karlmaður sem missti allt sitt í bruna í smáhýsi á Granda í síðasta mánuði segist ekki eiga í nein hús að venda og upplifa mikið óöryggi. Hann þrái að vinna í sínum málum en komist ekki áfram þar sem úrræðaleysið sé algjört. Öruggt húsnæði myndi gera honum kleift að fá átta ára son sinn í heimsókn, vinna í eigin bata og fara í skóla. 1.3.2023 20:30
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1.3.2023 19:40
Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. 1.3.2023 19:18
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1.3.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins. 1.3.2023 18:01
Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. 1.3.2023 17:50
Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024 Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum. 1.3.2023 16:48
Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. 1.3.2023 16:40
„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. 1.3.2023 16:07
Björtustu reikistjörnurnar í nánu samneyti í kvöld Venus og Júpíter, tvær björtustu reikistjörnurnar á næturhimninum, verða þétt saman á himni í kvöld. Hægt verður að sjá þær saman í sjónsviði handsjónauka og víðra stjörnusjónauka með lítilli stækkun. 1.3.2023 15:55
Rökstuddur grunur uppi um vanvirðandi framkomu ráðherra Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fyrirspurn sína til allra ráðherra sem varðar vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra, setta fram að gefnu tilefni. 1.3.2023 15:45
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. 1.3.2023 15:28
Felldu mastur sem var mörgum til ama Langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum sem reyndi á langlundargeð íbúa á svæðinu var fellt í hádeginu í dag. Aðgerðin er sögð hafa gengið vonum framar en mastrið brotnaði snyrtilega saman þegar klippt var á stálvíra. 1.3.2023 14:14
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1.3.2023 14:14
„Þetta eru ákveðin tímamót“ Frá og með deginum í dag verður ekki hægt að fara í sýnatöku við Covid-19 hjá Heilsugæslunni. Um tímamót eru að ræða en þrjú ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist hér á landi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóð um að Covid kaflanum fari að ljúka með hækkandi sól. 1.3.2023 13:30
Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. 1.3.2023 12:24
Hádegisfréttir Bylgjunnar Nýframlögð miðlunartillaga sem settur sáttasemjari í deildu Eflingar og SA kynnti í morgun verður helsta umfjöllunarefni hádegisfrétta Bylgjunnar. 1.3.2023 11:39
Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 1.3.2023 11:36
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1.3.2023 11:33
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1.3.2023 10:50
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1.3.2023 10:06