Fleiri fréttir

Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir.

Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“

Varnar­­garðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs

Þó að varnar­­garðarnir á gos­­stöðvunum reynist gagns­lausir í bar­áttunni við að halda hrauninu frá inn­viðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafns­dóttir, um­­hverfis- og byggingar­­verk­­fræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnar­­garðanna, að reynslan af verk­efninu verði gífur­­lega gagn­­leg í fram­­tíðinni ef eld­­stöðvar á Reykja­nesi hafa vaknað til lífsins.

Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík

Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu.

Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu

Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Spenna ríkti milli Rússa og Bandaríkjamanna á sögulegum fundi norðurskautsráðs í Reykjavík í dag sem samþykkti sína fyrstu langtímaáætlun. Við fjöllum ítarlega um fundinn í kvöldfréttatíma okkar. 

Fjór­tán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Co­vid-próf

Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Ó­háðir aðilar taka út al­var­legar auka­verkanir

Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa.

Hand­tekinn í mið­bænum vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 

Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli

Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna.

Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu.

Hvetur við­skipta­vini H&M til að fara með gát

Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust.

Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar

Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar.

Undirrituðu Reykjavíkuryfirlýsingu í Hörpu

Rússland tók við formennsku Norðurskautsráðsins á fundi þess sem hófst í Hörpu klukkan níu í morgun. Aðildarríkin átta gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samþykktu stefnu til tíu ára.

Telur lík­legt að hægt verði að af­létta grímu­skyldu fljót­lega

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur.

Fjórir greindust innan­lands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan.

Hægur vindur og skúrir sunnan­lands en annars bjart­viðri

Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil.

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Hressileg rigning en skammvinn

Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið.

Hættu­stigi lýst yfir í Austur-Skafta­fells­sýslu

Hættu­stigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skafta­fells­sýslu vegna hættu á gróður­eldum. Nánast allur vestur­helmingur landsins er nú skil­greindur sem hættu­svæði en Austur Skafta­fells­sýsla er eina svæðið á austur­helmingi landsins þar sem hættu­stigi hefur verið lýst yfir.

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Brynja Dan í fram­boð fyrir Fram­sókn

Brynja Dan Gunnars­dóttir mun skipa annað sæti á lista Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík norður í komandi þing­kosningum í haust. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipar fyrsta sæti listans. Þetta stað­festi Brynja við Vísi í kvöld en Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli

Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár.

Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði

Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum.

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Kröfu um van­hæfni með­dóms­manns í morð­máli hafnað

Hæsti­réttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eigin­konu sinni í Sand­gerði í fyrra, um að sér­fróður með­dóms­maður viki sæti í málinu fyrir Lands­rétti. Verjandinn taldi tengsl með­dóms­mannsins við þá sem hafa komið að dómi og rann­sókn málsins, þar á meðal réttar­meina­fræðingsins sem krufði konuna.

Starfsmaður í H&M smitaður

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.

Sjá næstu 50 fréttir