Fleiri fréttir

Íris heldur bæjar­stjóra­stólnum

Eyjalist­inn og Fyr­ir Heima­ey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Lög­reglu­bílar skemmdir eftir eftir­för

Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 

„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“

Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur.

Góð stemning í BDSM-hópnum

Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni.

Ás­dís gerir til­kall til bæjar­stjóra­stólsins

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn.

Bíl­bruni í Hafnar­firði í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf tvö í nótt þegar tilkynnt var um eld í bíl í Álfaskeiði í Hafnarfirði.

Sjálf­stæðis­flokkur og Fram­sókn bættu við sig eftir endur­talningu

Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík

Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík, sem oddviti Viðreisnar telur að komist geti á skrið á morgun og eftir helgina, og öðrum meirihlutaviðræðum víðs vegar um land.

Flassarinn í Laugar­dalnum í gæslu­varð­hald

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn.

Fjórtán samtök kalla eftir sam­ráði við breytingar á út­lendinga­frum­varpi

Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum.

Vildi að bann yrði lagt við bólu­setningu barns síns

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Byggja þarf um 35 þúsund í­búðir á næstu tíu árum

Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara

Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Fyrsta skóflu­stunga að nýju bíla­stæða- og tækni­húsi nýs Land­spítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Kvíðnir fyrir lang­varandi jarð­hræringa­skeiði

Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld.

Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda.

Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri

Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um meirihlutaviðræður í sveitarfélögunum að loknum kosningum.

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunar­úr­ræðum

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær.

Hefja form­legar við­ræður á Akur­eyri

Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar.

Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna.

Sjá næstu 50 fréttir