Fleiri fréttir

Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu

Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en þriðja tilfelli apabólunnar kom upp hér á landi um helgina.

NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur

Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast.

Mý­vetningar til­heyra nú Þing­eyjar­sveit

Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa.

Blíðviðri og ekkert lúsmý

Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Þrír hand­teknir fyrir ógnandi fram­komu og hótanir

Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands.

Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt

Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið.

Mögnuð upp­lifun á Skrímsla­setrinu á Bíldu­dal

Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu.

Fólki verði frjálst að semja um tækni­frjóvgun að öllu leyti

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik.

Mann­réttindi og manns­líf mikil­vægari en „pólitískar fantasíur gamals manns“

Á sama tíma og Rússar halda uppi hörðum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á óbreytta borgara í austur Úkraínu fagna þeir því að 32 ár eru liðin í dag frá stofnun rússneska sambandsríkisins. Rússneskir ríkisborgarar komu saman við rússneska sendiráðið til að mótmæla valdastjórn Pútíns í tilefni dagsins en sterkustu vopnin eru á þessum tíma orðin.

Furðar sig á af­stöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrika­leg aftur­för“

Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins.

María er fundin

María Bjarnadóttir, sem leitað var frá um klukkan 10 í morgun, er komin í leitirnar heil á húfi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

í kvöldfréttum Stöðvar 2 gagnrýnir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra áætlanir stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlun þrjú. Stjórnarandstaðan fékk fyrst að sjá endanlegt álit meirihlutans á föstudag en afgreiða á áætlunina ásamt fjölmörgum öðrum málum fyrir þinghlé á fimmtudag.

Umferðin gengur hægt en gengur þó

Umferðin frá hátíðarsvæðinu á Granda hefur gengið hægt í dag. Hún hefur gengið hægast yst á tanganum á meðan bílastæði innar hafa verið að tæmast.

Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana

Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert.

Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu

Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi.

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Dásamlegt að búa á Ströndum

Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið.

Von á viðsnúningi í veðri

Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun.

Lokaðist inni á veitingastað

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, og talsvert um ölvun í miðborg Reykjavíkur.

Ungir sjálfstæðismenn keyrðu djammara: „Þetta er bara það besta sem ég veit um“

Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér.

Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipu­laginu aftur í lag

Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar.  

Skortur á úr­ræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi

Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í formanni Afstöðu, félags fanga, sem segir fólk með geðræn vandamál sem ekki fái viðunandi þjónustu vera tifandi tímasprengjur víða í þjóðfélaginu.

Ferðamenn í sjálfheldu í Reynisfjöru

Ferðamenn komust í sjálfheldu í flæðarmálinu í Reynisfjöru í dag, degi eftir að erlendur ferðamaður lést þar. Hópur fólks lenti í öldu í fjörunni en öllum tókst þó að komast aftur á þurrt.

„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys.

Prjónahátíð á Blönduósi um helgina

Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Eiginkona hans bjargaðist naumlega eftir að hafa skolað út í sömu öldu. Þetta er meðal þess sem er til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Banaslys í Reynisfjöru

Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó.

Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla

Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag.

Sjá næstu 50 fréttir