Fleiri fréttir

Rannsókn á bruna í Brekkubæjarskóla unnin í samvinnu með barnavernd
Rannsókn lögreglu á bruna í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 13. janúar síðastliðinn er á lokastigi.

Helga vill 2.-3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur gefið kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3. til 5. mars næstkomandi.

Þrjátíu starfsmenn Lækningar tímabundið til Landspítala
Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Samningurinn kveður á um allt að þrjátíu manna liðsauka.

Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð
Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans.

Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun
Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi.

Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar
Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.

Skoðar frekari tilslakanir á sóttkví og einangrun
Tvíbólusett börn munu mögulega sleppa við að fara í sóttkví en í skoðun er að breyta reglunum. Sóttvarnalæknir segir frekari tilslakanir á reglum um einangrun og sóttkví í vinnslu.

Mátti segja að drengur hefði nauðgað henni en ekki að hann hefði nauðgað öðrum
Héraðsdómur Norðurlands eystra telur að gerendum í kynferðisbrotamálum verði fært þöggunarvald yfir þolendum, með aðstoð dómsvalda, megi þolendur ekki tjá sig um reynslu sína nema þeir geti raunverulega sýnt fram á að að brotið hafi átt sér stað.

Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verða raunir íslenska landsliðsins handbolta að sjálfsögðu fyrirferðarmiklar en fimm leikmenn liðsins hafa nú greinst með kórónuveiruna.

Guðni forseti á meðal 77 ferðalanga á leið á Danaleikinn
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á meðal 77 stuðningsmanna Íslands sem eru á leið í loftið með flugi til Búdapest í dag. Fram undan er landsleikur gegn Dönum í kvöld en um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli EM í handbolta.

1.302 greindust innanlands
1.302 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 88 á landamærum.

Sextíu prósent í yngsta aldurshópnum vilja banna sölu flugelda til einkanota
Sextíu prósent Íslendinga í aldurshópnum 18 til 24 ára vilja banna sölu flugelda til einkanota.

Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu
Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn.

Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára
Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns.

Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fækkar um einn milli daga
32 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar um einn milli daga. Líkt og í gær eru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Keyrt á kyrrstæðan bíl á aðrein á Reykjanesbraut
Sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja voru sendir á vettvang eftir tilkynning barst um að bíl hafi verið ekið á kyrrstæðan bíl á aðrein á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan hálf níu í morgun.

Efna til samkeppni um tákn fyrir fjögur hýryrði
Samtökin '78 blása til leitar að táknum fyrir fjögur hinsegin orð í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál. Dómnefnd mun velja úr innsendum tillögum en niðurstöður verða tilkynntar 11. febrúar næstkomandi, á degi íslensks táknmáls.

Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni.

Forsvarsmenn verslunar og ferðaþjónustu kalla eftir bólusetningarvottorðum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir óþol atvinnulífsins gagnvart sóttvarnaaðgerðum og örum breytingum þar á orðið mikið.

Lögregla kölluð út vegna kattar „í góðum gír“
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Vill jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, tilkynnti í dag að hann vilji aðstoða þolendur kynferðisofbeldis við að losna undan trúnaðarsamningum við gerendur. Hann segist vilja jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina.

Sprengingin mældist á jarðskjálftamælum: „Þetta var svaka hvellur“
Íbúar í Hvalfirði urðu varir við einhvers konar sprengingu eða skjálfta skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Lítill skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar en sprengingin var í raun á vegum byggingafyrirtækisins Borgarvirkis.

„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum.

Neita sér um að fara til tannlæknis
Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar.

Katrín Jakobsdóttir ekki forsætisráðherra
Það getur verið flókið að heita Katrín Jakobsdóttir og það þekkir Katrín sjálf best.

Hyggjast keyra ferð á Danaleik áfram: „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást“
Heimsferðir og Úrval Útsýn hyggjast „keyra þetta áfram“ og halda áfram sölu á ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta sem fer fram á morgun. Ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara en áhugi er mikill.

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku
Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Sakar ríkisstjórn og lífeyrissjóði um andvaraleysi gagnvart þjóðaröryggi
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríkisstjórnina og lífeyrissjóði harðlega á Alþingi í dag fyrir andvaraleysi í tengslum við sölu Símans á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis sem enginn vissi hverjir ættu. Þeir sem staðið hafi á bakvið söluna væru ekki þekktir fyrir að bera hag almennings fyrir brjósti.

Hinn íslenski þriðji vinningur gekk út
Einn heppinn miðaeigandi vann 6.098.140 krónur í Vikingalottó í kvöld þegar hann var með fimm af sex tölum réttar og hlaut hinn íslenska þriðja vinning. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu.

Köstuðu flugeldum inn í skólastofur
Nokkrir óþekktir einstaklingar köstuðu flugeldum inn í skólastofur Verzlunarskóla Íslands fyrr í dag. Enginn slasaðist en nokkrar skemmdir urðu á gólfdúk. Skólastjóri segir að málið sé til skoðunar og telur ólíklegt að um nemendur skólans hafi verið að ræða.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu til að breyta samkomutakmörkunum að svo stöddu og á von á að þær gildi fram yfir mánaðarmótin. Reglurnar fyrir þá sem lenda í einangrun og smitgát verða hins vegar rýmkaðar frá og með morgundeginum.

Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot.

Leggja til sérstakan saksóknara kynferðisbrota og að bætur verði dregnar frá launum
Aktívistahópurinn Öfgar leggur til að komið verði á fót embætti sérstaks saksóknara í kynferðisbrotamálum hér á landi. Gagnger endurskoðun þurfi að fara fram á dómskerfinu, rífa það upp með rótum og byggja það upp að nýju.

Útlendingar upplifi Covid-flutninga sem niðurlægingu
Sigtryggur Arnar Magnússon leigubílstjóri hjá City Taxi segist hafa komist að því, í samtölum við farþega sína, að þeir telja sig smánaða með því að vera fluttir í einangrun með kyrfilega merktum covid-bílum.

Reglurnar rýmkaðar: Fólk með veiruna má fara í göngutúr og engin sýnataka í smitgát
Þeir sem þurfa að fara í smitgát, í framhaldi af smitrakningu, þurfa ekki lengur að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum. Þeir þurfa þó að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Þá getur fólk sem fær kórónuveiruna nú farið út í göngutúr ólíkt því sem áður var.

186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út
Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil.

Telja að eldurinn hafi kviknað út frá framkvæmdum
Eldur kviknaði í þaki í íbúðarhúsi á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn á staðnum.

Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020.

Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman
Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið.

Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér
Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni.

Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi
ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan.

Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu
Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti.

Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður farið yfir það helsta sem fram kom á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem fram fór fyrir hádegið.