Fleiri fréttir Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022. 21.12.2021 12:59 „Hjartað réð för“ Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. 21.12.2021 12:29 „Þetta verður mikið vesen” Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. 21.12.2021 12:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21.12.2021 12:03 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við að sjálfsögðu með ríkisstjórnarfundi þar sem hertar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins eru ræddar. 21.12.2021 11:37 Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21.12.2021 11:25 Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. 21.12.2021 11:15 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21.12.2021 11:01 Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. 21.12.2021 10:58 Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. 21.12.2021 10:56 Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. 21.12.2021 10:39 Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs. 21.12.2021 10:22 Í kringum þrjú hundruð greindust smitaðir í gær Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir um 300 manns hafa greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Hann segir tvöföldunartíma ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar nálægt því að vera tveir til þrír dagar sem sé það mesta sem sést hafi í faraldrinum. 21.12.2021 10:09 „Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? 21.12.2021 07:01 Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. 21.12.2021 06:55 Gunnar Smári sakar Willum um leka til að gera Þórólf að „vonda kallinum“ Gunnar Smári Egilsson sakar heilbrigðisráðuneytið um að hafa lekið nýjasta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í þeim tilgangi að láta ráðherra líta vel út þegar framhald sóttvarnaaðgerða verður tilkynnt í dag. 21.12.2021 06:48 Handtóku mann sem var að bera sig fyrir framan börn Nóttin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem þó handtók einn eftir að tilkynning barst um mann sem var að bera sig fyrir framan börn. Gisti hann fangageymslu. 21.12.2021 06:17 Almar Yngvi fannst látinn Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son. 20.12.2021 22:36 Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20.12.2021 22:22 Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. 20.12.2021 22:00 Fundu bíl Almars í Hafnarfjarðarhöfn Bíll sem leitað var að í tengslum við leitina á Almari Yngva Garðarssyni fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. 20.12.2021 21:06 Óli Björn greindist með Covid-19 Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum. 20.12.2021 20:43 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20.12.2021 20:00 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20.12.2021 19:48 Suðurlandsvegur lokaður eftir harðan árekstur Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir. 20.12.2021 19:03 Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20.12.2021 19:00 Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20.12.2021 18:33 Hjálpræðisherinn fellir niður jólaboð sitt á aðfangadag Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að fella niður fyrirhugað jólaboð sitt á aðfangadag í ljósi stöðu kórónufaraldursins. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu boðað komu sína, þar af um 150 börn. 20.12.2021 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu manna samkomubann og seinkun á skólastarfi er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu. Enn eitt metið var slegið í fjölda smitaðra í gær og tæplega þúsund hafa greinst smitaðir síðustu fimm daga. Sóttvarnarlæknir segir ómíkron haga sér eins og ný veira. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20.12.2021 18:00 Bubbi segir ástandið orðið gersamlega, algjörlega og með öllu óþolandi Löngu uppselt er á hefðbundna Þorláksmessutónleika tónlistarmannsins Bubba Morthens í Hörpu, 1.500 manns hafa keypt miða en Bubbi er nánast búinn að afskrifa tónleikana. 20.12.2021 17:31 Fáar vísbendingar í máli Almars sem enn er saknað Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu. 20.12.2021 16:56 Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20.12.2021 16:02 Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. 20.12.2021 15:57 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20.12.2021 15:44 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20.12.2021 15:34 Veiruskita herjar á kýr Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. 20.12.2021 14:01 Göngugötusvæðið stækkað að beiðni ríkislögreglustjóra Göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur verður stækkað á Þorláksmessu í öryggisskyni. 20.12.2021 13:53 Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna. 20.12.2021 13:34 Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20.12.2021 13:30 Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. 20.12.2021 12:41 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20.12.2021 12:29 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20.12.2021 12:12 Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20.12.2021 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra. 20.12.2021 11:31 Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022. 21.12.2021 12:59
„Hjartað réð för“ Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. 21.12.2021 12:29
„Þetta verður mikið vesen” Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll. 21.12.2021 12:11
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21.12.2021 12:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við að sjálfsögðu með ríkisstjórnarfundi þar sem hertar takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins eru ræddar. 21.12.2021 11:37
Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21.12.2021 11:25
Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. 21.12.2021 11:15
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21.12.2021 11:01
Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. 21.12.2021 10:58
Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. 21.12.2021 10:56
Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. 21.12.2021 10:39
Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs. 21.12.2021 10:22
Í kringum þrjú hundruð greindust smitaðir í gær Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir um 300 manns hafa greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Hann segir tvöföldunartíma ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar nálægt því að vera tveir til þrír dagar sem sé það mesta sem sést hafi í faraldrinum. 21.12.2021 10:09
„Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? 21.12.2021 07:01
Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. 21.12.2021 06:55
Gunnar Smári sakar Willum um leka til að gera Þórólf að „vonda kallinum“ Gunnar Smári Egilsson sakar heilbrigðisráðuneytið um að hafa lekið nýjasta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í þeim tilgangi að láta ráðherra líta vel út þegar framhald sóttvarnaaðgerða verður tilkynnt í dag. 21.12.2021 06:48
Handtóku mann sem var að bera sig fyrir framan börn Nóttin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem þó handtók einn eftir að tilkynning barst um mann sem var að bera sig fyrir framan börn. Gisti hann fangageymslu. 21.12.2021 06:17
Almar Yngvi fannst látinn Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son. 20.12.2021 22:36
Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli. 20.12.2021 22:22
Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. 20.12.2021 22:00
Fundu bíl Almars í Hafnarfjarðarhöfn Bíll sem leitað var að í tengslum við leitina á Almari Yngva Garðarssyni fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. 20.12.2021 21:06
Óli Björn greindist með Covid-19 Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum. 20.12.2021 20:43
Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20.12.2021 20:00
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20.12.2021 19:48
Suðurlandsvegur lokaður eftir harðan árekstur Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir. 20.12.2021 19:03
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20.12.2021 19:00
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20.12.2021 18:33
Hjálpræðisherinn fellir niður jólaboð sitt á aðfangadag Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að fella niður fyrirhugað jólaboð sitt á aðfangadag í ljósi stöðu kórónufaraldursins. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu boðað komu sína, þar af um 150 börn. 20.12.2021 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu manna samkomubann og seinkun á skólastarfi er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu. Enn eitt metið var slegið í fjölda smitaðra í gær og tæplega þúsund hafa greinst smitaðir síðustu fimm daga. Sóttvarnarlæknir segir ómíkron haga sér eins og ný veira. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20.12.2021 18:00
Bubbi segir ástandið orðið gersamlega, algjörlega og með öllu óþolandi Löngu uppselt er á hefðbundna Þorláksmessutónleika tónlistarmannsins Bubba Morthens í Hörpu, 1.500 manns hafa keypt miða en Bubbi er nánast búinn að afskrifa tónleikana. 20.12.2021 17:31
Fáar vísbendingar í máli Almars sem enn er saknað Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu. 20.12.2021 16:56
Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20.12.2021 16:02
Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. 20.12.2021 15:57
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20.12.2021 15:44
Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20.12.2021 15:34
Veiruskita herjar á kýr Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú. 20.12.2021 14:01
Göngugötusvæðið stækkað að beiðni ríkislögreglustjóra Göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur verður stækkað á Þorláksmessu í öryggisskyni. 20.12.2021 13:53
Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna. 20.12.2021 13:34
Einar Karl, Nanna og Þorsteinn metin hæfust Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er að mati dómnefndar hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands. 20.12.2021 13:30
Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. 20.12.2021 12:41
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20.12.2021 12:29
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20.12.2021 12:12
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20.12.2021 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem í morgun skilaði inn nýju minnisblaði til ráðherra. 20.12.2021 11:31
Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 20.12.2021 11:15