Fleiri fréttir

Allt að 350 flótta­menn til Akur­eyrar á þessu ári

Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.

Brott­vísun Husseins fer fyrir Lands­rétt

Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm.

Segir borgina sýna gott fordæmi

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar rammasamningi um aukna húsnæðisuppbyggingu og segir borgina sýna gott fordæmi. Formaður borgarráðs segir þetta stærsta skref sem hafi verið tekið í uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. 

Nafn­greindi manninn sem hélt vændi­skonu og nauðgaði

Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum.

Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki

Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki.

Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni

Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fáum við álit Samtaka iðnaðarins á nýju samkomulagi sem kynnt var í gær og varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. 

Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars

Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari.

Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka.

Best að taka strax á kakkalökkum

Kakkalakkkafaraldur blossar reglulega upp í Reykjavík að sögn meindýraeyðis. Undanfarið hafi borið talsvert á þeim á höfuðborgarsvæðinu og hann hvetur fólk til að tækla vandamálið um leið og það kemur upp.

Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm

Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur.

Sak­­borningur í hryðju­­­verka­­­málinu: Yfir­lýstur nas­isti sem finnst hommar fá of mikið pláss

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“

Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni

Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. 

Kristján Einar hand­tekinn á Húsa­vík

Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi.

„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“

Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó.

Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykja­vík með full­nægjandi hætti

Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. 

Löggan mætir á ráð­stefnu um hug­víkkandi efni

Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Stefnir í met­ár í komu skemmti­ferða­skipa

Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Konan sem lýst var eftir er fundin

Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag.

Dómarar fá vænan jólabónus

Stjórn dómstólasýslunnar ákvað á fundi sínum sem fram fór 10. nóvember á síðasta ári að persónuuppbót dómara í desember skuli vera 229.500 krónur.

SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar

Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn.

Hrein­læti besta vopnið gegn kakka­lökkum

Kakkalakkar hafa fundist á Íslandi í áratugi en undanfarna mánuði hafa þeir verið að sjást í meira mæli í íbúðarhúsum. Sérfræðingur í skordýrum segir almennt hreinlæti vera lykilatriði ef fólk vill ekki sjá þessi framandi dýr heima hjá sér. 

Svikarar narra leigj­endur í neyð með fölskum gylli­­boðum

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina.

Sjá næstu 50 fréttir