Fleiri fréttir

Trausti í fram­boð til 2. vara­for­seta

Trausti Jörundarson gefur kost á sér til embættir 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur einnig boðið sig fram til embættisins.

Á­fram­haldandi grímu­skylda á Land­spítala

Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn.

Phoenix vill verða fyrsti vara­for­seti ASÍ

Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu.

Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng.

Notuðu naglamottu til að binda endi á eftirför

Lögregla þurfti að beita naglamottu til að stöðva ökumann sem hún hafði elt alla leið úr Árbæ upp í Mosfellsbæ í nótt. Maðurinn ók meðal annars yfir hringtorg, á móti umferð og notaði símann undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna undir stýri.

Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar.

Sama til­finning og þegar inn­rásin hófst

Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst.

„Austur­ríki hvað?“

Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn.

Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu

Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki.

Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum

Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina en tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Höfuðið fannst fyrir til­viljun í heima­húsi

Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum.

Hópur fólks hvatt lista­fólk til að spila ekki á Airwa­ves

Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 

Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði

Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans.

Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku

Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns.

Sagðir hafa rætt um að drepa sósíal­ista­leið­toga

Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins.

Hinir grunuðu og konan þekktust

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri.

Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka

Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu.

Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjara­við­ræður

Búast má við hörðum fram­boðs­slag á þingi Al­þýðu­sam­bandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur for­seti sam­bandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikil­vægum mál­efnum og marka stefnu fyrir komandi kjara­við­ræður.

Óvissu- og hættustigum aflýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluembætti um land allt hefur aflýst óvissu- og hættustigum almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin í gær og í morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Manndráp, óveður, ASÍ og Úkraína verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Komu í veg fyrir tjón á Djúpa­vogi

Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón.

Bein útsending: Reyna að svara mikilvægum spurningum um frið

Til stendur að reyna að svara mikilvægum spurningum um friðarferla og friðarumleitanir á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í dag. Þar verður leitast eftir því að svara spurningum eins og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir þegar kemur að friðaruppbyggingu í breyttu öryggisumhverfi

Næstum tuttugu sinnum fleiri á of­fitu­lyfjum

Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017.

Aftur byrjuð að á­varpa far­þega fyrst á ís­lensku

Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku.

Hand­tekinn fyrir framan fimm­tán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“

Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. 

Sjá næstu 50 fréttir