Fleiri fréttir

Ísland engan veginn í stakk búið fyrir viðamiklar lyfjarannsóknir
Ísland er langt í frá reiðubúið til að taka þátt í umfangsmiklum lyfjarannsóknum, ef marka má umsagnir um þingsályktunartillögu um heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni (e. psilocybin) í geðlækningum.

Þetta eru merkustu sigrar ársins
Við erum mætt aftur, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, með ítarlega yfirferð yfir árið 2022. Það gerðist allskonar, eins og við munum, en við byrjum hér: á fólkinu sem varð ofan á. Sigurvegurum ársins, í sem víðasta skilningi orðsins.

Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2022
Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2022 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Uggur um lífeyrisréttindi heilbrigðisstarfsmanna sem fresta starfslokum
„Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“

„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“
HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok.

Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.

Slit á landshring Mílu á Suðausturlandi
Slit hefur orðið á ljósleiðara landshring Mílu á Suðausturlandi, milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum.

Búnar að sýna og sanna það að þetta er ekki karlastarf lengur
Hún ruddi brautina fyrir íslenskar konur í flugmannastétt sem sú fyrsta sem var ráðin sem atvinnuflugmaður. Í dag var komið að síðustu lendingu Sigríðar Einarsdóttur í flugstjórasætinu hjá Icelandair og hlaut hún heiðursmóttöku á Keflavíkurflugvelli.

Eydís nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Eydísi Ásbjörnsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember.

Mikilvægt að ná samningum sem fyrst
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en samningur liggur fyrir
Mikill hamagangur var í Karphúsinu í dag þar sem reynt hefur verið til þrautar að landa kjarasamningum. Fundum lauk um klukkan sex í dag og verður þráðurinn tekinn aftur upp á morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að allt að tvö hundruð þúsund krónur eigi að rukka fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Vitavegur vinnur hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið
Hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, er nú lokið. Fimm teymi voru valin til að taka þátt í forvali og sendu inn tillögur að umbreytingu hússins, en teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu varð hlutskarpast.

Rannsaka alvarlegan sjúkdóm sem herjar á hesta
Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum.

Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla
Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar
Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag.

Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara
Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku.

Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu.

Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“
Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar.

Með kynferðislegar myndir af börnum í tölvu og síma
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 18. júlí 2019, ítrekað skoðað myndir og myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni.

Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði
Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma.

Skoða að færa Rokksafnið úr Hljómahöllinni
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skoða nú hvort færa eigi bókasafn bæjarins í aðstöðu Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Hugmyndin er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar.

Rétturinn til að gleymast ekki algildur
Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google.

„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“
Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur.

Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi
Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa.

Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“
Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn.

Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni
Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Kjaramál, salan á hlutum ríkisins í Íslandsbanka og rétturinn til að gleymast á internetinu verða á meðal þess sem tekið er fyrir í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Katrín og Lilja þráspurðar um ábyrgð og mögulegt vanhæfi Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði miklum hluta fyrirspurnatíma á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í að svara fyrir möguleg afglöp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Landsréttur staðfestir lögmæti smálánastarfsemi
,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi.

Ótrúlegar niðurstöður á augnabliki
Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð.

Borgin bótaskyld eftir að nemandi brenndist í eldgostilraun
Reykjavíkurborg var dæmd bótaskyld vegna líkamstjóns unglingsstúlku sem brenndist þegar samnemandi hennar helti eldfimum vökva yfir eldgostilraun í efnafræðitíma. Stúlkan er með ör eftir slysið og örorka hennar metin tíu prósent.

Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ
Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ í gær. Einn íbúi var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann komst út af sjálfsdáðum.

Bein útsending: Katrín og Lilja mæta á fund nefndar vegna Íslandsbankasölunnar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherrra munu þar svara spurningum nefndarmanna.

Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast.

Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á konu með andlega fötlun
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa ítrekað haft samræði eða önnur kynferðismök við konu sem glímdi við andlega fötlun. Talið er að konan hafi hvorki getað spornað við verknaðnum vegna andlegrar fötlunar og né skilið þýðingu hans.

Fjöldi umsókna um aðgerðir erlendis tvöfaldast vegna biðlista
Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir því að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir. Um er að ræða tvöföldun á milli ára en í fyrra bárust stofnuninni 164 slíkar umsóknir.

Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara
Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar
Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma.

Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer
Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama.

Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka
Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin.

Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi
Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu.

Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist.

Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af
Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna.